Heima er bezt - 01.05.1976, Side 26
og unnt er, þótt hann hins vegar smái ekki flatbrauðs-
diskinn. Af og til skotrar hann augunum til pokans bak
við stofuhurðina, eða stelst til að líta til bræðranna;
honum sýnist þeir býsna kankvísir á svipinn, eins og
þeim finnist eitthvað kátlegt.
„Kannske húsbóndinn leyfi, að ég leysi frá pokan-
um?“ spyr Brandur, þegar lokið hefir verið úr fyrstu
bollunum; hann veit af reynslu, að nú er rétta augna-
blikið.
„Já, láttu okkur bara sjá, hvað þú ert með,“ segir Ás-
valdur glaðlega; „þó að við höfum engin efni á að kaupa
bækur.“
„Nei, þið ættuð heldur að fá ykkur einhverja flík,“
leggur Halla til málanna, um leið og hún kemur inn
með rjúkandi kaffi. „Það er nóg af bókum hér á Fossi
— og skotvopnum.“ Þetta er hún vön að segja, í hvert
skipti sem Brandur kemur; og samt er það kannske ein-
mitt hún, sem með sjálfri sér — feðganna vegna — er
ánægðust yfir komu hans.
En farandsalinn er þegar kominn fram að dyrum og
stendur hálfboginn yfir poka sínum. Af gömlum vana
byrjar hann að andvarpa, á meðan hann tekur bækurn-
ar upp eina og eina og sýnir þær, síðan leggur hann
þær gætilega frá sér á stól. Bræðurnir eru líka staðnir
upp og skoða varninginn af áhuga. Ásvaldur einn er
kyrr í sæti sínu.
„Drekkið þið kaffið ykkar fyrst, svo það kólni ekki,“
segir móðir þeirra. En synirnir eru of önnum kafnir til
að gefa áminningum hennar gaum. Brátt eru þeir búnir
að yfirfara allar bækurnar.
„Hvað kostar þessi?“ spyr Grímur og hampar notaðri
reikningsbók. Það lifnar yfir Brandi, sem var bvrjaður
að ganga eins og allur í sig við horfurnar á, að hann
kæmi engu út á sjálfu bókaheimilinu Fossi.
„Hún kostar aðeins litlar tvær krónur,“ svarar hann,
„og ég tók hana eingöngu með til þess að sýna ykkur
— sem ég veit eruð menntafólk. Þetta er sú albezta
reikningsbók, sem til er.“
„Helgi,“ segir Grímur, án þess að veita orðaflaumi
farandsalans frekari athygli, „ætti ég að kaupa hana
núna? Það er sú, sem notuð er í Samvinnuskólanum.“
Bræðurnir ganga út að glugganum og fletta bókinni í
ákafa.
En nú er þolinmæði Ásvaldar skyndilega á þrotum.
Honum fellur aldrei, þegar drengirnir fara að tala sam-
an eingöngu sín á milli.
„Það verður ekki miklu komið í verk hjá okkur í
dag,“ segir hann og stendur upp frá borðinu; „áfallið
er þornað, áður en þið eruð búnir að taka ykkur til —
og hvar er Þorvarður? 'Ætli hann kúri ennþá undir
sænginni?“
„Nei, hann var kominn á fætur,“ svara bræðurnir og
flýta sér að borga Brandi bókina. Ásvaldur þrífur prik,
sem liggur á gólfinu, og bankar nokkur högg í loftið
með því, jafnframt sem hann kallar á son sinn. En það
heyrist ekkert svar.
„Þorvarður! Þorvarður! Ertu ákveðinn í að liggja í
bólinu í dag?“
Ekkert svar. Að síðustu verður Ásvaldur að leggja
prikið frá sér. Nú er farið að þykkna í honum fyrir
alvöru. Þá kemur Þorvarður í dyrnar og býður góðan
daginn.
„Þú feð þér svei mér ekki óðslega á morgnana,“ segir
Ásvaldur reiðilega; „hallar þér bara á vangann, eftir að
bræður þínir eru farnir.“
„En klukkan er ekki nema hálf-átta ennþá, pabbi,“
svarar Þorvarður, og það kennir titrings í rómnum.
„Nú — ekki það!“ Ásvaldur þýtur upp (en úr hans
er alltaf einum tíma á undan). „Já, þú vildir auðvitað
helzt liggja fyrir allan daginn, og láta færa þér mál-
tíðirnar í rúmið, það myndi henta þér vel...“ 1 æsingu
sinni verður honum á að stjaka við stólnum með bók-
um farandsalans, svo að allur staflinn hrynur niður á
gólf.
„Ég skal...,“ segir Brandur auðmjúklega og beygir
sig niðtu: til þess að tína bækurnar saman. Hann sér, að
ekkert muni hægt að gera meir, fyrst bóndinn er orðinn
fokvondur. En Ásvaldur heldur áfram þrumunni við
son sinn:
„Þú verður aldrei að manni... þú hefur ekki áhuga
á nokkrum sköpuðum hlut... að minnsta kosti ekki
vinnunni... að sitja og húka úti í horni, þar sem þú
þarft ekki að hreyfa þig, það er yndi þitt.“ Því næst
þrífur faðirinn hatt sinn utan við sig og snarast út úr
dyrunum.
Nokkrum augnablikum síðar eru bræðurnir þrír á
leiðinni út á tún með orf sín. Þeir eldri tala saman í
ákafa. En Þorvarður er spottakorn á eftir; í svip hans
vottar fyrir þvermóðsku.
Heiðblár himinninn hvelfist yfir dalinn, og sólin skín
eins og áður. Tvær mjallahvítar kindur koma rambandi
niður grýttan ásinn vestan bæjarins, sú þriðja jarmar
aumkunarlega einhvers staðar í fjarska. Það leggur
hressandi ilm frá heysátunum, þegar drengirnir fara
um. Sá gamli er nýbúinn að koma þar og hrófla við
þeim um leið og hann gekk fram hjá. Innan skamms
munu þeir breiða þær á völlinn.
En eftir mjórri götunni, sem liggur frá bænum niður
að ánni, labbar Brandur og talar við sjálfan sig í lágum
hljóðum:
„ — En hvað hann gat orðið vondur. Gott, að þeir
voru búnir að kaupa bókina áður....“
Enn hvílir pokinn þungt á herðum litla mannsins. En
hann er ánægður yfir að hafa þó komið út einni bók
og hafa fengið kaffi. Þar að auki er í bókapokanum
hans lítill böggull, sem húsmóðirin á Fossi rétti hon-
um, þegar hann fór. — Hvað skyldi það vera, sem hún
hefur skenkt, konan? ... Brandur er varla kominn út
fyrir túngarðinn, fyrr en hann sezt niður og ranghverfir
skjóðuopinu.
Fjórar þykkar flatbrauðssneiðar með smjöri og dilka-
kjöti á milli! Ekki sem verst! Bara þær væru svona ör-
látar á öllum bæjum, húsfreyjurnar. En nú ætlar hann
næst að koma að Hrauni — Sléttu og hreppstjórasetr-
inu Sunnuhvoli; og halda síðan til baka út dalinn hinum
megin árinnar.
170 Heima er bezt