Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 4
UNA Þ. ÁRNADÓTTIR: Söngvamál Jólasaga Margir telja að Laufeyri sé fegursti bær á Norðurlandi og jafnvel þótt víðar sé leitað. Og þeir hafa mikið til síns máls. Bæjarstæðið er fallegt, fögur fjallasýn og umhverfi, smekklegar byggingar og gott skipulag og síðast en ekki síst skrúð- garðar og trjágróður sem er dýrlega fagur á sumrin. Jafn- vel í svartasta skammdeginu er prýði að trjágróðrinum, því að mörg sígræn grenitré eru nú skreytt með marglitum rafljósum. Jólin eru að nálgast. Búðargluggarnir eru upp- ljómaðir og fullir af allskonar glingri og skrauti. Gluggar íbúðarhúsanna eru sumir hverjir uppljóm- aðir, en göturnar eru næstum mannlausar. Klukkan er langt gengin í ellefu, búðimar voru opnar í dag til klukkan tíu, en á morgun er Þorláksdagur og þá eru þær opnar til tólf. Við eina fjölförnustu götuna stendur stórt og fallegt hús, með glæsilegum búðargluggum á neðstu hæð og skreytta glugga og falleg gluggatjöld á tveimur efri hæðunum. Feikna stórt og fallegt, upp- ljómað grenitré stendur hjá garðshliðinu. Maður kemur gangandi eftir götunni, hann er í þykkum vetrarfrakka og með loðhúfu. Hann staðnæmist hjá trénu, stendur um stund og horfir á húsið, samt ekki búðargluggana, svo gengur hann dálítinn spöl, snýr þá við og gengur að húsinu og stansar hjá hliðinu, heldur svo áfram og kemur aftur. Þetta endurtekur sig nokkrum sinnum. Tveir kvenmenn ganga fram- hjá hlæjandi og masandi. „Það er lítið um jólasnjóinn núna,“ segir önnur. „Kannske hann fari að koma,“ segir hin, það er mál til komið, maður hefur varla séð snjó í vetur, nú er sveljandi kalt og skýin eru garraleg, tunglið skín í rosabaug.“ Göngumaðurinn lítur á tunglið í rosabaugnum, það er svo óralangt í burtu, svo horfir hann á húsið sem er rétt hjá honum, hann tautar fyrir munni sér: „Þeir eru farnir að fara til tunglsins, þó að sé langt þangað. Mig langar ekki þangað, þó ég ætti þess kost, en mig langar heim að þessu húsi, en ég veit ekki hvort ég kem mér að því.“ Og hann heldur áfram að rölta. Inni í húsinu er á annarri hæð stór og skrautbúin stofa, snúa gluggarnir að götunni, inn af henni er rúmgott svefnherbergi, með tveimur rúmum. f öðru rúminu liggur gömul kona, rúmfötin eru hvít, nátt- kjóllinn hvítur og hún er hvít fyrir hærum. önnur kona, miðaldra, situr á stól hjá rúmstokknum. Þær eru að spila „marías“. „Nú var ég heppin,“ segir gamla konan, „ég lýsti tromphjónum og laufahjónum og fékk seinasta slag. Nú er best að hætta, það er kominn háttatími. Ég hef af og til í dag verið að hugsa um það sem mig dreymdi í nótt: Mig dreymdi blessaðan drenginn hann Eirík okkar og Fjólu sálugu systur hans og Einar, pabba hennar og svo sá ég líka hann Eirík, fyrri manninn þinn. Ætli það sé ekki fyrir því að við fréttum bráðum látið hans Eiríks okkar?“ „Ekki held ég það,“ segir yngri konan. „Ætli það sé ekki heldur fyrir því að við fáum góðar fréttir af honum, eða kannske hann komi heim, ég veit að hann er hér á landi núna.“ Gamla konan heldur áfram: „Þau voru öll svo glaðleg, Einar hélt í hendina á Fjólu og sagði bros- andi: „Nú koma blessuð jólin og þá verður allt svo gott“.“ „Já, þetta er bara fyrir góðu,“ segir yngri konan, sem heitir Rannveig. Gamla konan heitir Halldóra og er móðir hennar. Nú segir hún: „Hvað er langt síðan hann Eiríkur fór frá okkur?“ „Það eru þrettán ár, það var daginn fyrir Þorláks- dag, það eru rétt þrettán ár síðan,“ svarar Rannveig. „Já, þrettán er ólánstala, ég held að hann komi ekki um þessi jól. Það væri gott að geta gleymt deg- inum þeim þegar hann fór, en það hefur nú ekki tekist til þessa,“ segir Halldóra. 388 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.