Heima er bezt - 01.06.1972, Side 22
við dyggilega eftir þjóðsögunni, sem ég tilfærði hér að
ofan, og tætlum hrosshárið okkar.
E. E.
Lei&rétting
í síðasta maíblaði Heima er bezt, bls. 163 í greininni
„A leggjum Bíldsá brýtur" hefur orðið rughngur á
efnisniðurröðun. Síðasta málsgreinin í fremra dálki
(næst á undan vísunum) á að færast á aftari dálk, en
fyrsta málsgrein á eftir vísunum, sem byrjar þannig:
„Áð er við tæra lækjarsytru" o. s. frv., kemur í hinnar
stað, næst á undan vísunum.
Þá hefur orðið brengl á 3. vísu. Rétt er hún þannig:
Svo hleypum við í hlaðið
og hestum sprettum af.
Nú helgarleyfi er hafið
hér á Sörlastað.
^— =5 - (■H - * - - "■ i
\-m — «1
mkv DÆGURLAGA^ áttUKÍHH
Ætli við byrjum ekki þennan júníþátt á nokkrum
dægurlögum unga fólksins, og fyrsti textinn verður eftir
hinn vinsæla Björgvin Halldórsson og lagið er víst líka
eftir hann.
HORFÐU
Horfðu á lítið barn, sem leikur sér,
í einfaldleika sínum hreykir sér.
Skalt þú minnast?
Skalt þú gleyma?
Viðlag:
La—la—la—la—la—Ia—la
Horfðu á tunglið, horfðu á stjömurnar.
Sjáðu himinhvolfið gleypa þig.
Skalt þú eflast?
Skalt þú hörfa?
Þú hugsar um þitt draumaríki.
Þú kallar, en færð ekkert svar.
Ég sé þig líða langt í burtu
frá mér og frá sjálfum þér.
Þú hugsar um þitt draumaríki.
Þú lifir í draumi.
Áfram þú gengur, gengur, gengur.
Um næsta texta get ég lítið sagt, en á handritinu fyrir
framan mig stendur, að hann sé fluttur af Hannesi Jóni
Dylan, hvað sem það á nú að merkja, en heitið er
TILEINKUNN
Ég man þig enn, ég man þig enn
klessumálarinn minn,
með litsterkju kringum augun og rauðan blett á kinn.
Tónöldur skoluðu okkur saman á flæðisker,
Það var eitt af þessum kvöldum, sem að kemur bara ög
fer.
Við áttum saman öldudans
í mannhafi eitt sinn,
og hljómlistin og hundafans
heilluðu huga minn.
Svo komstu heim í kjallarann minn, því kitran mín var
tóm.
Ég gaf þér brennivín í kók, en ekki kærleiksblóm.
Ég gaf þér ekkert, en sjálfur tók auðmýkt þína og ást,
og raupaði um sjálfan mig af mælgi, sem ei brást.
En er ég undi ánægður, umkomulaus þú lást,
mér fannst svo óra fjarlægt þá, að hægt væri að þjást.
Þó liðið hafi ótal ár og allt sé orðið breytt,
í gleymskuskógi stendur kvöld svo undarlegt og eitt,
því alltaf birtist þú aftur og herjar huga minn.
Ég man þig, man þig sem klessumálarann minn.
Punktum og basta. Næsti texti mun vera úr hinum
vinsæla söngleik Hárinu, og er saminn eða umsaminn af
Kristjáni Árnasyni. Mörg laganna úr þessum fræga
söngleik eru býsna skemmtileg.
ANDA ÞÚ SKALT
Halló brennnisteinsbræla,
blessuð kolsýringssvæla,
ég finn, ég finn
loft flæða um allt,
djúpt inn
anda þú skalt —
ávallt.
Blóðrás, bullandi af víni;
brjósthol, fyllt níkótíni.
Ég ljúfan ilm, finn
leika um allt,
djúpt inn
þú anda skallt —
ávallt.
Einu sinni minntist ég á hljómsveitina Mána frá Sel-
fossi á þessum síðum og birti frumlega mynd af þeim.
Næstu þrír textar eru í tengslum við þessa hljómsveit.
202
Heima er bezt