Heima er bezt - 01.06.1972, Page 19

Heima er bezt - 01.06.1972, Page 19
GÓUSNJÓR. Góa kerlingin stendur í stórþvotti í norðrinu, strengir snúruna þvert yfir fjarðarmynnið, hengir upp línið, og hugsar sér gott til þerris. Og stormurinn kemur, sterklega þrífur í línið, slítur það niður og feykir því yfir landið, breiðir þar úr því brimhvítu og köldu og þekur landið. UTAN MÚRSINS. Að þagnarmúr þíns hjarta hið þunga næturhróp brýst í brjóst þitt inn. En þarna lokast leiðin. Hljóðöldur þess hrökkva af hjartamúrnum köldum, í hugans myrkur sökkva. Þarna lokast leiðin, leiðin eina og nú og hér ég hlýt að spyrja: Hjarta hví slær þú? RISALEIKUR. FYRSTI GANGNADAGSMORGUNN. Klukk, klukk segja stórveldin og sprenging hlustir sker. Septemberstormurinn strauk yfir landið í nótt styrkri hendi og bældi fölnandi stráin, en lygndi undir morgun og lognið var svalt og hljótt. Litverp í dögun og þögul er Heimabláin. Rammur reykjarþefur um heimsbyggðina fer. Gjörla finn ég blóðkeiminn í vitum mér. Úr hálfgrónum torfflögum fífudúnn fokinn er, fallinn til jarðar um þýfi og leirrunnar keldur, stelkurinn floginn. Nú finn ég í vitum mér fölvans keim og þarf ekki að spyrja hver sig hniprar til stökks né hverjum dómur er felldur. HAUSTKVÖLD VIÐ HLÍÐINA. Nú stendur þú í haustsins köldu kyrrð kvíðalaus í rauðu brúðarskarti og bíður hans er þráða göngu þreytir þögla dali, brattar heiðar, fjöll. Bíður ein og einskis framar spyrð. Fegurð þín var aldrei áður slík. Æska vorsins, sumarkætin öll þokað hafa fyrir ró og festu hins fulla þroska, enginn grunur framar, aðeins vissa, ástin mild og rík. Og fótatak hans nálgast norðan fjöll. í nótt mun hann hengja kristalsdjásn og perlur hjá lind og veisu í þínum breiða barmi og brúðarslæðu á herðar þínar leggja: mjúka, hreina haustsins fyrstu mjöll. Heima er bezt 199

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.