Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.12.1977, Blaðsíða 7
langað til að segja þér sannleikann, en ég lofaði að þegja.“ „Þið hafið logið að mér öll þrjú,“ sagði Eiríkur í örvæntingu, „það er best að ég fari héðan, ég hefði átt að vera farinn fyrir löngu.“ „Já, það er satt,“ sagði Einar, „mamma þín verður kannske skárri við mig þegar þú ert farinn.“ „Einar,“ sagði Rannveig með skjálfandi röddu, „heldurðu að ég verði betri við þig ef þú rekur drenginn minn í burtu? Nei það verð ég ekki. Ég hef móðurrétt yfir Fjólu og það gæti skeð að ég færi með hana. Hvemig heldurðu að þér líkaði það?“ „Þú vildir mig vegna eignanna,“ sagði Einar, „og ætli þú hugsir þig ekki um áður en þú hleypur héð- an? Svo er nú hún mamma þín, hún hefur unað sér vel hér.“ „Verið þið ekki neitt að þvæla, ég bara fer og svo er ekkert meira með það,“ sagði Eiríkur. „Ég fer fram í sveit, þar sem ég hef verið á sumrin og fæ að vera þar um jólin, svo fer ég til Reykjavíkur eftir áramótin, þá kem ég hingað og tek saman dótið mitt.“ Og hann gerði það. En jólin urðu daufleg í kaupmannshúsinu. Eiríkur fór suður og mamma hans fékk honum séreign sína, sagði að það væri föðurarfur hans. Hún skrifaði bróður sínum sem var búsettur í Reykjavík og bað hann að líta til með honum. Hann ætlaði að fá Einari gullúrið, en Rannveig bað hann að gera það ekki. „Hann var góður við þig þegar þú varst lítill og hann hefur sjálfsagt alltaf viljað vera það, þó það gengi svona. Svo er fangamarkið þitt rétt á úrinu þó þú sért Eiríksson en ekki Einarsson.“ Og hann fór með úrið, en hann kvaddi ekki stjúpa sinn. Eiríkur skrifaði mömmu sinni stöku sinnum fyrstu árin. Honum leið vel, hann vann í búð og stundaði söng- nám og var í Karlakór Reykjavíkur. Hann sendi mynd, sem stendur í skrautlegum ramma á orgelinu. Hún sýndi engum hana til að byrja með, nema ömmu hans. Myndin sýnir hóp af prúðbúnum mönnum. Og Eiríkur söng einsöng í einu laginu. „Glampar í fjarska á gullin þil-“ Hún keypti plötuna, það er best að hún spili lagið núna. Nú er enginn Einar til að hneykslast á garginu. Maðurinn á götunni stendur nú hjá stóra trénu og hlustar á hina gamalkunnu tóna, sem berast frá glugganum. Hún man önnur daufleg jól í kaupmannshúsinu. Fjóla dóttir hennar var að leika sér á skíðum og fékk svo voða- lega byltu að hún dó samstundis. Það var daginn fyrir Þorláksdag. Þá skeði það sem var þó sjaldgæft að Einar drakk sig fullan. Hann var hófsmaður á vín, þó hann ætti það jafnan. í ölvímunni barmaði hann sér sáran og sagði að þetta væri hefnd á sig fyrir það hvemig honum hefði farist við Eirík. Hann vildi biðja hann að koma heim til þeirra og Rannveig hringdi til bróður síns í Reykjavík og fékk þær upplýsingar að hann hefði fyrir stuttu farið til Kaupmannahafnar. Fjóla var fjórtán ára þegar hún dó, átti að fermast vorið eftir. Og nú komu mörg sönglaus ár, hljóð og dapurleg ár. Einar fór að drekka mikið. Á stuttum tíma hrakaði honum svo til sálar og líkama að furðulegt var og svo fékk hann slag og varð ósjálfbjarga aumingi í mörg ár, var nú dáinn fyrir tveimur árum. Þau seldu verslunina og neðri hæðina í húsinu og Rannveig fór að selja skólafólki fæði og hús- næði. Hún fékk kort frá Eiríki, falleg kort, frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og seinast frá London. Síðan voru þrjú ár. Hann skrifaði ekki annað á kortin en kærar kveðjur og að honum liði vel, það var nóg, hún saknaði þess þegar kortin hættu að koma. En svo barst henni flugufregn um að hann væri kominn til Reykjavik- ur. Hún trúði því og vonaði að hann kæmi norður. Vonaði eftir bréfi eða kveðju frá honum, vonaði jafnvel að hann kæmi fyrir jólin, en nú var sú von að deyja. Eiríkur skildi eftir orgelið og grammófóninn og allar plöturnar þegar hann fór. Ein var sú plata sem hún hafði aldrei fengið sig til að spila, það var platan sem hann kom með heim, þegar ósköpin dundu yfir. „Ég er ekki sofnuð enn,“ kallar gamla konan innan úr svefnherberginu. „Viltu ekki spila plötuna um laugar- dagskvöldið, ég hef stundum heyrt hana í útvarpinu?“ Og nú glymur í annað sinn frá fóninum: „það var kátt hérna um laugardagsköldið á Gili---“ Þá er dyrabjöllunni hringt og Rannveig gengur til dyra. Hún sér ókunnan mann í dyrunum og undrast hvað hann er seint á ferð. Og þó undrast hún enn meira þegar hann réttir fram báðar hendur og segir: „Gott kvöld, mamma, blessuð og sæl.“ Rannveig verður náföl og hörfar afturábak. „Eiríkur,“ stynur hún upp, „getur það verið að þetta sért þú sjálfur." Gesturinn brosir, tekur af sér húfuna og hneppir frá sér frakkanum og nú kannast hún við augun hans og hrokkna hárið, þó það hafi dökknað með árunum. „Já, ég þekki þig, ó hvað það er gott að þú ert kominn. Velkominn heim.“ Og þau faðmast og kyssast. „Elsku mamma, fyrirgefðu mér að ég hef ekkert látið þig heyra frá mér í þrjú ár,“ segir Eiríkur, „ég skal segja þér orsakir til þess.“ 'i niii. Vt Heima er bezt 391

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.