Heima er bezt - 01.06.1972, Síða 16

Heima er bezt - 01.06.1972, Síða 16
III. Nú skal vikið nokkuð að flugliðinu á Glitfaxa og far- þegunum. Karlmennirnir í áhöfn flugvélarinnar eru að vísu vasklegir menn og gjörfulegir, en þó ber flug- freyjan mjög af. Hún er hávaxin og beinvaxin, bjart- hærð og bláeyg. Býður af sér góðan þokka. Langferðafólkið er tvennar tylftir fullar að með töld- um fararstjóra og matsveini. 16 konur og 9 karlar eða tvær um hvern karl að kalla. Aðeins ein kona gift svo að vitað væri. Hinar allar mannlausar. Þar sem þarna voru samankomnir ferðafélagar, ráðnir í 18 das;a skemmtiferð, aðallega um óbyggðir, var það næsta eðli- legt, að karlmennirnir færu að virða fyrir sér hið fríða kyn. Þrjár af þessum 16 konum voru erlendar, norsk, þýzk og ensk. Þrjár voru stúdentar frá 1953 af kunn- um ættum embættismanna. Enn var ein af spakvitrustu skáldaætt fslands. Önnur af sægarpakyni af Skipaskaga og bar þó eigi brag Ægisdætra. Þrjár voru vestfirzkar, enda áttu þær nokkuð af skaplyndi Auðar Vésteinsdótt- ur. Tvær voru norðlenzkar og ein fædd í Austfirðinga- fjórðungi. Tvær sunnlenzkar. Báru þessar glögg ein- kenni uppruna síns. Eitt höfðu konunar sameigið að einni undanskilinni. Þær voru hárstýfðar eftir tízkunnar tildurkröfum. Ein hafði þó eigi látið skerða hadd sinn. Bar hún fallegar fléttur, er tóku henni niður fyrir mitti. Er hárið fór laust, hrundi það niður um hana eins og „skrautskriður úr skararfjöllum.“ Þótti mörgum unan á að horfa, enda hlaut hún kenn- ingarnafnið Ingibjörg in haddprúða. Þess má geta að þessi kona er Húnvetningur að fæðingu og fóstri. Hún- vetningar og Þingeyingar hafa löngum verið taldir mestir sérvitringar á landi hér. Munu margir fávísir tízkudindlar virða Ingibjörgu til sérvizku ræktarsemi hennar við hár sitt. En ég segi, að hún sverji sig þannig í sitt húnvetnska kreddukyn. Þökk sé henni fyrir það. Fagurt hár hefur frá aldaöðli og fram til inna síðustu tíma verið talin meginpýði hverrar konu og aukið yndis- þokka hennar. Eru enn til í tungunni lýsingarorð, sem lýsa aðdáun á hárprúðum konum. Einu sinni framdi hrekkjóttur strákur í Suður-Þing- eyjarþingi það óþokkabragð að khppa af fléttum hár- prúðrar stúlku. Lagði hún síðan hatur á illræðismann- inn. En nú er öldin önnur. Þegar tízkan heimtar hár kvenna skorið og stýft, heyrist hvorki kjökur eða reiði- stuna af þeirra hálfu. Svo voldug er tízkan. En hversu harðleikin sem tízkan er í garð kvenna, þá getur hún aldrei upprætt kveneðli þeirra. Það er og verður eilíft eins og lífið sjálft. Sjálfsagt hefur einhver tízkuhani í Versölum suður valdið því að hárskurðartízkan var upp tekin. Sá hefði átt skilið eða vera hengdur á hæsta gálga og hataður að eilífu. En þau urðu ekki forlög hans. Samferðakonurnar virtust una sér vel með sinn 196 Heima er bezt drengjakoll, enda eru þær ásjálegar eigi að síður. Það er að segja: Þær eru geðþekkar og fallegar í augum okkar karlmannanna þrátt fyrir hárstýfinguna en ekki vegna hennar. Náttúran hefur gætt konur meiri hárvexti en karla til þess eins að þeim lítist betur á þær. Fagurt hár og vel hirt vekur aðdáun karlmannsins, gjörir konur skáldlegri í augum hans, eins og Ijóðin sýna. En nú á tímum hinnar óþjóðlegu haddstýfingar fýsir engan ást- fanginn mann að greiða konu lokka við Galtará, og því síður við Skeiðará og Jökulsá. Um haddstýfðar konur verður aldrei kveðið: „Falla lausir um ljósan lokkar háls hinn frjálsa.“ Þó er fátt fegurra en að sjá laufvinda leika sér að Ijós- um haddi, er liðast frjálslega um rjóða vanga, bjartan háls og mjúkar herðar. Nú á dögum eru það skáldin ein sem slíkar sýnir sjá og skapa sér þannig unaðsstundir í einrúmi. En svo kunnum vér skapi þessara hárstýfðu kvenna, að þótt þær hefðu haft hárvöxt Hallgerðar Höskulds- dóttur eða Hallgerðar dóttur Tungu-Odds — en þær voru kvenna bezt hærðar í fornum sið — og eigi verið- gjört að fórna þessu höfuðdjásni sínu á fórnarstall tízk- unnar, þá myndu þær aldrei hafa notað hadd sinn ein- vörðungu í möskva fyrir ungan svein heldur í boga- streng honum til handa. Karlmennirnir 9 voru þessir: Páll Arason sveitarstjóri, 6 ungir menn úr Reykjavík! Þar af einn matsveinn, og 2 mammons-þjónar úr Arnessþingi. Með þessa sveit manna, 16 konur og 8 sveina, lagði Páll á öræfin. Var liðið all vel búið að klæðum og hið vígalegasta, einkum konurnar. Hvar sem Páll fór um sveitir undruðust menn, hvílíku kvennavali hann hafði á að skipa og dáðust að kvennhylli hans. IV. Öræfin eru sérkennileg byggð, umlukin torfærum á alla vegu. Sá er þangað kemur svífandi í flugvél fær glögga yfirsýn um legu sveitarinnar undir vestur- og austurhlíðum Öræfajökuls, milh Skeiðarársands að vest- an og Breiðármerkursands að austan. Fyrir landi er hafs- megin mikið. Ströndin löng og hafnlaus. Úthafsaldan hvítfext himinglæfa æðir þar að landi og hefur löngum búið sjómönnum grand, bæði hérlendum og erlendum. Að baki þruma hin þrúðgu fjöll. Þau eru í senn hlífi- skjöldur og ógnavaldur. Skjól og veðursæld er mikil undir þessum háu hlíðum. En skriðjöklar ganga milh fellanna niður á sléttlendið og læsa heljarhrömmum sín- um um bændabýli og blómlega byggð. í annálum er þess getið, að jökulhlaup hafi drepið menn og fénað og eytt gróðurlönd í Öræfum. Sú hætta er jafnan yfirvof- andi, því að „eldur býr í ógnardjúpi undir köldum jökulhjúpi.“

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.