Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 32
ÞÓRARINN E. JÓNSSON
PRinSESSfl
í útlegð
Saga í
miðaldastíl
9. HLUTI
Prinsinn gekk hljóðlega brott. Rétt á eftir opnuðnst
dyrnar, og Hróðmar konungur birtist í dyrunum í allri
sinni stærð.
„Mér er tjáð, Valdimar prins, að bú viljir sættast við
mig. Er það satt?“
Rödd konungs hljómaði um herbergið eins og þungur
árniður, en þó fagnandi. Þrungin innileik.
„Já, faðir minn. Af alhug vil ég sættast við þig.“ Þessi
tvö jötunmenni féllust í faðma. Margra ára innibyrgð
geðshræring brauzt út. „Ó, sonur minn,“ sagði tröllið.
„Nú ætti móðir þín að vera komin og sjá hamingju
okkar.
Og þú Elísa? Getur þú líka fyrirgefið mér?“
„Kæri Hróðmar konungur. Ég elska Valdimar son
þinn meira en mitt eigið líf. Meira en allt annað, sem ég
þekki. Hvernig get ég annað en sætzt við þig og elskað
þig sem föður? Ég sé, að þú ert einmana og þarfnast
un^hyggju og dótturlegrar blíðu. Við Valdimar munum
reyna til þess að þú lifir sæll og sáttur við allt.“
„Valdimar sonur minn heyrir þú? Svona var móðir
þín umhyggjusöm, blíð og góð. En hvað ég hef saknað
hennar sárt. En nú birtir til.“
„Má ég kynna hér Júlíu prinsessu unnustu mína fyrir
þér Hróðmar konungur?11 mælti prinsinn.
„Gleður mig að kynnast yður prinsessa,“ svaraði Hróð-
mar konungur og hneigði sig kurteislega.
„Nú förum við Júlía prinsessa og skýrum konungi frá
komu þinni, Hróðmar konungur. Nú skuluð þið þessi
þrjú vera hér í einrúmi í híbýlum mínum, þar til mót-
tökustundin byrjar.“
Að svo mæltu hneigði Bjamharður prins sig fyrir Elísu
greifadóttur og gekk ásamt Júlíu prinsessu út úr her-
berginu. Eftir að prinsessan og prinsinn voru farin, var
þögn fyrst í stað.
„Bömin mín,“ mælti Hróðmar konungur. „Þetta er eins
og í ævintýrunum. Hver persóna kemur fram á eftir ann-
arri, vafin töfraljóma.
Fyrst kemur Bjamharður prins fram á sjónarsviðið
og ver líf sitt af slíkri hugprýði og ofurmennsku, að ég
hef vart séð hans líka. Þar næst sem líknandi vinur hins
særða manns.
Okkur öllum þremur hefur hann reynzt sannur vinur.
Hvað segið þið um hitt konungsfólkið?“
„Það er göfugt og gott fólk. Þekkt að höfðingslund og
mildi. Samt er konungur og hans fólk umsetið illræðis-
mönnum, sem lítt sjást fyrir. Margir illræðismenn eru
enn til innan landamæra ríkisins, þótt Grimur hertogi sé
dauður.“
„ Já, Valdimar sonur minn. Víst er svo. En leggjum
hinum góðu öflum lið eftir megni.“
18. KAFLI.
MALIN skýrast.
Móttökustundin nálgaðist. Manfreð konungur sat í há-
sæti sínu ásamt drottningu sinni.
Öðrum megin við hásætið voru tignarsæti Bjarnharðar
prins og Ástu Karlottu móður hans og hinsvegar Júlíu
prinsessu. Skör lægra sat ríkisráð konungs. Hinum meg-
in í salnum voru tignarsæti Hróðmars konungs og hans
fólks.
Eigi voru aðrir viðstaddir þessa móttökustund en kon-
ungur, drottning hans, ekkjudrottningin og ríkisráðið.
Tignarsæti Júlíu prinsessu og Bjarnharðar prins stóðu
auð. Einnig öll tignarsætin hinum megin í salnum.
Homablástur kvað við. Viðhafnardymar opnuðust. Inn
kom Hróðmar konungur í fylgd með Bjamharði prinsi.
Á eftir þeim kom Júlía prinsessa, sem leiddi Elísu greifa-
dóttur. Hildibrandur greifi var í fylgd með þeim. Þar á
eftir komu synir konungs, Valdimar og Víglundur.
Allir voru í viðhafnarklæðum. Bjarnharður prins leiddi
Hróðmar konung að hásæti því, sem honum var ætlað.
Settist svo hver og einn í sæti sitt.
Manfreð konungur tók til máls: „Hróðmar konungur,
tignu gestir. Verið öll velkomin í ríki vort, svo lengi sem
þið viljið hjá oss dvelja. Mikil er gleði vor yfir því að
sjá yður öll sameinuð hér í höll vorri.
Það sætir undrun, að einn er sá meðal vor, sem virð-
ist hafa verið til þess kjörinn af forsjóninni að frelsa og
sameina okkur öll, sem hér erum saman komin.
Því furðulegra er það, að þessi sami, sem hér er átt
við, varð landflótta tveggja ára úr ríki því, sem hann
átti að erfa, þegar tímar liðu.
Hér kynni ég yður, Hróðmar konungur og aðrir tignu
gestir, Ástu Karlottu, dóttur Hróars konungs milda, móð-
ur vinar okkar og lífgjafa Bjamharðar Ríkarðssonar
prins. Einnig vil ég geta þess hér, að þessi tigna, land-
flótta drottning varð ekkja í blóma lífsins, er eiginmaður
hennar og faðir voru felldir með svikum. Ekkjudrottn-
ingin, Ásta Karlotta, er mjög draumspök. Draumspeki
416 Hetma er bezt