Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 33
hennar hefur orðið ykkur að liði. Því eftir tilvísan draums-
ins fannst Elísa greifadóttir á stundu hættunnar og mátti
ekki tæpara standa.
Ég vona, að þér virðið á betri veg, hve tíðrætt mér er
um þau, Bjarnharð prins og ekkjudrottningu Ástu Kar-
lottu.
Hún er fámenn sveitin, sem fagnar yður hér, Hróðmar
konungur, og yðar fólki. En þetta er ekki gert yður til
óvirðingar, heldur vegna þess, að ég hygg, að yður komi
betur, að þessi móttökustund fari fram í kyrrð og ró. Enn
á ný býð ég yður öll velkomin. Verið þess viss, að nær-
vera ykkar er mér og mínu fólki óblandin ánægja.“
Þar með lauk Manfreð konungur móttökuræðu sinni.
Konungur lét bera inn drykkjarföng. Fylgdu með bik-
arar af einkennilegri gerð, fagrir mjög.
Hellt var í drykkjarbikara þessa og þeir bomir til kon-
ungs og tignarfólksins.
Manfreð konungur tók við bikar sínum og mælti:
„Hróðmar konungur! Tignu gestir! Eitt er enn, sem
skýra þarf frá, svo enginn misskilningur geti átt sér stað
okkar í milli.
Þessi drykkjaráhöld öll eru gömul erfð. Þeim fvlgir sú
kvöð, að í þau má aldrei áfengum drykkjum hella. Hér
í þessum móttökusal, sem aðeins er notaður við sérstök
tækifæri, drekk ég yðar full, Hróðmar konungur, með
þeirri ósk, að okkar í millum megi ríkja friður, sátt og
eining. Heill yður, Hróðmar konungur! Megi friður og
hamingja fylgja yður og yðar ætt!“ Að svo mæltu hóf
konungur bikarinn að vörum sér og drakk.
Hófust þar samræður með glaðværri góðsemi.
Brátt kvaddi Hróðmar konungur sér hljóðs og mælti:
„Manfreð konungur, drottning og aðrir tignir, hér við-
staddir! Ég þakka þann heiður og sæmd, sem mér og
mínu fólki er sýnd hér í þessum sal. Ég þakka vináttu
og velgerð mér og mínum til handa. En hvað megna orð
ein. Því skal sem fæst orð viðhafa, en sýna þakklætið í
verki, ef atvik og atburðarás lífsins sjálfs vill svo vera
láta.
Afsökun þarf enga fram að færa, Manfreð konungur.
í þetta sinn vil ég sízt áfenga drykki drekka. Hið innra
drekk ég drykk hugrænnar gleði úr bikar kærleikans, en
sá bikar er ekki sýnilegur jarðneskum augum né drýkk-
urinn heldur. Þó eru áhrifin auðfundin. En þau eru öll
önnur en áhrif áfengra drykkja.
Hér í viðurvist yðar, konungur, og allra yðar annarra,
sem hér eru, skulu þau orð sögð, er varpa nokkru ljósi
yfir liðna atburði ævi minnar og verða einnig öðrum til
varnaðar, ef slík viðhorf mættu þeim síðar á lífsleiðinni.
Ég var á yngri árum hamingjusamur, voldugur og rík-
ur og talinn harður í hom að taka. Fáir urðu til þess
að sýna mér áreitni, enda fengu þeir, sem það reyndu,
slíkar viðtökur, að slíkt lagðist af með öllu.
En svo bar þann að garði, sem varð mér yfirsterkari.
Drottning mín fæddi okkur þriðja og síðasta barn. Hún
dó, skömmu eftir barnsburðinn. Höll mín var víggirt
rammlega. Herlið mitt harðsnúið, svo engan fýsti þann
veg að mér að sækja. En missi minnar ástkæru drottning-
ar og eiginkonu var ég varbúinn. Þar var ekkert til vam-
ar. Nú stóð ég einn, óstuddur. Hún var horfin af sjónar-
sviðinu, sú sem var í rauninni undirstraumur lífs míns.
Heillastjarna mín og hamingjudís.
Ég harmaði hana mjög. Það var eðlilegt og sjálfsagt.
En ég tók ranga stefnu í lífsbaráttu minni. Ég fylltist
beiskju. Varð harðráður í einræði mínu. Fældi alla frá
mér, sem hefðu getað létt mér byrðina. Mér fannst það
ósanngjarnt og ómaklegt af guði að taka konuna frá mér
í blóma lífs okkar beggja.
Ég skóraði guð sjálfan á hólm, og varð auðvitað beygð-
ur í duftið. Beiskjan varð að hatri. Það illa hafði yfir-
höndina í sál minni. Ég hef orðið geðveikur, þó ég gerði
mér ekki grein fyrir því þá.
í einu slíku geðveikiskasti mínu kom Valdimar sonur
minn og sagði mér frá festarmey sinni. Ég varð ókvæða
við. Þið þekkið þá sögu. Stuttu síðar fór Víglundur sonur
minn frá mér. Eftir að hann var farinn, sótti á mig þung-
lyndi. Ég hafði hvergi eirð. Ég fól dóttur minni og manni
hennar, Hreggviði hertoga, ríkisstjórnina og ásetti mér
að hefja leit að Valdimar syni mínum.
Ég fór fyrst þangað, sem kastali Hildibrands greifa
hafði staðið. Þaðan vildi ég hefja pílagrímsgöngu mína.
Við rústir kastalans kraup ég og gerði bæn mína. Ég,
harðlyndi konungurinn, sem talinn var óvinnandi í ein-
vígi af mannanna hálfu, beygði mig fyrir því valdi, sem
ég ekki þekkti, en sem ég fann glöggt, að eitt gat nú orðið
mér til bjargar.
Ég bað þetta vald, þennan mér áður óþekkta guð, um
fyrirgefningu á ódæði mínu. Bað um styrk og þá náð,
að mér yrði leyft að finna Valdimar son minn, unnustu
hans og föður hennar. Þetta var ömurlegur staður. Rúst-
ir kastalans blöstu við mér. Eyðileggingin. Mín eigin
handaverk, unnin í bræði. Samt létti mér mikið við bæn-
ina og þann ásetning minn að fara að leita. Reyna til þess
að bæta fyrir brot mín og byggja það upp aftur, sem ég
hafði lagt í rúst.
Einn vin átti ég. Við höfðum alltaf getað blandað geði
saman, þrátt fyrir öldurót sálarlífsins. Þessi vinur minn
var þarna hjá mér staddur, hefur kannski tekið þátt í
hugarstríði mínu á sinn þögula hátt.
Sá vinur minn, sem hér um ræðir, er Baldur, hesturinn
minn. Hann er hvítur, tákn hreinleikans. Sterkur, tákn
máttarins. Tryggur, tákn göfginnar. Við þessir tveir höf-
um fylgzt að í þessari pílagrímsför minni nú hátt á þriðja
ár. Hann hefur staðið vörð um mig, er ég hef sofið úti á
víðavangi. f dag vakti hann athygli Bjarnharðar prins,
sem fór að svipast um eftir eigandanum. Þá er sagan sögð.
Nú vil ég þó, áður en ég lýk máli mínu, taka tvennt
fram. Annað er það, að nú, frá deginum í dag, segi ég
af mér konungdómi. Valdimar sonur minn er því orðinn
konungur, þó ókrýndur sé. Hitt, sem ég vil líka gera
heyrum kunnugt, er það, að mér segir svo hugur um, að
ég eigi ekki afturkvæmt í ríki það, sem ég hef nú afsálað
Valdimar syni mínum.
Ef svo á að fara, að ég láti lífið hér í ríki þessu, Man-
freð konungur, þá vitið öll, að mín mesta gleði væri sú
Heima er bezt 417