Heima er bezt - 01.01.1968, Side 34
fólk síðan talaði um. — Þjóðverjar réðust inn í Pól-
land! Þessi orð táknuðu í huga Völu urmul af æð-
andi villidýrslegum svartskeggjuðum mönnum, sem
óðu yfir lítið og fallegt land, þar sem græn tré og
blá blikandi vötn horfðu til himins, og prúðbúið
fólk og falleg lítil börn léku sér á sunnudögum.
Henni hafði ekki orðið eins mikið um, þegar henn-
ar eigið land var hertekið. Þá hafði líka útvarpið
heima verið rafgeymislaust, svo ekkert fréttist fyrr
en þrem dögurn síðar. Og þá hafði samt lífið gengið
sinn vanagang. Hafið hafði ekki skipt um lit né vind-
urinn um rödd, og fuglarnir létu sem allt væri eins
og áður, eingöngu af því að ekkert heyrðist í út-
varpinu.
Oft hafði Vala verið komin á fremsta hlunn með
að fikta eða pilla eitthvað við þennan blaðrandi kassa
að aftan, en þá hafði pabbi hennar orðið enn geð-
verri, og svo hafði þurft að senda gripinn suður til
viðgerðar, og það kostaði peninga, og af þeim var
minna en ekki neitt á Harnri.
Eins og útvarpið hafði þó verið skemmtilegt fyrir
stríð. Reyndar var enn ofurlítið gaman að ýmsu, en
þessar sífelldu fréttir voru eins og að fá eldsúrt slát-
ur út í dísætan rúsínugraut.
Vala hljóp í spretti heim. Hana langaði til að
hrópa: „Ég veit líka dálítið sem ekkert ykkar veit
eða fær nokkru sinni að vita,“ en hún varð að stilla
sig og þegja.
Morguninn eftir þegar Vala klæddi sig í fyrstu
skímu dagsins, var þetta ekki eins ævintýralegt. Það
var hrollur í henni. Ekki færi pilturinn að gera henni
neitt, þegar hann hafði séð að hún hafði ekki sagt
neitt frá. Enn rændi hún brauði úr búrinu og köld-
um silungsbitum, en flöskuna yrði hún að fá aftur,
það var lítið til af þcini á Hamri.
Hún gekk hratt fram að vatninu, leit hvorki til
hægri né vinstri, en gaut augunum út undan sér upp í
klettana. En það var enn of dimmt til að sjá nema
nokkra faðma frá sér.
Snati sperrti eyrun.
Vala fann kuldastraum leggja um sig alla og lang-
aði mest til að taka til fótanna heim aftur. En þá
mundi hún eftir einni ráðleggingu Möngu gömlu:
„Sértu hrædd, hróið, þá gakktu hægt, teldu skrefin
eitt—tvö, eitt—tvö, ósköp rólega, eftir því sem þú ert
hræddari, skaltu ganga hægara. iMargur maðurinn
hefur misst vitglóruna eða sprengt sig hreint og beint
á því að flýja sinn eiginn ótta.“
Þannig sagðist Möngu frá, og hún vissi sínu viti,
það hafði Vala uppgötvað fyrir löngu. En því mið-
ur virtust engir aðrir hafa veitt því athygli. Hún
gerði öll verstu verkin á bænum, hreinsaði eldavélina
og bar út ösku og inn mó og spýtur, nema þegar hún
mútaði einhverjum krakkanum með kandísörðu, eða
bara flatkökubita.
Það var líka hennar verk að mjólka og sjá um, að
kálfarnir fengju skolið sitt. Svo gerði hún einnig
það, sem Völu þótti verst allra verka, en það var að
þvo og gera við sokkaplöggin, og við það var Vala
látin hjálpa henni. Það var kalt á veturna að berja
plöggin upp úr læknum, og á sumrin var hún venju-
lega svo þreytt, þegar hún kom heim af engjunum,
að henni fannst bak sitt vera að brotna, og handlegg-
irnir að slitna sundur, þegar hún sveiflaði sokkunum
í hring og sló úr þeim.
Vala laut niður og fór að draga netið í land. Það
var þoka og súld, og þá var alltaf meiri veiði, enda
voru strax komnir fjórir silungar úr þessu eina neti,
og einn þeirra heilmikill dolpungur.
Snati lá fram á lappir sínar og horfði letilegu
augnaráði á hana, en allt í einu sperrti hann eyru og
þaut á fætur. Vala snerist á hæl. Þarna stóð þá pilt-
urinn rétt hjá henni enn úfnari en daginn áður, en
augun full af þakklæti, og ljómandi bros í miðjum
skegghýj ungnum.
Vala varð vandræðaleg og vissi ekki, hvað hún
ætti að segja. Pilturinn var fallegur þrátt fyrir garm-
ana, úfna hárið og skeggið. Henni hitnaði allri að
innan bara af því, hvernig hann horfði á hana. Svo
rétti hann henni höndina og sagði: „Takk, mikið
takk!“
Vala gat ekki sagt neitt, roðnaði aðeins ofurlítið
og leit niður fyrir sig. Handtak hans var svo þétt, og
henni varð allt í einu ljóst, að hér hafði hún eignazt
vin, þann fyrsta á ævinni.
Hver dagurinn af öðrum leið líkt og ævintýri.
Vala var sjálfri sér lík á yfirborðinu, en í sál henn-
ar var mikið umrót. Hún varð áhyggjufull, því
hvernig ætti hún að fela piltinn, fæða hann og klæða,
þar til stríðinu lyki. Að vísu sagði Úlrick, sem hún
alltaf kallaði Úlla, að það gæti ekki staðið lengi,
slíkt væri óhugsandi.
„Vilt þú að Þjóðverjar sigri?“ spurði Vala einu
sinni.
„Vitanlega þeir sigra,“ svaraði hann sigurviss.
Vala andvarpaði. Hann leit á hana og sagði, að
30 Heima er bezt