Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 16
Það mun lengi rætast að enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Tölum ekki meira um það.
Hérna fum] daginn fékk ég aftur
alla Evrarlandsreikningana og bréf
með að semja aðra skvrrari m. fl.
Reikningarnir hafa verið hjá amt-
manni og þeim séra Daníel prófasti
og Christni. Prófastur þykist lítið
skilja í þeim, og svo vanti skýrslu
um fjárhag hennar þá ég tók við
fjárhaldinu. Yfir höfuð held ég þeir
ekki hafa þóst finna botn í reikning-
unum, að minnsta kosti sýslumaður,
sem krefst þeirra í öðru formi en
eru, og sama held ég að sé um próf-
astinn. Ég held nú samt að ég lofi
þeim að sitja við hvað komið cr, og
segi hvað ég hefi skrifað það hefi ég
skrifað. Því ætlaði ég nú að spvrja
þig til ráða um þetta áður en réði
neitt af í því tilliti, og helst vildi ég
mcga að láta reikningana liggja í
salti þangað til ef mér auðnaðist að
sjá þig aftur hér einhverntíma í vet-
ur. En ég er hræddur um að þeir
reki eftir að fá þá fyrr, því séra
Daníel vill ekki taka við fjárhaldi
tengdamóður sinnar af mér, nema
að ég jafnframt afhendi fullkomin
skil fyrir ráðsmennsku minni frá
upphafi til enda.
Kringumstæður kerlingar fara allt-
af versnandi, ekki einungis hvað það
pekuniær13 snertir, heldur háttheldi
hennar. Alltaf situr Mohr þar, og
hefur sýslumaður þó oft skipað hon-
um frameftir að Grund, hvar hann
er þá nokkrar nætur best gjörir og
svo ofan í Eyrarland. Það lítur því
út í þessu tilliti sem Mohr sé sýslu-
maður, en sýslumaður Mohr hvað
commandoen14 snertir. Kerling held-
ur tvær stúlkur o. s. frv. Hún heimt-
ar og heimtar. Ég hefi ekkert laust,
því allt er orðið fast sem laust var,
t. a. m. obligationirnar.15 Christinn
borgar engar rentur, og ekkert er
hjá honum að hafa nema óskil og
skuldaflækjur fram og aftur. Hvergi
er lán að fá. Kaupmenn heimta
skuldir sínar og vilja ekki lána mér
handa kerlingu einn skilding framar,
svo ég stend uppi ráðalaus. Ég var,
sem máske veist, búinn að segja mig
frá fjárhaldinu í nóvember og ekk-
ert eiga við útréttingar kerlingar
meir, og sýslumaður að samþykkja
þetta. En þegar hr. sr. Daníel kom
var ekki viðkomandi að hann legði
henni eða útvegaði einn skilding
fyrr en fjárhaldið væri sér afhent.
Sýslumaður skipaði mér því enn í
millitíðinni að annast nauðsynjar
kerlingar, svo nú stendur enn við
það. Þegar kerling vissi að mér var
nú alvara að yfirgefa umsjónina með
henni, þá vildi hún að ég sleppti
henni ekki. Séra Dan’'el og kona
hans fóru fyrir jólin til kerlingar og
buðu henni til sín þá strax, en það
var ekki viðkomandi og sneru frá
Húsið sem Björn Jónsson byggði
1849, nú Aðalstræti 50. Hér var fyrsta
prentsmiðjan á Akureyri til hiisa í
mörg ár. Matthías Jochumsson bjó
fyrst í þessu húsi eftir að hann fluttist
til Akureyrar, og hann lét byggja
útbyggingu við það. Myndin er eign
Þórðar Friðbjarnarsonar safnvarðar
sem býr hér nú.
við svo búið. Nú heyri ég sagt að
sýslumaður ætli að þröngva henni til
að fara ef hún fæst ekki til þess góð-
mótlega. Er það ekki of svæsið? Mér
virðist hann hefði haft meiri rétt til
að beita valdinu við Mohr, heldur
en að reka kerlingu burtu frá eign-
um sínum, húsi og jörð, þótt hún
fari illa að ráði sínu, en á hinn
bóginn samastaðurinn svo góður hjá
prófasti sem á kosið verður, og mesta
mein að kerling skuli ekki vilja
þekkjast ráð góðra manna og sem
sjá miklu réttara en hún í slíkum
kringumstæðum. Þetta eru vandræði
sem vandi er úr að ráða. Hvað á ég
nú að taka til bragðs, sérílagi með
skuldirnar sem heimtaðar eru af mér?
Ég vildi fá Christinn til að útvega
peningalán sem nemdi fnæmi] skuld-
um móður hans, en hann er eins vilja-
laus til þess eins og hann er ráðalaus
og ráðlaus. Mér virðist sem ég hafi
fullan rétt til að heimta lánið af hon-
um þegar útborgað, fyrst hann ekki
hefur borgað rentuna. Að sönnu vill
hann liqvidera16 þessa rentuskuld
sína með rest af kostpeningum Adohr
frá í fyrra17 og er um 30 rd., en ég
hef mótmælt því og sagt það kæmi
ekkert við lúkningu rentunnar. Hún
var líka ásklin í peningum. Er ekki
að svo vöxnu lánið fallið til útborg-
unar? Þarf að kalla Christin fyrir
sættanefnd í því tilliti? Þarf annað
en reqvisera18 uppboð á jörðunum
Yi Naustum og Brekku-partinum.19
Christinn hefur að sönnu gefið kost
á að vilja selja móður sinni sinn part
í Naustum, en fyrir yfirdrifið verð,
1400 rd. Að vísu eru lfk. og leigur
og eftirgjaldið fyrir svarðarskurðinn
fullkomlega svo mikið að upphæð
sem rentu af 1400 rd. nemur. Og
heldur en eiga við Christin, þá hefði
ég kerlingar vegna gengið að þessu,
en nú er máske ekki því að heilsa að
400 Hehna er bezt