Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 28
DÆGURLAGAþáttWlÚM
Þegar ég var að fara yfir lesendabréf til undirbúnings
þessúm desemberþætti, staðnæmdist ég við eitt frá „konu
úr Norðurlandi“, svo sem hún kýs að láta nefna sig. Af
glöggri skilgreiningu hennar mátti ráða að hana langaði
til að fá birt kvæðið Sjálfslýsing eftir séra Jón Þorláksson,
prest á Ytri-Bægisá á Þelamörk. Bréf þetta er orðið
nokkuð gamalt, eða frá árinu 1971. Ég fór að velta því
fyrir mér hversvegna ég hefði aldrei orðið við þessari ósk.
Þetta er þó skemmtilegt og vel ort kvæði og auðvelt að
komast yfir það. Skýringin getur ekki verið önnur en sú að
á því ári sem bréfið var sent, fyrsta heila árinu sem ég
stjómaði alfarið þessum þætti, hélt ég af reynsluleysi og
barnaskap að unnt reyndist að halda honum úti með
raunverulegum dægurlögum einum saman. Mér hefur því
fundist þetta kvæði ekki eiga heima í honum og lagt
óskina til hliðar.
Sjálfslýs'ing hafi verið sungin undir einhverju lagi þótt
séra Bjarni Þorsteinsson geti þess ekki sérstaklega.
SJÁLFSLÝSING
Hér með lýsist hjörvaþór,
hann á að vera skrafinn,
herðalotinn mjög og mjór,
mikið bólugrafinn.
Hann er næsta höfuðsmár,
um höku og kinnar loðinn,
gult á kolli hefur hár,
hvergi búkur snoðinn.
Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og stjórnandi
þessa þáttar tekið all hastarlega kúvendingu, svo sem les-
endum er kunnugt. Núna ætti því ekkert að vera til fyrir-
stöðu á birtingu þessa skemmtilega kvæðis.
Ævi skáldklerksins á Ytri-Bægisá hefur löngum verið
íslendingum hugstæð. Má ekki á milli sjá hvort munn-
tamari hafa verið sögurnar sem ganga af breiskleika holds
hans eða haglega gerð ljóðin.
En það er svolítið merkilegt með séra Jón Þorláksson að
meiri frægð hefur hann hlotið af þýðingum sínum á er-
lendum og heimspekilegum trúarljóðum, sem alþýðu
manna eru lítt eða ekki kunnar, fremur en af tækifæris-
kvæðunum og glettnum lausavísum sem flugu víða og
menn höfðu skemmtun af, ekki síst ef í þeim var beiskur
broddur. En séra Jón kunni að bregða brandi skáldskap-
arins ef sá gállinn var á honum. Mikinn fjölda kvæða orti
Jón um sjálfan sig og henti gaman af breiskleika sínum og
hrösun. Hefur það án efa ýtt undir mildi í hans garð og
gert hann að þeirri þjóðsagnapersónu sem hann raun-
verulega er.
Þegar ég var að velta Sjálfslýsingu fyrir mér, athugaði
ég Þjóðlagasafn séra Bjarna Þorsteinssonar í von um að ég
rækist þar á vísbendingu um lag. Svo var þó ekki. Aftur á
móti getur séra Bjarni margra laga sem sungin hafa verið
við önnur kvæði séra Jóns, svo sem lag við Sumarkveðju,
sálm sem hann orti um 1770 og sungið var 1 tvísöng, lag
við Vakra-Skjóna og þekkt var víða um land, lag við
kersknikvæðið Prestur setti saman og Bessastaðasveinar
kyrjuðu hástöfum o.fl. o.fl. Gera má þó ráð fyrir að
Seggurinn hefur söðulnef,
sem er hátt að framan,
mælir oft frá munni stef,
mörgum þykir gaman.
Ærið þungur undir brún,
ör og þver í lyndi,
meður litla hönd, en hún
heitir strá í vindi.
Upp í loftið álnir tvær
átta og sjö þumlunga
voga loga viður nær,
vegur tólf fjórðunga.
Einatt hýrum augum vann
auðs á ranna jarðir,
ei til handa annað kann
en að bregða gjarðir.
Við þeim glæp sig vari fólk,
sem vill að sínu búa,
honum fyrir ferskri mjólk
og feitu spaði að trúa.
Eitt hans merki vitum vær,
víst ei forgleymandi,
ákaflega hann allur rær
eins á sjó og landi.
412 Heima er bezt
l