Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 34
að lyfta hendi minni yður öllum til varnar og láta lífið á þann hátt. Nú lyfti ég þessum bikar að vörum mínum og drekk fyrir heill Manfreðs konungs og þessarar þjóð- U ar. Að svo mæltu drakk Hróðmar konungur úr glasi sínu og settist. Manfreð konungur þakkaði heillaóskir Hróðmars kon- ungs sér og ríkinu til heilla og sleit hófinu. Móttöku- stundin var liðin. Hún hvarf eins og hver önnur líðandi stund hér í heimi hverfulleikans í tímans djúp. Minn- ingin ein lifði. 19. KAFLI. BRÚÐKAUP. — HERVÆÐING. Þeir tímar voru liðnir, er jötnar og berserkir gátu kom. izt beint að hallardyrum og krafizt inngöngu. Nú, þegar þessi saga gerist, voru tálmanir á þeirri leið. Háir, miklir múrveggir voru byggðir umhverfis höll Manfreðs konungs. Ekki til varnar jötnum þeim, sem ævintýrin skýra frá, heldur til varnar árásum vondra manna, sem notfæra sér hvert tækifæri sem býðst til illra verka, Aðalveizlusalur hallarinnar var þéttsetinn prúðbúnu fólki. Hjónavígslurnar voru afstaðnar og höfðu farið fram í kapellu hallarinnar. Á þessum umbrota- og óróatímum þorði konungur ekki að hætta á, að brúðkaupin færu fram í aðalkirkju borg- árinnar. Banvæn ör gat hitt í mark og gleðiathöfn breytzt í harmleik á svipstundu. Borgarbúar höfðu að vísu misst af því að sjá sjálfa brúðkaupsvígsluna. En þeim hafði þó ekki verið gleymt. Kallarar voru sendir víða um borgina og kunngerðu að í tilefni dagsins skyldi vinnu hætt þennan dag. í sam- komusölum borgarinnar yrðu framreiddar veitingar við allra hæfi, þeim sem það vildu öllum að kostnaðarlausu. Nú skyldi glaðzt og fagnað. Prúðbúna fyrjríólkið í hallarsölum konungs var glatt og fagnandi. Þar var viðstaddur Hreiðar jarl, mágur kon- ungs, sá sem áður er um getið og margt annað stórmenni. Hin áýgiftu brúðhjón geisluðu af gleði. Hamingjan var auðsæ og mikil. En hver lifir svo á jörðu hér, að ekki dragi ský fyrir sólu, einhverntíma ævinnar og það oft hjá sumum? Veizl- an var að ná hámarki, nýbúið að mæla fyrir minni hinna tignu brúðhjóna, þegar Manfreð konungi bárust þau boð, að bræður tveir, ógurlegir berserkir, herjuðu á ríkið með ógrynni liðs. Rupluðu og rændu. Væru þeir á leið til höfuðborgarinnar og ættu eftir dagleið þangað. Hafði hraðboði verið sendur með þessa óvæntu, ægilegu frétt. Veizlugleðin hætti. Óhug sló á boðsgesti. Hinn nýgifti en ókrýndi konungur Bjamharður kvaddi sér hljóðs og mælti: „Kæru, tignu tengdaforeldrar. Tignir gestir. Þið hafið öll heyrt um hemað þann, sem kominn er í land vort. Hjarta mitt herpist við að heyra um viðurstyggð eyði- leggingarinnar, grimmdarinnar og valdagræðginnar, sem efalaust rekur á eftir þessum svívirðilegu ræningjum. Hönd mín kreppist af reiði og hjartað svellur mér í barmi. Landslýðurinn er drepinn eða þá limlestur. Eng- um er hlíft, sem verður á leið þessara grimmdarseggja. Hér duga engin orð. Nú verð ég í skyndi að afklæðast skartklæðum, en hervæðast þegar á sjálfan brúðkaups- daginn. Þegar í stað verð ég að fara á móti óvinunum með það lið, sem nærtækast er hér á staðnum. Herör þarf enga að skera upp um vort víðlenda rí'ki. Hér eru samankomnir margir helztu höfðingjar ríkis vors. Þeir munu nú í skyndi búast til brottferðar og safna liði, hver í sínu umdæmi. Hrólfur Hlöðversson, brúðgumi og hershöfðingi, kemur með mér strax. Án tafar. Við verðum að mæta óvinunum, þó fáliðaðir séum, og reyna til þess að hamla för þeirra til höfuðborgarinnar. Þangað mega þeir ekki ná til þess að rupla og ræna.“ Að svo mæltu þagnaði Bjamharður konungur. Að ræðu hans lokinni, tók Manfreð konungur til máls: „Ég er í höfuðatriðum samþykkur Bjamharði konungi, tengdasyni mínum. Auðvitað þarf að mæta óvinunum sem fyrst. Ég skil vel vígahug Bjamharðar konungs, að vilja án tafar þjóta af stað með örfáa menn á móti ógrynni liðs óvinanna. Við höfum hér þúsund vopnaðra manna, sem nú þegar geta lagt af stað án nokkurs undirbúnings. En hvað megna þessir fáu menn á móti óvinahemum, sem hlýtur að skipta tugum þúsunda, fyrst þeir æða eins og eldur í sinu yfir land vort? Óvinaherinn þarf að stöðva sem fyrst. Það er öllum ljóst. Mér rennur til rifja sem konungi þessa lands að vita þegna mína drepna og limlesta. En þó tæki út yfir, ef hinn nýgifti konungur þyti af stað beint í opinn dauðann. Þetta hernaðarbrölt óvinanna kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Nú kveð ég þig að ráðum, Hrólfur hershöfðingi. Þú ert í senn vígfimur, bæði með sverði andans og sverði handarinnar. Hvað leggur þú til málanna?" Framhald í næsta blaði. BRÉFASKIPTI Jónas Gunnlaugsson, Melavöllum, 685 Bakkafirði, óskar eftir bréfa- skiptum við stúlkur á aldrinum 27 til 33 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Við óskum eftir að komast í bréfasamband við fólk á öilum aldri. Við svörum öllum bréfum. Hér er tæki- færi fyrir þá sem ekki eru pennalatir. Yermavinaklúbb- urinn, Hátúni 1,105 Reykjavík. Þórleif Friðriksdóttir, Höfða, 566 Skagafirði, óskar eftir pennavinum á aldrinum 17—22 ára. Svara öllum bréfum. 418 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.