Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 14
„Svo ekki verði hafðar hendur á mínum gráu hárum44 5 Eftir réttarprófið 1858 ganga engar sögur af samskiptum Björns f járhalds- manns og hinnar ómyndugu á Eyr- arlandi næstu tvö árin. Björn hefur notið þóknunar fyrir tilsjónarstörf- in af því að fé maddömunnar nam meiru en 20 hundruð á landsvísu. Þóknunina hefur hann tekið út í hlunnindum sem hverju tómt- húsi var nauðsynlegt og skylt að hafa, þ. e. hagagöngu og grasnytjum fyrir kú og fáar kindur. Þá hefur hann fengið greiðan aðgang að landi undir garðstæði, sem og mótak til eldsneytis í landareignum maddöm- unnar. Hún og niðjar hennar áttu svo að segja allt land sem íbúum Akureyrar var bráðnauðsynlegt til slíkra nota. Skyldur Björns sem fjárhalds- manns hafa verið margvíslegar, svo sem þegar hefur verið getið. Honum bar skylda til að sjá um innheimtu á landleigum bæjarbúa og kúgildaleig- um leiguliða og vmsum öðrum tekj- um maddömunnar og koma þeim til skila inn á verslunarreikning í kaupmannsverslun scm hún skipti við. F.innig hefur honum borið að sjá um að ávaxta það fé sem ekki þurfti að nota til nauðþurfta hennar, t. d. mcð því að lána það út til skil- vísra gegn fullgildri tryggingu fyrir greiðslu höfuðstóls og vaxta. Christ- inn, sonur Geirþrúðar, naut m. a. góðs af þess konar lánastarfsemi gegn veðskuldabréfi dags. 31. desember 1859. Það eru vextir og afborganir af því láni sem Björn er að fjasa um í bréfinu til Eggerts sýslumanns. Björn hcfur reynt að gegna þessu fjárhaldsmannsstarfi eins vel og greind hans og skaplyndi leyfðu. Þó hcfur citthvað farið úrskeiðis hjá honum í þessari fjárgæslu, því í nóvembermánuðí árið 1860 tilkvnna kaupmenn honum að lokað verði fyrir alla úttekt maddömunnar nema einhver greiðsla komi til. Birni hefur hnykkt við og farið að athuga hverju þetta sætti. Þá kemur í Ijós að úttekt maddömunnar í viðskiptaverslun er hvorki meira né minna en 294 ríkisbankadalir og 43 skildingar10 sem var geypifé á þess- um tíma. Auk þess voru smávegis skuldir í öðrum verslunum Akur- eyrar. Þetta var talsvert hærri úttektar- upphæð en stöndugustu bændur hér- aðsins, með margt manna í heimili, gátu leyft sér að eyða fyrir heimili sín á einu ári. í heimili maddömunn- ar var aðeins þrennt um þessar mund- ir, hún sjálf og tvær vinnukonur sem eingöngu stjömpuðu við hana. Eflaust hefði verið hægt að bæta fyrir þessa óráðsíu hennar í kyrrþey og girða fyrir hana í framtíðinni, því af nógum auði var að taka. Hver hefði líka trúað því að mágur henn- ar, Johann Gottfred Havsteen kaup- maður (og bróðir amtmannsins) væri svo harðbrjósta að loka fyrir alla úttekt hennar þótt henni hefði orðið þetta á í þetta eina sinn? J. G. Havsteen hafði keypt verslun föður hennar nokkru eftir andlát hans.11 En svona einfalt þótti málið ekki. Það kom sem sé á daginn að stærstur hluti úttektarinnar voru ýmis konar munaðarvörur svo sem brennivín og tóbak, fín klæði, smíðaefni og fleira sem maddaman hafði leyft niðurset- unni, beykinum og fyrrverandi fakt- orssyninum, Jóhanni Jacob Mohr, að taka út í sinn reikning í Gudmanns- verslun. 398 Herma er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.