Heima er bezt - 01.06.1972, Side 20
TDraumur eha veruleiki?
Við lauslega athugun á stúdentspróftöflum virðast
mér stúlkurnar vera rneiri námsmenn en piltar, þegar á
heildina er litið, og munurinn eykzt ár frá ári. Ef þetta
er rétt, mætti segja, að þær væru iðnari og samvizku-
samari.
Bezt er að taka fram, að próf segja ekki allt, eru þó
eini mælikvarðinn á kunnáttu námsefnis. Líka mætti
hugsa sér, að piltar veldu þyngra námsefni. Svo mun
þó ekki vera. Það er nokkuð jafnt á bæði kynin. Hitt
veit ég, að piltarnir eru miklu meira áberandi í margs
konar félagsmálastússi skólanna, sem orðið er talsvert
og hlýtur að taka mikinn tíma, nokkrir eru önnum
kafnir við að frelsa heiminn samhliða vikulegri skemmt-
unargleði. Við gætum þess vel, að æsku okkar skorti
ekki peninga, því íslendingar voru eitt sinn fátæk þjóð.
Ef hún vinnur ekki fyrir þeim sjálf, mokum við þeim
bara í hana, án þess að hugsa hið minnsta urn afleiðing-
arnar, kaupum hana jafnvel af okkur til að hafa frið.
Það skyldi þó aldrei vera, að námsiðni stúlknanna staf-
aði af því, að þær væru yfirleitt fúsari að beygja sig
undir þann litla aga, sem krafizt er af námsfólki, og er
raunar forsenda þess, að einhver árangur náist?
Agi, sagði ég. Þar nefndi ég orð, sem mörgum finnst
alveg voðalegt og jaðra við frelsisskerðingu, auk þess að
vera hlægilegt á þessum tíma hins mikla jöfnuðar. Brosið
myndi enn breikka ef ég tæki mér í munn orðið virð-
ing og það að bera virðingu fyrir einhverju og einhverj-
um. Svoleiðis hugsandi karlhólkar væru betur komnir
undir græna torfu. Og björgin myndu klofna af hlátra-
sköllum ef ég talaði bara um virðingu fyrir sjálfum sér
og því, sem maður væri að gera. Enda ekki að marka,
ég er orðinn svo ruglaður í öllu auglýsingaflóðinu, að
ég kaupi þvottaduft í staðinn fyrir ostbita, ef fyrr-
nefnda auglýsingin er tuldruð oftar. Og við lá, að ég
legði bílnum mínum, þegar mér var sagt, að vélin í
honum hefði eðlishvatir, svo var tekið til orða. Úr því
svo var komið, var ómögulegt að vita upp á hverju hann
fyndi. Hvatir geta leitt til svo margs.
Já, það er satt, sennilega er ég forneskja úr því mér
finnst orðið agi ekkert gamaldags, — og púkó að rugla
þyí ekki saman við ofstjórn.
Ég er ekkert á móti því að láta mér líða vel, t. d. við
vinnuna. En hvemig yrði bragurinn á þeim vinnustað,
þar sem allir teldu sig hafa mest vitið á hlutunum og
væru jafn frekir, vildu allir ráða? Ég mundi frekar ger-
ast hippi en vinna á slíkum stað.
Skólarnir eru ekkert annað en vinnustaður, þar sem
töluverð vinna á að fara fram, nóg fyrir meðal ungling.
Vel kann að vera, að þrekmikill og andlega vel búinn
slöttólfur geti vafstrað í flestu, sem hugurinn girnist,
án þess það bitni á náminu, en obbinri getur það ekki.
Nú ertu anzi harður við skinnin, munu einhverjir
segja. Nei, það finnst mér ekki. I rauninni er ég að leika
við þau eins og allir aðrir. Ég á minn hlut í sjónarspili
frá barnaskólaárum til stúdentsprófs, og ég hef ekki
einu sinni gefið mér tíma til að hengja bleyjuna til þerr-
is, hvað þá að þurrka talkúmið af bossanum. Ég gæti
meira að segja hugsað mér að taka þátt í því að leika
við þau í kirkjunni, því annars neita þau að koma þang-
að. Og meira hef ég gert, ég hef ýtt undir sérfræðina,
því nú á dögum er allt sérfræði. Stundum læðist að
mér sá grunur, að sumt af því, sem það heiti ber, sé
ekki annað en það, sem nefnt var almenn skynsemi. Sér-
fræði skapar sérfræðinga, og þeir segja: allt skal jafnt;
við gerum alla að stúdentum og gerum það próf að
lyldi flestra annarra starfa á þessu landi. Þar með er
mörkuð leið frá fornri dáð, sem við þó óðfluga stefnd-
um að og var einu sinni talinn bezti skólinn, að vega
fólk og salta kýrkjöt á Englands- og írlandsströndum.
Gæta verður þess vel, að stúdentsprófið verði ekki
forréttindi, því skal taka af einkunn þess duglega og
bæta við hinn laka, því aðalatriðið er að ná prófi. Helzt
verður að afnema alla einkunnagjöf, þá er allur þessi
hlægilegi munur horfinn og ég fæ stúdentstitilinn, rétt
eins og lán úr lífeyrissj óðí. Þeir sem hugsa öðru vísi
skilja ekki jafn fín orð og firring, kerfi, o. fl. þ. h.
Allt skal jafnt. Ég vil hafa rétt til að þræta við kenn-
arann um námsefnið, og mér er alveg sama, þótt hann
hafi varið mestum hluta ævi sinnar í að nema fræðin.
Vilji hann halda sönsum, er bezt fyrir hann að líta á
starf sitt sem kolamokstur, ella verður hann skammaður
í skólablaðinu, jibbi, jibbi, je, hey.
Ef einhver gæi ætlar að taka upp á jafn borgaralegum
hugsunarhætti og að skara fram úr í einhverjum fögum,
skal talað við hann með tveim hrútshornum. Og ef
skvísurnar eru með eitthvert metnaðarbrölt, eins og hef-
ur sýnt sig, er einfalt ráð við því. Bara binda trúss sitt
við þær, þá hætta þær, jafnvel vinna fyrir mér, og þá
hafa rauðsokkurnar sko eitthvað að tala um.
Hvað er hjúkrunarkona án stúdentsprófs? Sú kona
kann ekki að meðhöndla bekkenið rétt. Éða ljósmóðirin?
Hún getur sko ekki reiknað út hvenær barnið kemur.
200 Heima er bezt