Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1968, Qupperneq 37

Heima er bezt - 01.01.1968, Qupperneq 37
„Þú hefur ekkert vit á stríði fremur en ég,“ sagði Vala gröm, og hann varð að játa, að í raun og veru þekkti hann lítið til þess, en þó meira en hún, enda hefði hann orðið að taka þátt í erfiðum æfingum svo mörgum vikum skipti, áður en hann var látinn svífa til jarðar norður á íslandi. Völu fannst það næstum ofurmannlegt hugrekki að þora að stökkva út úr flugvél í háa lofti. Aldrei myndi hún öðlast slíkan kjark. Eina nóttina flutti Úlh sig heim í fjárhúshlöðu. Það mátti ekki tæpara standa. Daginn eftir negldi Sveinn bóndi alla hlera vel og vendilega fyrir hlöðu- vindaugun. Pilturinn sat nú eins og refur í greni. Vala færði honum vatn og mat gegnum loftop efst á stafninum. Það var svo lítið, að með hægu móti var aðeins hægt að stinga hönd þar í gegn. Hlaðan var óvenju full af heyi, svo tJlli gat ekki gengið upprétt- ur undir miðju þakinu. Þetta var ömurleg ævi, en hann hafði þó nægan yl. Hann gróf sig langt ofan í heyið og leið furðanlega á nóttunni, en dagarnir voru langir og þó sérstaklega kvöldin „svörtu sem sót“, eins og hann sagði. Á dag- inn lá hann við loftopið og horfði út. Það fór fátt fram hjá honum sem utan dyra skeði á Hamri þetta haust. Loks þoldi hann ekki þetta fangelsi lengur, gróf sig niður með hlöðuþilinu fjárhússmegin, losaði þar um tvær breiðar fjalir og skreið út. Vala varð dauð- hrædd, þegar hún vissi um ferðir hans, en tJlli sagð- ist heldur vilja drepast heldur en vera lokaður inni dag eftir dag í þessu fangelsi. Hún bjó svo um fjal- irnar að hann gat ýtt þeim sitt til hvorrar hliðar, en fest þær aftur tryggilega á eftir sér að innanverðu. Nú lék tJlli lausum hala á nóttunni, en svaf í holu sinni á daginn. Haustið var mjög kalt, en snjólaust var þó í byggð. Vala var hrædd um að Úlli gætti ekki að sér, þegar færi að snjóa og færi út, en þá gat farið illa. Krakkarnir yrðu ekki lengi að uppgötva för, sem lægju aðeins frá og að hlöðunni, þau voru alls staðar að snuðra eins og litlir hvolpar. Jafnvel Snati gamli var vís til að hlaupa ofan að hlöðu með trýnið niður við jörð og hringsnúast þar. En til allrar hamingju var hann alltof stirður og gam- all til að komast upp á hlöðuveggina, sem voru rúm- lega mannhæðar háir. Einn daginn kom gestur að Hamri, maður innan frá Hauganesi. Hafði hann margar fréttir að segja og miklar, bæði sannar og lognar, allt vel þegið í einangruninni, því þar lifir fólkið svo miklu tilbreyt- ingarlausara lífi en það sem í þéttbýlinu bjó, þótt ekki væri á stærri stað en Hauganes var þá. Það sem Völu fannst mestu fréttirnar og verstu var, að nú ætti að fara á alla bæi sveitarinnar og leita eftir njósnurum. Bretar væru vissir um að bændur væru þeim hliðhollir og héldu þá á laun. Sveinn margbölvaði sér upp á, að rækist hann á Þjóðverja skyldi hann brytja hann í spað. „Og éta hann?“ spurði Harpa, henni þótti of margt vera lagt sér til munns að hennar dómi. Allir fóru að hlæja, svo stelpa hélt áfram: „Ég skyldi éta Þjóðverjaspað með beztu lyst, væri það ekki af ólseigum eða úldnum karli.“ „Guð hjálpi þér að hafa svona orðbragð,“ sagði Manga. Henni var of illa við þá þjóð til þess, að hún gæti lagt sér nafn hennar í munn auk heldur talað um að éta það. „Mannakjöt er víst kóngafæða,“ sagði Grímsi. „Ekki veit ég það,“ sagði gesturinn. „En því hefur verið fleygt, að þeim þarna úti þyki vissara að taka þá skárstu af óvinunum og sjóða þá niður í dósir, ef ske kynni að þeir yrðu uppiskroppa með kjöt fyrir herinn. Það eru þau fádæma feikn af kjöti sem her- inn þarf, og allt er það í dósum, svo það er ekki að vita nema eitthvað sé hæft í þessu. Ekki lýg ég því í það minnsta,“ sagði gesturinn að lokum og fékk sér í nefið hjá Sveini. Talinu var nú beint að veðurfari og skepnuhöld- um, fiskeríi og tundurduflahættunni, sem alltaf bar á góma, bæri gest að garði. Vala sá sér færi að laumast út. Hún sagði Úlla fréttirnar. Hann var fáorður, en hét því með sjálf- um sér, að þó hann næðist skyldi hann aldrei játa að neinn hefði hjálpað sér eða vitað af sér. Ætti hann að halda til fjalls? Vala sagði að það gæti hann ekki, illa klæddur og matarlaus. Þá væri betra að vera tek- inn til fanga en farast úr hungri og kulda á fjöllum uppi. Bara að ég gæti talið Möngu trú um, að þú værir huldumaður, þá myndi hún fela þig í kofanum sínum. Úlli hló. Hann vissi hvernig stóð á, að hann fékk mjólkursopann kvölds og morgna. En það væri ekki til neins að reyna að gabba gömlu konuna svo mikið. Manga var ekki heimsk, bara hjátrúarfull, en að álfa- Heima er bezt 33

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.