Heima er bezt - 01.01.1968, Page 38

Heima er bezt - 01.01.1968, Page 38
strákur gæti falið sig í mannheimum myndi hún segja að væri óvenjulegt, því huldufólk sæi allt í jörðu og á. Nei, það yrði að nægja að láta Möngu leggja til mjólkina. Vala hafði heyrt, að hermennirnir á Hauganesi hefðu sporhund stóran og ákaflega vitran. Nú óttað- ist hún að hundurinn þefaði spor Úlla og rekti þau upp að hlöðuvegg. Væri svo farið að athuga tréþil- ið, var augljóst að allt kæmist upp, og Úlli fyndist. Hún bað því Guð um snjó, mikinn snjó, áður en hundurinn kæmi. Svo liðu nokkrir dagar. Ekki komu leitarmennirn- ir, og ekki kom snjórinn. Loks snemma morguns áður en nokkur var kom- inn á fætur, var barið að dyrum. Sveinn snaraði sér í buxur og skó og fór til dyra. Hann þóttist vita hverj- ir komnir væru, því valdsmannslega var barið. Að fáeinum andartökum liðnum var heill hópur hermanna tekinn að leita í húsinu. Sveinn vísaði þeim á hverja kompu, og að lokum héldu tveir þeirra inn til Möngu. Sú gamla var úrill, úfin og grett. Með hjálp túlksins báðu þeir hana brosandi afsökunar, ekki sízt eftir að þeir höfðu heimtað lyklana að fata- kistu hennar og leitað þar til botns, auðvitað án ár- angurs. Þegar þeir voru farnir út aftur, fór Vala fram úr rúminu og horfði út. Það var ekki nærri eins svart myrkrið núna eins og hina morgnana, og nú sá hún, að það var kominn snjór. Snjónum hafði hlaðið nið- ur um nóttina. Vala spennti greipar og leit upp til himins: „Guð, þú ert þá okkar megin,“ hvíslaði hún ofurlágt og allshugarfegin. Nú fannst henni að hún yrði að fela piltinn fyrir óvinum hans, hvað sem það kostaði. Framh. Leibrétting í Nóvemberblaði Heima er bezt 1967, bls. 385, 18. línu að ofan, stendur: „Hann var þá á leið vestur að Hagavatni.“ — Á að vera Höfðavatni. Á sömu bls., 6. línu að neðan, stendur: „Jóhanni bróður hans.“ — Á að vera Jóhannesi. HEIMA ------------- BL. BÓKAHILLAN Birgir Kjaran: Haföminn. Reykjavík 1967. Bókfellsút- gáfan. Falleg bók, svo að af ber, en einnig fróðleg og nytsöm. Engu að síður verð ég að játa, að ég hefi aldrei getað hrifizt af nokkurri arnarrómantík, og frá bernsku minni stóð örninn mér fyrir hug- skotssjónum, sem einhver óvættur, sem engin börn gátu verið óhult fyrir, og það verri en Grýla, að hún tók þó ekki nema óþekku börnin. Og fyrirferðarlítill er örninn í hugarmynd minni af náttúru íslands, enda sá ég hann ekki fyrr en ég var fullorð- inn, og þó sjaldan. Og aldrei hefir mér þótt hann fríður. Annað mál er svo það, að það væri villimennska og ófyrirgefanlegt menn- ingarleysi, ef honum yrði útrýmt úr náttúru landsins fyrir hand- vömm eða fávizku. Svo sem það ætíð er að útrýma lifandi verum, sem hafa verið fastir borgarar í lífríki landsins frá aldaöðli. En til þess að forða því, að slíkt óhapp skyldi henda er bókin með- al annars tekin saman. Fyrst segir Birgir Kjaran frá athugunum sínum á lífi arnarins á myndrænan og skemmtilegan hátt, eins og ætíð, þegar hann lýsir íslenzkri náttúru og undrum hennar, sem hann gerir flestum bétur. Þá er þar löng fræðileg grein um örn- inn og lifnaðarhætti hans eftir Finn Guðmundsson. Mun þar flest tínt til, sem máli skiptir og sett fram á Ijósan og lifandi hátt. Loks eru þar ýmsar frásagnir um örninn, bæði gamlar og nýjar, ásamt arnakvæðum og skrá um arnaheiti. Fjölmargar myndir prýða bókina, sem er í röð þeirra fegurstu bóka, sem gefnar hafa verið út hér. Öll er bókin unnin af vandvirkni og alúð, og vænti ég þess, að hún megi ná þeim tilgangi sínum að skapa skilning á því, hvert óhappaverk og menningarleysi það væri ef ráðið væri niðurlögum arnarins hér á landi, sem og öðrum þeim spjöllum sem unnin eru á náttúru landsins. Þorsteinn Antonsson: Vetrarbros. Rvík 1967. Helgafell. Hér kveður ungur höfundur sér hljóðs fyrsta sinni með allmik- illi skáldsögu, sem er að ýmsu leyti nýstárleg í efnismeðferð. Það er sveitalífssaga nútímans furðu ólík því, sem skrifað var á fyrstu tugum aldarinnar, og höfundur kemur lesandanum býsna mikið á óvart í sögulokin. Eins og títt er verða ástamál meginuppistaða sögunnar, en þótt höfundur sé hispurslaus í frásögn fellur hann ekki í þá freistni að hrúga upp grófyrðum eins og mörgum þykir nú fínn skáldskapur. Mannlýsingar hans eru margar góðar, af mestum skilningi er piltinum Magnúsi Jörfa lýst. Presturinn ungi, sem er önnur söguhetjan, er naumast raunsær, þótt margt sé vel um hann. í stuttu máli, hér er saga sem lofar góðu um framtíð höfundar. Oddur Bjömsson: Kvömin. Reykjavík 1967. Helgafell. Oddur Björnsson er þegar orðinn kunnur leikritahöfundur, en þetta mun vera fyrsta skáldsaga hans, sem kemur fyrir almenn- ingssjónir. Sagan er stutt og segir frá ungum manni á nýtízkuleg- an hátt, hlaðinn kynórum og ástabraski, enda þótt höfundur falli ekki í þá tálgryfju að skapa áhrif með grófyrðum. Vafalítið er um margt skýrt rétt frá um hug og viðbrögð hinnar eirðarlausu kynslóðar nútímans, sem sífellt er að leita einhvers, sem hún oft veit ekki hvað er. 34 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.