Heima er bezt - 01.06.1972, Qupperneq 24
Shady Owens, Engilbert Jensen
og Gunnar Jökull, allt kunnar
íslenzkar poppstjörnur, eins og Jens
Kristján Guðmundsson frá Hrafnhóli
í Skagafirði teiknar þœr.
ur, og úr því þeir bera ekkert skynbragð á þessa hluti,
finnst mér engin skömm að því að leita sér fræðslu um
það. Þeir verða meiri menn að.
Þjóðhátíð í Eyjum er mikil skemmtun og þar fer
margt fram, sem geymist í minni. Mitt álit er þó það, að
varanlegastir verði Þjóðhátíðartextarnir hans Ása í Bæ
við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Næsti texti er einmitt
þjóðhátíðarlag Vestmannaeyinga frá 1961 við texta Ása
og lag Oddgeirs.
SÓLBRÚNIR VANGAR
Sólbrúnir vangar, siglandi ský
og sumar í augum þér.
Angandi gróður, golan hlý
og gleðin í hjarta mér.
Söngur í lofti, sólin skær
og svo eru brosin þín
yndislegri en allt sem grær
og ylmar og hjalar og skín.
Ástin og undrið
æskunnar förunautar;
nemum og njótum
næði meðan gefst.
Látum því daga líða á ný
með ljóð af vörum mér,
sólbrúna vanga, siglandi ský
og sumar í augum þér.
Að lokum birti ég svo texta við gamalt og fallegt lag:
„Love’s old sweet song“ eftir J. L. Molloy. Góð vin-
kona þáttarins, sem sendi ljóðið, veit ekki höfund text-
ans og vill ekki ábyrgjast, að hann sé alveg réttur.
LOFNARMÁL BLÍÐ
Eitt sinn á langa löngu gleymdri öld,
er ljósin himins byrgðu skuggatjöld,
spruttu í brjóstum fyrstu Lofnarljóð,
ljóð, sem að kveiktu fólgna munarglóð.
Og þegar rökkrið lýstu langeldar,
ljóðskáldið fyrsta óf í hendingar.
Menjar mætra stunda
minning húms og báls,
fögnuð ástafunda,
fegurð söngs og máls,
sem í hlátri og harmi
hafa alla tíð
lagt á lýðsins tungu:
:/: Lofnarmál blíð :/:
Ennþá í dag að eyrum vorum ber
ómana fornu, sem að þekkjum vér.
Þreyzt getur fótur, þrotið getur dag,
þá hljóma strengir, undir sólarlag.
Þannig unz hjartans hinzta kulnar glóð,
hugurinn geymir fólgin munaljóð.
Menjar mætra stunda,
minning húms og báls,
fögnuð ástafunda,
fegurð söngs og máls,
sem í hlátri og harmi
hafa alla tíð
lagt á lýðsins tungu:
:/: Lofnarmál blíð :/:
Lofn = ástargyðja; menjar = léifar, vottur um e—ð;
munarglóð = ástareldur.
Fleiri Ijóð birtast ekki að sinni. — Kær kveðja. — E. E.
BRÉFASKIPTI
Þuríður Osk Gunnarsdóttir, Núpl, Djúpavogi, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 9—10 ára.
Ásgerður Jóhannesdóttir, Barónsstíg 11, Reykjavík, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum ló—17 ára.
Jóhanna Jóhannesdóttir, Barónsstíg 11, Reykjavík, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—18 ára.
Arnleif Gunnarsdóttir, Mói, Dalvík, óskar eftir bréfaskiptum
við pilta og stúlkur á aldrinum 15—17 ára.
Sigríður Helgadóttir, Alviðru, Dýrafirði, óskar eftir bréfa-
skiptum við stelpur og stráka á aldrinum 14—15 áa. Mynd fylgi
fyrsta bréfi.
204 Heima er bezt