Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1976, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.05.1976, Qupperneq 15
JON KR. KRISTJANSSON ENDURSEGIR: MARCELLO HAUGEN Maéurinn með sjötta skilningarvitið A rið 1850 var sígaunaflokkur á leið til vormarkaðar /\ í Kongsberg í Noregi. Kvöld eitt í illviðri / leitaði hann sér gistingar á bóndabæ þar í grenndinni og fékk vinnumannaskálann til íbúðar. Þegar hópurinn var brott að morgni, fannst þar í rúmi á að giska tveggja mánaða sveinbarn, er skilið hafði verið eftir. Drengur þessi var tekinn til fósturs og skírður Thoreas. Hann var dökkur á hörund, eink- ar snotur og geðfelldur í viðbúð, en bar glögg einkenni suðrænna ættmenna í lundarfari og breytni. Reglusamt líf og starf var ekki samkvæmt hans eðh, og hann þoldi illa námuvinnuna, sem varð hlutskipti hans. Ungur giftist hann stúlku að nafni Elín María Mika- elsdóttir, og eignuðust þau níu börn. Meðal þeirra var drengur, fæddur 1878, sem hlaut nafnið Martin Mikael Hansen Haugen, og er hann söguhetja þessa þáttar. Martin litli var ákaflega viðkvæmur. Meðal annars þoldi hann allan óvæntan hávaða mjög illa. Þá varð hann miður sín og hrópaði í ákafa: „Ég vil ekki vera hér lengur. Ég vil ekki vera hér lengur.“ Móðir hans gaf honum þá róandi lyf og háttaði hann. Sem fullorð- inn maður lýsti hann því, hvað hann á slíkum stundum hefði ákaft þráð að hverfa til þeirrar tilveru, sem hon- um fannst hann hafa áður átt. Eitt sinn talaði hann um „stjörnuhimininn í höfði manna.“ Móðir hans gerðist áhyggjufull og hugði hann ekki hcilbrigðan, en faðirinn skildi drenginn sinn betur og létti honum margar erfiðar stundir. Yngri systir Martins, Inga, var flogaveik, og varð hann oft í fjarveru móður þeirra að liðsinna henni. Þá varð hann þess vís, að þegar hann snerti hana í því ástandi, var sem frá honum legði straum, sem róaði hana, og smátt og smátt læknaðist hún að fullu. Eitt sinn, er hann, lítill drengur, var úti með móður sinni, námu þau staðar þar, sem verið var að járna hest. Skyndilega sá hann fyrir sér, er hann horfði á járninga- manninn tálga hófinn, að hann mundi fara of djúpt og særa hestinn. Hann fylltist skelfingu, og var sem hann lifði sjálfur allan þann sársauka, er hesturinn mundi líða. Hann sagði móður sinni frá þessu, og ótti hennar vakn- aði á ný. Sjálf var hún rólynd og sterk að eðli. í hennar augum gilti að vera raunsæ og skyldurækin og bugast ekki í lífsbaráttunni. Ungur hóf Martin Mikael nám í barnaskóla. Ekki fór hjá því að bekkjarbræður hans, með þá næmu eftir- tekt og það hlífðarleysi, sem stundum einkennir þetta aldursskeið, gerðu sér ljós afbrigði hans í útliti og eðli, og hlífðust lítt við. Þeir kölluðu hann Mikka. Mikki þýðir refur, og sjálfsagt var að gera aðsúg að honum. Hann var því á stöðugum flótta. Eitt sinn á götu sá hann stóran drengjahóp framundan. Engin tök voru á að snúa við, og hugur hans fylltist sterkri þrá eftir ná- lægð föður síns og vernd hans á þessari stundu. Undrun hans varð mikil, þegar hann nálgaðist drengina, og þeir, í stað þess að ráðast á hann, viku til hliðar og heils- uðu ofurlítið vandræðalegir. Þegar hann var kominn framhjá og áræddi að líta við, heyrði hann einn þeirra spyrja undrandi: „Hvað varð af sígaunanum?“ Skyndi- lega varð honum ljóst, hvað hafði skeð: Hann hafði valdið sjónhverfingu og villt drengjunum sýn. Heitt andvarp hans hafði kallað fram mynd föðurins fyrir augum þeirra. Hann sagði föður sínum frá dularreynslu sinni. Thoreas var börnum sínum ávallt innilegur og nærgætinn. Nú tók hann drenginn við hönd sér og gerði honum ljóst, að honum mundi hafa hlotnast fá- gætir hæfileikar, sem stundum gerðu vart við sig hjá einstaklingum meðal sígauna. Þeir hæfileikar væru náð- argjöf, sem ábyrgð fylgdi og ekki bæri að hafa mjög í hámæli. Hið nána og mikilsverða samband þeirra feðga varaði ekki lengi. Þegar Martin var tólf ára lést faðir hans af afleiðingum áfalla, er hann varð fyrir í námuvinnunni. „Hann sleit kröftum sínum til fulls fyrir okkur,“ mælti Haugen síðar, er hann minntist föður síns. Lík hans var flutt til kapellu í grenndinni og látið standa þar uppi. Fyrst, um nætur, laumaðist Martin að heiman og sat á kapellutröppunum, svo að faðir hans skyldi ekki vera þar einn. II. Fjölskyldunnar biðu erfiðir tímar. Móðirin þurfti að taka á öllu sínu, og hún gerði það. Aldrei skyldi verða leitað á náðir sveitarinnar. Hún sagði við eldri börnin: „Nú eigum við engan mat. Þið verðið að biðja um vinnu. Biðjið ekki um brauð. Ef þið fáið ekki vinnu, Heivia er bezt 159

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.