Heima er bezt - 01.01.1968, Page 39
HEIMA ----------
bezt BÓKAHILLAN
Björn J. Blöndal: Daggardropar. Reykjavík 1967. Set-
berg.
Sjaldan mun viðurkenning á verkum rithötundar hafa komið
betur niður, en þegar Rithöfundasjóður Útvarpsins veitti Bimi
Blöndal verðlaun sín nú um áramótin. Hann hefir nú skrifað 7
bækur, allar með ósviknu listahandbragði. Hin nýja bók hans,
Daggardropar, eru nokkrar smásögur og ævintýri. Uppistaða
margra þeirra eru sögur og minni úr íslenzkri þjóðtrú, eða mér
liggur við að segja íslenzkri þjóðarsál, sem höfundur er svo ein-
kennilega fundvís á og næmur að skynja. Utan um þessa kveiki,
sem oft eru grannir, vefur Björn glitvefnað frásagnarlistar sinn-
ar, ljóðrænan og hugþekkan hverjum þeim, sem ann íslenzku máli
og íslenzkri náttúru, en ég efast um, að nokkur íslenzkur rithöf-
undur hafi numið svo vel mál íslenzkrar náttúru, sem Björn Blön-
dal, síðan Jónas Hallgrímsson leið. Úr smámunum, sem vér hin-
ir sjáum ekki, gerir hann fagrar sagnperlur, sem er á færi þeirra
einna, sem sjá og skynja. Þótt frásagnarefni Björns séu oft furðu-
lík hvert öðru, og virðist einhæf við fyrstu sýn, gæðir hann þau
alltaf nýju lífi og ljósi. í því er list hans fólgin, ásamt ást hans
á öllu lífi, sársauka yfir grimmd og harðneskju ásamt góðlátlegri
kímni, sem kryddar frásögnina. Eg á erfitt með að taka eina sög-
una fram yfir aðra í Daggardropum, en þó mundi ég helztar velja
þar Mömmu og Straumandarsögu, en gamansömust er Slatti í
poka, og grunar mig, að þar liggi sönn atvik að baki.
Helgi Hjörvar: Konur á Sturlungaöld. Reykjavík 1967.
Menningarsjóður og Þjóðvinafélagið.
Það var vel til fundið að gefa þessi síðustu útvarpserindi Helga
Hjörvar á prent. Þau verða fagur minjagripur útvarpshlustenda
um þann mann, sem áratugum saman var einn bezti vörður og
vinur íslenzkrar tungu í riti og ræðu vor á meðal. Erindin eru
unnin úr litlum efniviði fárra setninga i hinni miklu sópdyngju
Sturlungu, en Helga tókst að skapa úr honum ógleymanlegar
myndir og dýrðaróð til konunnar og þess, sem fegurst er í mann-
legu lífi. Auk þess, sem farið er með efnið af skáldlegu innsæi og
skilningi, er kverið lærdómsríkt fyrir hvern þann, sem vill heyja
sér íslenzkt mál og skyggnast um í fjársjóðum íslenzkra fornbók-
mennta. Það sýnir oss, hversu margt er þar enn, sem vér höfum
látið ósnert, og hversu óendanlega margt vér getum enn af þeim
lært.
Séra Bjarni. Reykjavík 1967. Kvöldvökuútgáfan.
Þetta er falleg bók og samboðin minningu hins mikilsmetna
kirkjuhöfðingja. Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, hefir annazt
útgáfuna af mikilli prýði, en Atli Már gert teikningar og annast
útlit bókarinnar, sem er með ágætum. Veigamesti þátturinn eru
samtöl, sem Matthias Johannessen átti við séra Bjarna. Þau eru
mjög vel unnin, og gefa skýra mynd af manninum og starfi hans.
Hefir Matthíasi aldrei betur tekizt í samtölum sínum. Þá eru
minningar frú Áslaugar mikilsvert tillag um daglegt líf séra Bjarna
og um leið þáttur i íslenzkri kirkjusögu. Eru þær vel og smekk-
víslega unnar af Andrési Björnssyni. Nokkrar ræður séra Bjarna
eru þarna. Þær eru vafalaust gott sýnishorn af ræðugerð hans, en
um þær verður það eitt sagt, að persónuleiki hans var slíkur, að
ræðurnar verða aldrei nema svipur hjá sjón við lestur þeirra, þeg-
ar þær eru ekki gæddar lífi og lit málfars og flutnings höfundar-
ins sjálfs. Þá er þarna ræða Magnúsar Jónssonar, prófessors, þeg-
ar Háskóli íslands gerði séra Bjarna að heiðursdoktor, snjöll og
skemmtileg, og mikil og vel gerð ræða Sigurbjarnar Einarssonar,
biskups, við útför séra Bjarna. í stuttu máli sagt fer enginn, sem
kynnast vill störfum séra Bjarna og manninum sjálfum, bónleið-
ur frá lestri þessarar bókar. Hún skilur margt eftir hjá lesandan-
um, og hann er fróðari á eftir um merkilegan mann og áhrifa-
ríkan x þjóðlífi voru.
Oddný Guðmundsdóttir: Skuld. Reykjavík 1967. Leift-
ur h.f.
Þetta er löng skáldsaga, sem spannar nær heila öld, þar sem
skyggnst er um af sjónarhóli nær 100 ára gamallar konu og æfi
hennar rakin. Mörgum myndum úr liðnu þjóðlífi er brugðið
upp, og deilt þar á ýmsar misfellur, bæði í samfélaginu og mann-
legu eðli. Að vísu er ekki stóryrðaflaumur á ferðinni, en höfundur
lætur lesandann greinilega finna hvert stefnt er, og örvar hennar
hitta víða í mark. Hún predikar ekki en lætur viðburðina tala.
Margt af því, sem á er deilt, er sem betur fer að mestu horfið úr
þjóðfélaginu, svo sem ill meðferð munaðarleysingja, en flest á það
rætur í manneðlinu sjálfu, og getur skotið upp kollinum í breytt-
um myndum. Galli er á sögunni, hversu langdregin hún er, svo að
sums staðar verður lesandinn að leggja að sér við að halda áfram.
Irving Stone: Sjóari á hestbaki. Reykjavik 1967. ísafold-
arprentsmiðja h f.
Jack London var einn þekktasti höfundur Bandaríkjanna í byrj-
un þessarar aldar. Sögur hans hafa notið óskertra vinsælda víða
um heim og einnig hér á landi ætíð síðan, þrátt fyrir breytta
tíma og smekk. Hér birtist æfisaga þessa merka og vinsæla höf-
undar, og er hún í senn æfintýralegri og meira spennandi en flest-
ar skáldsögur. Höfundurinn Irving Stone er löngu kunnur, sem
ágætur æfisöguritari, enda prýðilega farið með hið litríka efni,
bæði af skilningi og samúð með söguhetjunni. Það leiðist því
engum, sem les Sjóara á hestbaki, því að lesandinn kemst þar í
snertingu við merkilegan persónuleika, stórbrotinn bæði í kostum
sínum og göllum, en umfram allt mannlegan.
Indriði G. Þorsteinsson: Þjófur í Paradís. Reykjavik
1967. Almenna Bókafélagið.
Skáldsaga þessi er þróttmikil, viðburðarás hröð, og margar per-
sónur markaðar skýrum dráttum. Af þeim bókum höfundar, sem
ég hefi lesið þykir mér hún bezt. Annað mál er svo, að efnið er
fengið úr svo nýlegum atburðum, að vafasamt er, hvort rétt sé
og sæmilegt að taka þá til meðferðar meðan margir nákomnir
eru á lífi, og ýfa svo sár þeirra. Því að svo lítt eru viðburðiniir
dulbúnir, að engum, sem nokkuð þekkir til, getur blandast hugur
um með hvað farið er.