Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 21
kl. 3—4 í glampandi sól, en norðan kuldastrekking og
það er kalt. Skólastjórinn, Gunnar Dal, íturvaxið glæsi-
menni, stendur á hlaði úti, fagnar gestum og býður
þá velkomna. Síðan er þeim vísað til herbergja í heima-
vist skólans. Að lokinni snyrtingu er boðið til sameig-
inlegrar kaffidrykkju í borðsal skólans, en að lokum
skyldi staðurinn skoðaður og saga hans sögð. Heima-
vist skólans er mjög stór. í kjallara er eldhús og borð-
salur afar stór, síðan eru nemendaíbúðir á þremur hæð-
um. Herbergin eru mjög rúmgóð fyrir tvo, búin tveim
svefnsófum, skrifborðum, skápum og öllum hreinlætis-
búnaði, svo sem klósett og sturtu, bæði með heitu og
köldu vatni. Byggingin er næstum ný, mjög rúmgóð
og vönduð að sjá. Útsýn til suðurs og austurs er
yndislega fögur. Út um glugga á herbergi 307 blasa
við há fjöll handan Sortlandssunds, þakin snjó sums-
staðar niður undir skógarmörk. Eitt þessara fjalla er
Möysalen 1266 metra hátt, eitt af hæstu fjöllum Nor-
egs. Greinilegt er að skógur og annar gróður virðist
eiga erfiðara uppdráttar norðan og vestan á eyjunni
en á henni sunnanverðri. Gróðurbelti mjórri, skógur
gisnari og næstum kyrkingslegur, þó eru undantekn-
ingar á.
Áður en staðið er upp frá borðum, þar sem veitt
var af mikilli rausn og maður fann vináttuyl norska
fólksins streyma til sín, sagði Gunnar Dahl skólastjóri
sögu skólans. Þetta er ung stofnun, baráttumaður fyr-
ir stofnun hans og fyrsti skólastjóri var Einar Nyberg
sem hóf hér kennslu 1953 og var skólastjóri til ársins
1975 er núverandi skólastjóri, Gunnar Dahl, tekur við.
Undir skólasetrið voru sameinuð tvö eða þrjú bænda-
býli, svo land skólans er 250 hektarar að meðtöldu skóg-
lendi. Öll hús skólans mega heita ný, og þau eldri er
búið að stækka og endurbæta. Á síðasta starfsári skól-
ans voru nemendur 170 að tölu og í rauninni meira
en skólinn rúmar, en 400 sóttu um skólavist. Um helm-
ingur nemandanna voru stúlkur, og hefur sú þróun
verið ör, að stúlkur hæfu búfræðinám. Þessir nemend-
ur voru frá hinum ýmsu landshlutum Norður-Noregs,
allt frá Bod0 til Kirkenes, og jafnvel Iíka nemendur
erlendis frá. Mikil áhersla er lögð á verklegt nám, rækt-
un, skepnuhirðingu, vélaviðgerðir og smíðar, eða allt
það sem snertir störf bóndans. Margir af nemendum
þessa og annara bændaskóla, fara gjaman fyrst sem af-
leysingarmenn til bænda, er þeir taka sumarleyfi sín.
Það er eftirsótt starf af févana búfræðingum og vel
launað, um 7000 n. kr. á mánuði. Þjónusta þessara ungu
manna hefur gefist mjög vel.
Áhöfn skólabúsins er 30 kýr, 60 vetrarfóðraðar
kindur, 3 hestar og gróðurhús kynnt með olíu. Gróður-
húsið er neðst í skógarmörkum í hlíðinni ofan staðar-
ins. Samkvæmt skýrslu yfir bændur í Vesterálen 1976,
er Kleiva skóli með 28.4 árskýr, 6915 kg miólkur pr.
árskú með 3.70% fitu eða 256 kg smjör. Það er ekki
hægt að standast það að nefna ekki bestu kú búsins,
hana „Noru“, sem mjólkar 8597 kíló mjólkur með
3.9% fitu og fyrstu kálfskvíguna hana „Kasía“ sem
„Karl ur Flóa" og bílstjórinn hans. Norsk kona.
mjólkaði 7914 kílóum með 3.8% fitu. En hér skal
staðar numið. Ferðasaga átti þetta að verða, en ekki
neinn búvísindaþáttur.
Annars eru fagskólar fyrir norskan landbúnað sex í
Norður-Noregi. Einn til viðbótar munum við heim-
sækja á morgun. Að lokinni þessari fræðslu, fer skóla-
stjóri út með hópinn og sýnir staðinn. Gengið er hús
úr húsi og allt skoðað. Nú er spurt, svarað og þýtt af
Agnari og Jóni. Skólanemendur eru að plægja, herfa og
sá. Nýbúið er að setja niður kartöflur. Hér hefur verið
kalt og vont vor þess vegna allt í seinna lagi með vor-
störf. Fjórir stórir votheysturnar eru við fjós og fjár-
hús. Kúm er gefið vothey nema aðeins vor og haust,
er þær eru viðkvæmastar og þá látnar á beit og teknar
í hús. Kálfum er gefið þurrhey fyrstu 2—3 mánuði,
en sauðfé eingöngu vothey. í fjósi eru 30 kýr að úða
í sig ígulgóðu heyi, og nemendur að búa sig til mjalta
og gefa kálfum. Rimlaflór er í fjósi, rörmjaltakerfi og
mjólkurtankur. Öll umgengni og fóðrun er til fyrir-
myndar. Loft yfir hlöðu, græn taða, bæði laus og
bundin í öðrum enda, en verkstæði og geymsla minni
verkfæra í hinum. Einnig er þar trésmíðaverkstæði
stórt og rúmgott, véla og verkfærageymsla ásamt verk-
stæði, þar sem nemendur læra viðgerðir og annast við-
hald. Dráttarvélar búsins eru ellefu talsins af 10 teg-
undum, tvær af þeim á tvöföldum afturdekkjum, og
virðist þess full þörf hér, einnig á íslandi. Jörð er rök
og illgresissækin, svo varla hefst við að endurrækta
svo nytjagróður haldi velli. Hús búpenings og véla
eru öll byggð bak við sjálft íbúðar- og skólahúsið.
Að lokinni skoðunarferð er frjáls stund til kl. 8, en
þá er sameiginleg skemmtun Norðmanna og íslendinga
í félagsheimili sveitarinnar, sem stendur á sjávarbakk-
anum, og er það 5—10 mínútna gangur frá skólanum.
Gömul, lúin, íslensk bein eru hvíld fegin í vistlegu
nemenda-herbergi, þar sem út um glugga má líta sól
blika á sund og skóg, með gnæfandi hvítfölduðum fjöll-
um yfir útvörðum víðáttunnar.
Framhald í næsta blaði.
Herma er bezt 405