Heima er bezt - 01.06.1972, Síða 13
LILJA S. KRISTJANSDOTTIR:
SKRIÐAN
‘Bemskuminning
að var dásamlegur vormorgun.
Sólin var á gægjum bak við fjallsbrúnina eins
og hún væri að gá að því, hvort íbúar dalsins
væru eins árvakrir og hún sjálf. En hún gætti
sín ekki nógu vel. Hinn gullni haddur hennar féll niður
í dalinn og náði því lengra því hærra, sem hún teygði
sig.
Langvarandi rigningar höfðu gengið undanfama daga.
Jörðin virtist því drekka í sig geisla sólarinnar. Grund-
irnar og fjöllin glitruðu í öllum regnbogans litum, svo
að unun var á að horfa.
Það voru fleiri árvakrir en sólin. Þegar geislar hennar
féllu inn um lítinn glugga á lágum bæ, mættu þeir tveim
bláum, tárvotum augum, sem leiftruðu í skini sólarinnar.
Þarna lá unglingsstúlka, tæplega á fermingaraldri, ég
sjálf.
Nágrannarnir höfðu skotið yfir mig skjólshúsi síð-
ustu dagana. En í nótt strauk ég, læddist heim. Ég þráði
að vera ein um stund á þessum stað, sem allar fagrar,
bjartar minningar voru tengdar við og einnig sárustu
harmar minnar skömmu ævi.
Mér hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina. Það
voru þjáningadrættir kringum barnsmunninn og sorgar-
glampi í augnum. En þegar sólin kom upp, leið mér
betur. Ég tók föt mín og klæddist, lét skó á bera fætur
mína og gekk hljóðlega út.
Þegar ég kom út á hlaðið, glitraði döggin á grasinu.
Nóttin hafði líka fellt tár. Það var mér huggun. Ég
strauk höndinni mjúklega yfir döggvott grasið og lagði
hana síðan á sveitt ennið. Hin hreina náttdögg var hin
unaðslegasta lækning, sem ég gat hlotið.
Síðan lagði ég land undir fót, stefndi á stóran stein
uppi í fjalli og keppti við sólina. Vott grasið slóst um
fætur mína og veitti mér einkennilega svölun.
Þegar ég kom upp að steininum, settist ég niður og
horfði yfir sveitina. Sólin var enn langt niðri í brekkun-
um. Enn héldust dagur og nótt í hendur yfir dalnum
mínum. Áður en nóttin hvarf, renndi hún angurblíðu
augnaráði yfir eystri fjöllin. Eftir langvarandi rigning-
ar var jörðin gegnvot. Mosinn í fjöllunum sýndi því
ótrúleg litbrigði, þegar nóttin var að kveðja.
Þó tók ég varla eftir þessari fegurð núna. Ég horfði
út í bláinn með biðjandi augum og hvíslaði:
„Guð, þú hefir svo oft fært mér frið. Gerðu það einu
sinni enn. Pabbi og mamma eru bæði dáin með stuttu
millibili, og ég er ein eftir.“
Það hafði verið sárt að missa pabba og mömmu. Þó
var það ekki það versta, heldur hitt, að pabbi var búinn
að vera lengi veikur. Hin litlu efni hans voru löngu
eydd. Nú var ekkert eftir, nema skuldir, og þær þurfti
að greiða.
Kaupmaðurinn í þorpinu, lánardrottinn pabba, hafði
komið daginn áður. Hann lét meta jörðina og húsin og
krafðist þess alls upp í skuldina.
Ég vissi vel, að þó að bærinn væri orðinn lélegur, þá
var jörðin góð. Það var ekki sanngjarnt verð, sem hún
var metin á, það höfðu nágrannarnir líka sagt. En hvað
gat ég gert? Þó að ég væri í raun og veru hinn rétti eig-
andi jarðarinnar, þá var ég enn svo ung og átti forsvars-
menn fáa.
Það voru ekki peningar, sem ég var að hugsa um. Ég
var ung og hraust, átti lífið framundan, og gat vel unnið
fyrir fé til að greiða skuldina, ef það aðeins mátti bíða
í nokkur ár.
Ég hafði hert upp hugann og minnst á þetta við kaup-
manninn, en hann tók því með skætingi.
Ég vissi vel, að hann ætlaði sér að hagnast á mér.
Hann ætlaði að taka handaverk foreldra minna, breyta
þeim og bylta. Þó voru þau það eina, sem ég átti til
minningar um þau. Hann var ræningi, sem ætlaði að
svipta mig föðurarfinum.
Hérna höfðu pabbi og mamma búið í mörg ár. Hérna
höfðu þau byggt sér heimili, lifað í ást og eindrægni,
alið mig upp og lokað augum tveggja systkina minna í
hinzta sinn. Þessi staður var það eina í heiminum, sem
mér var kært.
Hvað átti svo að verða um mig, þegar búið var að
svipta mig öllu? Átti ég að hrekjast vinalaus og heimilis-
laus um þennan kalda heim? Ég hafði enga landsýn, átti
enga höfn, þar sem hægt var að varpa akkerum í ofviðri
lífsins.
Mér fannst spjótsoddur nísta hjarta mitt og skera
sundur allt það viðkvæmasta og bezta, sem ég átti,
ræturnar og minningarnar, sem tengdar voru við
bernskuheimilið.
Gat ekki maðurinn skilið tilfinningar mínar? Gat
Heima er bezt 193