Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 20
GÍSLIHÖGNASON, LÆK, HRAUNGERÐISHREPPI:
Bodö — Tromsey
Vegurinn lá með sjónum meðfram Geitarhorni og
norður með frekar mjóum firði. 1 suðri blasir Aust-
vásöy við handan fjarðarins, með sérstæðu og fögru
fjalli, Trölltindan, 1084 metra hátt. Á þessari leið er
undirlendi T'tið og bændabýli fá, skógivaxnar brattar
hlíðar, aðallega býr hér fólk, sem sækir vinnu sína í
sjávarþorpin. Nyrst á eynni er lítið sjávarþorp, Fiske-
böl, þar eru bílamir teknir á ferju yfir sundið til sjáv-
arþorpsins Meldu, á næstu eyju Storkmarknes. Meldu
er 2.000 manna bær, með nýtísku togaraflota og fisk-
vinnslustöð. Annars er Stokmarknes eyja, 552 km2, með
8.800 íbúa og yfirvöld hreppsfélagsins, eða stjómvöld,
eru í Hadsel, kauptúni syðst á eynni. Yfir sundið milli
Fiskeböl og Meldu er aðeins hálftíma ferð með ferju.
Aðdýpi er mikið beggja vegna sundsins, sem mun heita
Hadselfjörd, og liggur suður og norður með eynni uns
Sortlandssund tekur við. Er frá Meldu er haldið, breikk-
ar undirlendi milli fjöru og skógivaxinna hæða, sem
er þó ekki breitt í augum íslenska bóndans. Bænda-
býlin standa þétt skammt frá brekkurótum, en það
er ekki búið á þeim nærri öllum, hér sækja menn vinnu
í sjávarþorpin. Bátar liggja við festar á sundinu neðan
bæjanna. Hér fiska menn sér til heimilisnota. Einnig
lax, sem er álegg á brauðið með morgunverðinum,
flestum er það hreint nýnæmi.
Hér nálægt Meldu eru tveir fyrstu norsku bænd-
urnir heimsóttir. Bílarnir aka heim á sinn hvorn bæ-
inn og frúin fer til bóndans Ottar Fjardbakk á Meldu.
Hár og þrekinn miðaldra maður stendur á hlaði úti,
með konu sína sér við hlið, ásamt tveim börnum þeirra,
stúlku og dreng, sem bæði eru innan fermingaraldurs.
Velkomin, velkomin, síðan er gengið til fjóss. Það er
nýtt, rimlaflór úr jámi, haug-geymsla undir, 20 kýr,
meðal ársnyt yfir 6000 kíló, allir kvígukálfar settir á
á eigin búi, en nokkuð af nautkálfum selt vegna
þrengsla í fjósi. Mjólkurtankur, rörmjaltakerfi og um-
gengni í fjósi góð. Hlaða þvert við fjósgafl, byggð sem
flatgryfja. Veggir steyptir í þriggja metra hæð. Inn-
keyrsla um gafl, og heyið flutt til fjóss með rafknún-
um „krabba“ (kló). Kýr eingöngu fóðraðar á votheyi,
aðeins ungkálfar fá þurrhey fyrstu 2—3 mánuðina. Vot-
heyið mjög gott, maurasýra um 3 lítrar pr. hlass. Tveir
Fordtraktorar ásamt öðrum verkfærum sem búið þarfn-
ast. Slegið með sláttutætara og grasið flutt heim í flat-
gryfju á vagni með „sturtum“.
Landið er að stærð 29 V2 hektari. Helmingur þess
leiguland frá eyðibýli, en samliggjandi. Tún afar blaut,
með miklu illgresi, njóla, sóleyjum, fíflum og öðru
slíku. Mikill vatnsagi undan nærliggjandi skógarhlíð-
um, jarðvegur grunnur, og framræsla örðug. Hlunn-
indi, skógur og fiskveiði, þ. á. m. lax. Kýr komnar út
fyrir nokkrum dögum og á beit á túni milli bæjar og
sjávöar. í fjósi inni eru aðeins sláturgripir sem ekki
verða settir út. Margs var spurt en öllu svarað með að-
stoð Villy Hole fylkesagronom og Jóns Bjamasonar
bónda Bjarnarhöfn, ásamt Ingibjörgu konu hans Berg-
steinsdóttur, þau eru hálærð í búvísindum. Því skal
þeim eftirlátið að ræða um rekstrarafkomu norskra
bænda. Þau munu því vel til skila koma. Er ekið var
úr hlaði var íslenskum bændum það vel ljóst að starfs-
bræður þeirra í Noregi eru ekki álitnir nein óþrif á
þjóðinni, en velmetin stétt með góðar tekjur, og á það
við um alla norska bændur, sem heimsóttir voru í þess-
ari ferð.
Okkur skilar óðum að lítilli vík sem aðskilur Svolvær
og Sortland. Sortlandshérað samanstendur af mörgum
eyjum og sumum stórum. Eina af þessum stærri eyj-
um ætlum við að heimsækja. Hún heitir Langöy og við
okkur blasir vinalegur bær eða kaupstaður, Sandnes,
undir skógivöxnum hæðum handan sundsins. Stutta
stund tekur að aka bílunum út í ferjuna og aðeins 1/6
úr klukkutíma að ná landi á Sandnesi.
Þeir sem ferðast hér á næsta ári munu aka yfir sundið
á nýrri brú, sem verið er að byggja og er vel á veg
komin. Brúin er bogabrú, og undir miðju er 43 metra
hæð, og stórskipum fært. Fagurt mannvirki sem Villy
Hole er stoltur af. Einhverjir fara að minnast á hana
„Halldóru“ í Borgarfirði vestur. Sortland hérað er að
landstærð 560 km2 með 7.500 íbúum. Langöy virðist
miklu betur til búskapar fallin en þau svæði, sem ekið
hefur verið um, landið miklu breiðara frá hafi til heiða
eða fjalla, bændabýli þétt, hjarðir á beit, kýr á túnum
en víða ær með lömbum í rjóðrum skógarhlíða. Leiðin
er undur fögur norður með Sortlandsundi, sem er
sunnanvert á eynni, og nú er ekið til bændaskólans á
Kleiva án viðkomu. Ekið er í hlað á skólasetrinu milli
404 Heima er bezt