Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 10
Oddur klykkir út með að skora á fólk í öllum byggðar- lögum að stuðla að söfnun og varðveizlu þjóðfræða hvers konar og gefur ábendingar um, hvernig að verki skuli staðið: Menn eru beðnir, að skrifa ekkert upp af því, sem þeir vita að áður er prentað, nema því að eins, að frásögnin sé í mörgu frábrugðin. Sannar sögur og fyrirburði þarf að skrásetja sem allra greinilegast og nákvæmast. Til færa hvar gerst hafi: stað, sveit og sýslu; hvenær það hafi borið við: ár, árshluta, dag og stund, ef unnt er; fullt nafn þess, sem við söguna er riðinn, og þess getið, sé hann fyrir einhverra hluta sakir merkur maður; einnig hvort hann er lifandi, þega. Hgnin er skrifuð; hvar hann eigi heima, og loks, hvenær sognin er færð í letur, og af hverjum það er gert; einnig eftir hverjum sögnin er höfð. Æskilegt væri — málefnisins vegna, - að þér vilduð bregðast fljótt og vel við þessari málaleit minni, svo að framkvæmdum á þjóðsagnasöfnuninni verði lokið á hæfilegum tíma og málefnið bíði ekki hnekki fyrir sakir afskiptaleysis alþýðu. Ef unnt verður að kljúfa kostnaðinn, þá er fyrirætlun mín sú, að prenta þjóðsagnasafn þetta hið bráðasta, er færi gefst, og vanda útgáfu þess eftir föngum. Svars frá yður vænti eg við fyrstu hentugleika yðar. Spurningalista dreifibréfsins er skipt í 30 liði, og er höfuðáherzla lögð á hvers konar sagnir. — Á sumarmálum fyrrgreint ár sendir Oddur frá sér annað dreifibréf áþekkt hinu fyrra. Og á haustdögum sama ár birtir hann þriðja bréfið, og nú er höfuðflokkunum skipað nákvæmlega niður innbyrðis, svo að atriðin (liðir spurninga) nálgast 150. Og enn er hann iðinn við kolann: fjórða bréfið sendir hann út af örkinni á kyndilmessu 1907. Sniðið er i höfuð- dráttum sama og fyrr, þó er þessi skráin miklu lengst og meir vikið að þjóðháttum en áður. Árið 1908 hafði svo vel verið búið í básinn fyrir þjóð- fræðasöfnunina, að Oddur hóf útgáfu á því ári með ritinu: Þjóðtrú og þjóðsagnir (hefur manna á meðal gengið undir nafninu: Þjóðsögur Odds Björnssonar), sem nú erkomið út í 2. útgáfu, aukinni í umsjá Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, en fyrri útgáfu annaðist séra Jónas Jónasson á Hrafnagili. Samvinna þessara tveggja manna bar enn ríkulegri ávöxt. Báðir höfðu lengi haft áhuga á þjóðhátt- um, og nú skyldi stíga skrefið til fulls: í janúarmánuði 1909 sendi Oddur prentmeistari enn út dreifibréf, og var það miklu mest þeirra, er þegar höfðu birzt: 8 síður, en hin 4 síður. Titill þessa bréfs höfðaði til þjóðháttafræðinnar, sem fyrirsögnin var til vitnis um: Þjóðtrú og þjóðsiðir. Fyrirspumir skiptust í 10 höfuðflokka: I. Híbýli manna og hús, II. Daglegt líf, III. Hreinlæti, IV. Aðalstörf manna, V. Sjómennska, VI. Hátíðir og merkisdagar, VII. Lífsatriði, VIII. Skemmtanir, IX. Skepnumar og X. Úr trúarlífinu. Hver flokkur er í mörgum greinum og liðum, og atriði skipta hundruðum. Undir dreifibréfið rita þeir báðir Oddur og séra Jónas. Formáli þeirra félaga á enn erindi til íslendinga og því við hæfi að birta hluta hans hér: Þjóðtrú og þjóðsiðir Eitt af helztu menningarmerkjum þjóðanna er þjóðtrú þeirra og þjóðsiðir; margt af því á rót sína að rekja langt fram í aldir, miklu lengra en nokkurum manni gat í hug komið, þangað til farið var að rannsaka það og safna því saman. Má af mörgu slíku marka ættemi og uppruna, skyldleika og ættarmörk þjóðanna, enda er það víst, að trú og venjur eru furðu-lifseig, mann fram af manni, öld eftir öld. Hér á landi hefir þegar allmikið verið gert að því að safna saman þjóðsögnum og ýmiskonar þjóðtrú. En eitt er það, sem hefir enn orðið útundan um of: Það eru hinir gömlu þjóðsiðir vorir, venjur og lífernishættir, og svo það, hvernig þetta og þjóðtrúin hefir vafizt saman, og myndað víða eina samstæða heild. Því miður er nú komið svo, að hin nýja menningarstefna vor er þegar langt komin að gersópa burtu gömlum venjum og siðum, að minnsta kosti í sumum sveitum, sem áður voru þó algengir manna á meðal En vonandi er þó svo mikið eftir, að mmnsta kosö 'i hinum afskekktari sveitum lands vors, að miklu mætti enn bjarga, ef menn legðu alhug á, fengju áhuga á málinu, og reyndu að spyrja gamalt fólk, sem er minnugt á gamla hluti, daglegt líf, aðbúð, siði, háttu, venjur og víti, sem standa í sambandi við líf manna og hegðun. Ef vel er leitað, mun nargt geta komið í leitirnar, sem er merkilegt, og enn í myrkrunum huliið, en gæti orðið að ómetanlegu gagni fyrir vísindin. Enginn skildi skilja það svo þó að oss nú á dögum þyki sumt vera skrítið og hégiljulegt, að álíta það minkun fyrir þjóðina, að þessu sé safnað eða á loft haldið. Mönnum var margt heilagt áður á dögum, sem hlegið er að á vorum dögum, en það var jafngott fyrir því á þeim tímum eins og vorir siðir eru góðir og gildir fyrir oss á vorum tímum. Enginn veit hvað fyrir þeim kann að liggja síðar. Með þessu dreifibréfi lögðu þeir félagar undirstöðu að hinu mikla og einstæða riti séra Jónasar: íslenzkum þjóð- háttum. Heima er bezt vill taka upp þráðinn og stofna til þjóð- fræðasöfnunar í víðtækri merkingu orðins. Blaðið hefur að vísu frá upphafi léð slíku efni rúm (svo sem hvers konar Framhald á bls. 411. 394 Heinta er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.