Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 17
Johan Gottfred Havsteen kaupmaður (1804—1884) þetta sé leyfilegt þegar kerling á að heita ómyndug. En hún fær líkast til aldrei skuld sína hjá Christni með öðru móti. — Má ég nú pantsetja af eigum kerlingar, t. a. m. obligation Chr. & Johanns, eða þá Eyrarland eða Kotá, án þess að spyrja sýslu- mann um það? Kannske líka amt- mann? Og ef þeir segja nei við því og nei við að neitt megi pantsetja framar af eigum hennar eða selja, hvað er þá til ráða? Ekki get ég þó skyldast til að borga skuldir hennar? Eða get ég ekki velt þessari byrði yfir á fjárhaldsmanninn sem á að verða og vísað creditorunum20 þangað? Má ég ekki byggja jarðir kerlingar til ábúðar, svo lengi ég ekki hefi skilað af mér fjárhaldinu, eða þarf þess konar bygging að koma til samþykkis yfirfjáralenda?21 Leiðast má þér að heyra allar þess- ar spurningar og það úr annarri sýslu, en það gengur svona sem Egill á Bakkaseli segir, að spyr sá er ekki veit, enda þótt í litlu fari, hvað þá þegar um annað eins er að ræða og hér að framan er getið. Blessaður gjörðu nú svo vel og segðu mér hvað tiltækilegt er til ráða um allt hið framanskrifaða, svo ekki verði hafðar hendur á mínum gráu hárum. — Máske pósturinn sem nú á að fara vestur að Ytri-Ey fari út til þín aðra hverja leiðina eða báðar, og þá væri gott að fá bréf frá þér með honum til baka aftur. Héðan er ekkert nýstárlegt að frétta. Hér var víða orðið jarð- skar[p]t en bloti kom svo dálitlar hörgur eru uppi. Slímveikin22 er komin í bæinn, t. a. m. í Davíðshúsið og þar dáið drengur úr henni á 5ta ári. Ekki gengur vel samlyndið mill- um Bjarna Jóhannessonar og kerl- ingar hans.23 Það átti að halda þar sáttatilraun í gær, en hvað þar hefur ráðist hefi ég ekkert frétt. Páll Johnsen24 er búinn að skila af sér versluninni og kominn alveg burt úr húsum hennar, uppí apótek til Jó- hanns25 og dvelur þar til hann legg- ur af stað suður með pósti, jafnvel í byrjun febrúar. Það er hingað von á manni í þ. m. frá J [ óni ] Guð- m[undssyni] með Þjóðólf. Hér eru nú staddir menn sjóleiðis frá Hofs- ós, og er það sjaldgæft að þaðan hafi verið gjörðar ferðir um þetta leyti á sjó. En hvað tekst ekki með áræð- inu! Lítið er látið af fiskaflanum og enginn fæst selurinn né hákarlinn. Og loksins er þá búið að sinni bréfs- efnið. Ég bið þig innilega að forláta mér hvað ég er orðinn leiðinlegur. Þinn ævinlega skuldbundinn elsku- legi vinur, Bjöm Jónsson. P. S. Meðal annars, mig langar til að ferðast um ísland og kynna mér háttu landa vorra að því leyti [ég] þekki ekki til þeirra, en vantar pen- inga til að kosta ferðina. Hvar á ég að fá þá? Hvergi líklega mögulegt? Þá er ekki að tala um það og sitja heima. — B. J. 7 Það er ekki vitað hvernig Eggert Briem hefur orðað svar sitt við þessu bréfi. Áreiðanlega hefur hann sýnt Birni þá kurteisi að svara því bæði fljótt og skilmerkilega. Af líkum má ráða að hann hafi sagt Birni að ekkert af því sem hann hefði í huga að gera og hann ræðir um í bréfi sínu, gæti hann gert nema hafa til þess samþykki sýslumanns. Einnig hefur hann tjáð Birni að hann kæmist ekki hjá því að hafa fjárskila- gerðina í því formi sem Stefán Thor- arensen sýslumaður krefðist; lög kvæðu skýrt á um þessi efni og eftir þeim yrði að fara. Augljóst er af ýmsum gögnum að Björn Jónsson hefur sofið á verð- inum í þessu fjárhaldsmannsstarfi og Akureyrir 28. ágúst 1882. Hér voru breytingar hægar lengi vel fram eftir árum svo búast má við að líkt hafi verið umhorfs árið 1860. Myndin er úr dánarbúi Guðmundar Karls Pét- urssonar yfirlæknis. Eign Minja- safnsins á Akureyri. Herma er bezt 401

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.