Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 18
ekki gert sér alveg grein fyrir þeim skyldum sem þvi voru samfara. Hann var góðviljaður maður og afar af- skiptalítill um hagi annarra, og því reyndist ágengum auðvelt að fara á bak við hann, og það var það sem hefur gerst í þessu máli. Þá var sá ljóður á ráði hans, þótt gegn og grandvar væri að öðru leyti, að hon- um hætti til að láta óþægileg mál reka á reiðanum uns í óefni var kom- ið, en þá rauk hann upp til handa og fóta og oft af nokkurri fljótfærni. „En svona er Björn gamli Jónsson,“ segir Jón Sigurðsson forseti á einum stað í bréfi til Jóns Borgíirðings,26 þegar honum þótti Björn draga um of á langinn að uppfylla loforð við hann. Björn hefur skort áhugann á því máli. Ef Björn hefði verið strangur og vakandi tilsjónarmaður hefði ekkju- maddama Geirþrúður Thorarensen ekki getað tekið neitt út í verslun án þess að hafa til þess „bevís“ frá honum. Uttekt hennar í viðskipta- verslun sýnir að hún hefur haft mikið frjálsræði í þessum efnum. Þá verður að telja afar ólíklegt að Björn hafi ekki vitað hverju fram fór eða verið látinn vita um það. Hann var það hagvanur innanbúðar í Gud- mannsverslun, var m. a. verslunar- stjóri þar um tíma á milli verslunar- stjóraskipta. Þrátt fvrir það aðhefst hann ekki neitt fyrr en erfingjar maddömunnar láta til sín heyra útaf þessu ráðslagi sem þeir telja beina ógnun við arfsvon sína. Þeir hóta að gera hann ábyrgan fyrir greiðslu á úttekt Mohrs og studdust þar óneit- anlega við lagaákvæði um skyldur og ábyrgð fjárgæslumanna ómynd- ugra. í bréfinu til Eggerts gerir Björn mikið veður útaf óskilum Christins og skuldaflækjum, eins og hann orð- ar það, og vill efna til málaþrass við hann út af þessu. Björn hlaut þó að vita að bæði móðir Christins, mad- dama Geirþrúður, ættingjar og venslamcnn mvndu koma í veg fyrir slík leiðindi og njóta til þess fullting- is sýslumanns, Stefáns Thorarcnsen, en hann og Christinn voru bræðr- ungar. Allir hafa litið svo á, og vafa- laust einnig Björn Jónsson, að þessi Stefán Thorarensen sýslumaður (1825-1901) skuld Christins við móður hans skvldi skoðast sem fyrirframgreiðsla upp í væntanlegan arf; efnað fólk fór oft þannig að þegar náin skyld- menni þurftu nauðsynlega á pening- um að halda. Þetta fjas Björns út af skuld Christ- ins er með öllu óskiljanlegt, því að vextir og afborganir af því láni var ekki nema lítill hluti verslunarskuld- arinnar. — Hún hefði því dregið Björn skammt. Líklegasta skýringin á reiði Björns í garð Christins er sú að hann hafi ætlað sér að nota þessa skuldseiglu hans til að fá hann til að útvega fé sem næmi skuldum móður hans, En Christinn færst undan eftir að hafa ráðfært sig við mág sinn, klerkinn á Hrafnagili, séra Dan'el Halldórsson. Meinið í þessu máli var ekki skuld- seigla Christins, hcldur úttekt Jó- hanns Jacobs iMohr. Erfingjar vildu ekki greiða þessa skuld af fé mad- dömunnar eða útvega nokkurt til greiðslu hennar. Skuld þessi er ekki viðurkennd gjaldamegin á „Eyrar- Iandsreikningnum“. Embættismenn gera athugasemd og krefjast skýr- inga og þá verður Birni ljóst í hvert óefni raunverulega var komið, og að svo geti farið að honum sjálfum yrði gert að greiða úttektarhluta Mohr. Björn skrifar því Eggerti sýslu- manni í von um að álit hans verði sér hliðhollt, því þá yrðu erfingjar maddömunnar og Stefán sýslumaður ragir til stórræða gegn honum í þessum skuldarmálum. — Enginn myndi voga sér að vefengja lögfræði- legt álit Eggerts Briem. Ekki einu sinni amtmaður, og var hann þó tal- inn kræfur lagamaður. Þetta hefur þó farið á annan veg en Björn vænti. Eggert hefur áreið- anlega sagt honum að eins og málið væri vaxið yrði afarasælast fyrir hann að reyna að leysa það eftir samn- ingaleiðinni, en fara ekki að efna til illinda. Þetta gerði Björn, en varð að segja af sér fjárhaldsmannsstarfinu og hef- ur honum áreiðanlega verið það Ijúft. Tengdasonur ekkjumaddömunnar, séra Daníel á Hrafnagili, tók þó ekki við því, eins og Björn gerði ráð fyrir í bréfinu til Eggerts, heldur Bern- hard Steince faktor Gudmannsversl- unar27 sem þegar gerir upp versl- unarreikning maddömunnar svo hún gæti að minnsta kosti keypt salt í grautinn sinn. Til að byrja með er Björn þó skrif- aður fyrir hluta verslunarskuldar- innar. Síðar er svo úttekt Jóhanns Jacobs Mohr vinsuð úr og hann lát- inn gefa út skuldabréf fyrir henni.28 Aáun séra Daníel Halldórsson hafa staðið fyrir því. Útaf þessu skulda- bréfi spratt svo sögulegt þras sem síðar verður skýrt frá. Bernhard Steincke faktor var ekki lengi að koma fjármálum ekkjumad- dömu Geirþrúðar í gott horf og er innan tíðar farinn að reka fjöruga lánastarfsemi með umframfjármuni hennar. Þetta hefur vafalaust verið að skapi vandamanna maddömunnar sem allir fá umtalsverða fjármuni að láni, sem og sjálfur sýslumaðurinn, Stefán Thorarensen, og ýmsir aðrir vel metnir borgarar Akureyrarversl- unarstaðar.29 Af Birni Jónssyni hefur farið það orð að hann hafi verið lítill fésýslu- maður. Frammistaða hans í fjármál- um maddömu Geirþrúðar bendir til þess að þetta álit hafi verið á rökum reist. Fjárhagsástæður hennar voru ekki nándar nærri eins slæmar og Björn er að reyna að segja Eggerti í bréfinu, sem sést best á því að síðar 402 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.