Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1968, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.01.1968, Qupperneq 33
 ★ ★★*★★★**★*★★**★****★**★*★★**★* Á meðan tíndi Vala sér ber eða lagði sig líka út af og lofaði þreytunni að líða úr handleggjum og baki. Hún fann hvernig þreytan seytlaði burt, en Manga sagði að þegar maður eltist, sæti þreytan kyrr í skrokknum, og að lokum víki hún ekki þaðan fram- ar, en yrði að þessari bannsettu gigt sem hrjáði flesta þá er komnir væru á efri ár. Sólin mjakaðist ofurhægt í rétta átt. Vala var þó stundum í vafa um hvort hún hreyfðist. Manga hafði sagt henni, að þegar sólin tæki upp á því að standa kyrr eða ganga öfugt, vissi það á að heimsendir væri í nánd. Loks var þó komið kvöld, og tími til kominn að halda heim. Vala dróst viljandi aftur úr, og þegar lestin ásamt Grímsa og föður hennar var horfin heim fyrir Stekkinn, hljóp hún í spretti upp að Huldu- borgum. Full eftirvæntingar gáði hún upp fyrir steininn. Jú, pokinn var horfinn. Hjartað hoppaði í brjósti hennar. Nú væri hún hetja að þora að halda mann á laun! Já þetta var alveg eins og í fornsögunum. Þá voru það ekki nema ríkir menn og höfðingjar sem þorðu að halda menn á laun í helli eða jarðhúsi. Henni hafði alltaf þótt mest til þess koma í fornsögunum, er þeim var hjálpað sem minni máttar voru. Hún hafði lifað sig inn í sögurnar, og oft og mörgum sinn- um sá hún fyrir sér útivist Grettis í Drangey. Bara að hún hefði verið þar, þá hefði enginn komið hon- um að óvörum. Gæti hún nú fundið ráð til að færa piltinum mat daglega, væri alveg víst, að hann gæti lifað af vetur- inn í hellinum. Það er að segja væri veturinn ekki mjög harður. Annars yrði að finna annan felustað. En koma tímar og koma ráð. Nú hefði hún nóg til að hugsa um og þyrfti ekki að lifa sig inn í fornsög- ur, þar sem hún væri alltaf sú er framúr öllu réði, og allir vildu með í ráðum hafa. Hvílíkir draumórar! Hún lét sig engu skipta, þótt þeir væru heimskulegir og víðsfjarri raunveruleik- anum. Án þeirra væri lífið alltof tilbreytingalaust og hversdagslegt. Þegar hún á veturna sat og prjónaði af kappi, rjóð í kinnum með glampa í augum, og Málfríður hældi henni fyrir dugnaðinn, þá var það ekki af því að hún væri að keppast við. Ónei, — þá var hún einmitt þátt- takandi í miklum og spennandi atburðum. Eftir því sem sagan varð meir æsandi prjónaði hún ákafara og hraðara. Eða þá á kvöldin þegar hún var háttuð, þá hlakk- aði hún til þess að geta haldið áfram sögunni, þar sem hún sofnaði frá henni kvöldið áður. Það var eins og að hlusta á framhaldssögu í útvarpinu. Útvarpið, bara að það væri ekki til! Hún hataði þetta tæki, sem í sífellu þuldi fréttir af eymd og eyði- leggingu og dauða þúsunda ef ekki milljóna manna. Hefði hún ráðið einhverju, myndi hún hafa slökkt á tækinu í hvert einasta sinn sem kornið var að fréttum. Málfríður hlustaði með andakt, og pabbi Völu þoldi ekki nokkurn hávaða, meðan þær voru lesnar. Það var alveg sama, hve mjög Vala reyndi að sporna við því að heyra fréttirnar og einbeitti hug- anum að allt öðru, fréttirnar tróðu sér inn í eyrun á henni, þessi viðbjóðslegu orð. Og hafi maður einu sinni heyrt þau, er ekki svo auðvelt að gleyma. Fyrstu daga stríðsins hafði hún enga matarlyst og gat ekki sofið. Það var sama þó hún stingi fingrunum í eyrun eða vefði sænginni um höfuðið, hún heyrði samt allt, bæði það sem sagt var frá í útvarpinu, og Heima er bezt 29

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.