Heima er bezt - 01.06.1972, Qupperneq 34
unga stúlkan við sig, kippti í handlegg gamla
mannsins og sagði með undrun og aðdáun:
„Ne-ei. Þetta þekki ég af myndum. Þetta er Ráð-
hússtorgið og þarna er ráðhúsið fræga.“
, Já, það er rétt,“ svaraði gamli maðurinn.
Þó að þau hefðu aðeins knappan tíma til þess að
litast um í þessari stórborg, var það ótrúlega mikið,
sem gamla manninum tókst að sýna gangastúlkunni
af því sem markverðast var þarna í námunda við
Ráðhússtorgið.
Fyrr en varði var tíminn þrotinn og ekki um
annað að gera en flýta sér til flugvallarins. Þar var
farangurinn vigtaður, farseðlar áritaðir og afhent
útgönguspjöld.
Á tilsettum tíma hóf þotan sig á loft og bókstaf-
lega þaut áfram. Hærra og hærra var stefnt. Flug-
þerna tilkynnti, hver væri flugstjóri, hversu hátt
yrði flogið, komið yrði við á flugvellinum í Glasgow
og fleira.
„Á heimleið! Á heimleið! Á leiðinni heim,“
hljómaði fyrir eyrum ungu stúlkunnar. Það var
samt enginn, sem sagði þessi orð, heldur hugur
hennar sjálfrar, sem bergmálaði í hljómlausum orð-
um dulúðuga þrá eftir því að koma heim.
Á Glasgow-flugvellinum var stutt viðstaða. Þar
keypti gamli maðurinn talsvert af sælgæti og minja-
gripum, sem hann sagðist ætla að bæta upp með
þær gjafir, sem hann hefði keypt í Noregi. Ganga-
stúlkan fór að dæmi hans, þó að í mun minni stíl
væri.
Flugvélin hóf sig til flugs yfir blómlegar byggðir,
hæðir og dali. Loks var lagt út yfir hafið — yfir haf-
ið — og heim. Veitingarnar í þessari íslenzku þotu
voru rausnarlegar og bornar fram af þjálfuðum
þernum, sem auðsýndu farþegunum vinhlýja af-
greiðslu.
Svo kom tilkynningin um, að innan stundar yrði
lent á Keflavíkurflugvelli.
Já, þarna var ísland, traust og öruggt, líkt og það
biði með eftirvæntingu ferðalanganna, sem voru að
koma heim. En gífurlegur munur var á því, hversu
það var hrjóstugra yfir að líta en Danmörk og Skot-
land. Samt vissu íslendingarnir, sem nú voru á
heimleið, að gróðurblettir landsins geta veitt að-
stöðu til aukins landbúnaðar í stórum stíl og eru
því einskonar forðabúr landbúnaðarins.
„Jæja, þá erum við nú komin heim til gamla
íslands," sagði gamli maðurinn og brosti til ganga-
stúlkunnar, sem leit upp við orð hans. Hún brosti,
kinkaði kolli og sagði:
„Það tekur vel á móti okkur, blessað landið
okkar."
20. kafli.
Sólhýr sumardagur.
„Þá eru þau nú komin úr sinni löngu reisu,“
sagði gamall maður, sem gekk með eldri manni eft-
ir gangstíg í trjágarðinum hjá FRIÐHEIMI.
„Ha? Hver kom?“ spurði hinn, setti höndina að
eyranum og myndaði hálf-tregt með henni við eyr-
að, ef ske kynni, að hann heyrði betur.
„Ég sagði, að þau væru komin heim hingað gamli
maðurinn og gangastúlkan,“ sagði hinn. Hann var
nokkru hærri vexti og varð því að halla sér ofur-
lítið til þess að geta talað beint í hálf-tregtina.
„Já, þau eru komin. Og ferðin hafðí gengið þeim
giftusamlega, heyri ég sagt,“ svaraði hinn með
veikri, mjógerðri rödd, sem var að öðru leyti ákaf-
lega máttlítil.
„Já, mér skilst að þau hafi fundið þennan strák,
sem þau fóru að leita að. Ja, það er ekki öll vitleys-
an eins. Ég held að þeim peningum hefði mátt eyða
til annars nytsamara en að elta strákinn, sem auð-
vítað vill ekkert með stelpuna hafa,“ sagði sá stærri.
Sá veikróma virtist nú heyra vel, því að hann
svaraði, án þess að hvá:
„Ég held að blessaðri stúlkunni hljóti að þykja
fjarskalega vænt um piltinn sinn. Og þá finnst mér
fallega gert af gamla manninum að hjálpa henni til
að finna hann. Ég leyfi mér að efast um, að þeim
peningum hafi verið varið illa, sem fóru í það
ferðalag,“ Hann ræskti sig og dró svo djúpt andann,
eins og hann hefði misst af andardrætti við ræsk-
inguna.
Skammt frá gömlu mönnunum sátu þrjár gamlar
konur á bekk og nutu sólhitaðrar lognblíðunnar.
„Þau eru víst búin að skemmta sér heldur hressi-
lega, gamli maðurinn á 37 og gangastúlkan,“ sagði
konan, sem sat á vesturenda bekksins.
„Ég held að þeim væri það ekki of gott, greyjun-
um, fyrst þau hafa peninga til þess. — En það er
eitt, sem ég kann ekki við og það er aldursmunur-
inn á þeim. Mér finnst hann vera alltof mikill,"
sagði konan á austurenda bekksins.
„Ég hefi heyrt, að þetta hafi ekki verið nein
skemmtiferð, heldur hafi þau verið að reyna að hafa
upp á unnusta stúlkunnar. Hann hafði stungið af
út í lönd frá henni. Gamli maðurinn fór svo að
hjálpa til að finna hann. O-já, þetta hefi ég eftir
góðum heimildum," sagði konan, sem sat hér um
bil á miðjum bekknum milli hinna.
„Ég heyrði þetta nú líka. En það hefir alls konar
afsakanir þetta fólk. Þetta lítur svo sem nógu vel
214 Heima er bezt