Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 25
JÓN KR.ÍSFELD GAMALL MAÐUR OG GANGASTÚLKA NIÐURLAG Lesendur eru beðnir velvirðingar á slæmum mistök- um er urðu- við prentun maí-blaðsins, en þá féll niður kafli af framhaldssögunni. Hér birtist nú niðurlag sögunnar í heild og hefst hún þar sem frá var horfið í apríl-blaðinu. Skipið fjarlægðist óðum bryggjuna. Fólkið virtist smá minnka, eftir því sem fjarlægðin jókst. Þegar ekki var lengur hægt að greina fólkið á bryggjunni, nema eins og litla þúst, sneri gangastúlkan sér að gamla manninum og sagði: „Þá erum við nú lögð upp í langferðina. Annars ættum við kannski heldur að segja, að við værum lögð af stað í leitarferð. Mikið er ég búin að biðja Guð um að þessi ferð okkar heppnist farsællega.“ Hún talaði í lágum hljóðum, því að skammt frá þeim stóð fólk, sem hún kærði sig ekkert um að heyrði, hvað hún sagði. „Já, ég hef líka beðið hann þess sarna. Og ég veit, að hann muni heyra bænirnar okkar og bænheyra okkur. — En nú er hérna talsverður svali. Við ætt- um að koma inn í reyksalinn. — Ja, annars er lík- lega bezt að fara niður í klefana og losa sig við yfir- hafnirnar." „Já. Ég er með ægilega myndarlegri konu í klefa. Hún er afskaplega þögul. Ég er viss um, að það amar eitthvað að henni. Mig langar mikið til þess að skemmta henni eða að minnsta kosti dreifa áhyggjum hennar.“ „Ég er með ungum verzlunarmanni í klefa. Ég held að það geti orðið skemmtilegur ferðafélagi. Já, ferðin var hafin. En hvernig myndi henni lykta? hugsaði gamli maðurinn um leið og þau gengu niður í farþegarýmið. 16. kafli. Kærkomið sendibréf. „Álasundi, 19. maí. Elsku mamma og pabbi. Komið þið blessuð og sæl. Þá erum við kom- in hingað. Þetta er nú orðið meira ferðalagið. Við komum til Björgvinjar í fyrradag. Þar gist- um við svo. Það var einmitt þjóðhátíðardagur Norðmanna, þegar við komum. Þó að við kæm- um löngu eftir hádegið, sáum við mikið af há- tíðahöldum. Það var alveg dásamlegt. Ég varð bókstaflega hrifin. Svo var veðrið yndislegt. Hér er bara komið sumar í samanburði við það heima á íslandi. — Ja, hátíðahöldin hjá Norð- mönnunum eru ekki nærri því eins og hátíða- höldin 17. júní hjá okkur heima á íslandi. Fólkið er auðvitað í sannköiluðu hátíðaskapi. En samt finnur maður greinilega, að djúp alvara er á bak við gleðina. Maður verður lítið sem ekkert var við drykkjuskap, enda litið á slíkt sem hátíðaspjöll. Ærsl og ólæti urðum við alls ekki vör við. Fólkið var sem sagt að halda þjóðhátíð. Við komum hingað til Álasunds í gær í ein- staklega dásamlegu veðri. Flugvélin settist á eyju, sem heitir víst Vigra. Þaðan urðum við svo fyrst að fara með áætlunarbíl, en svo með bílaferju, sem er eitt það skrítnasta skip, senr ég hef nokkurn tíma séð á ævi minni. Við fengum hérna gistingu á gistihúsi, sem þeir kalla „Hospits". Það er snyrtilegt og rólegt hér. Ég er ein á herbergi. „Afi“ hefir herbergi á hæðinni hér fyrir neðan. Hann er búinn að vera úti í morgun. Hann er að spyrjast fyrir um Heima er bezt 205

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.