Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 4
„ Metnað
hef ég, já.
Ég vö ekki
leggja nafn
mitt við
neitt annað
en það sem
vel er
gert“
Forsíðu
viðtalið
Sigríður G. Schiöth
organisti á Húsavík
Ég stóð mina plikt
GUÐBRANDUR
MAGNÚSSON
skráði
„Ég veit ekki hvernig hefði farið fyrir mér, ef ég hefði ekki
haft tónlistina við að glíma allt mitt líf, því hún er helm-
ingurinn af mér, ef ekki meira.“
Sigríður Guðmundsdóttir heitir hún, sem þessi orð segir.
Hún varð Schiöth þegar hún giftist Helga Schiöth frá
Akureyri. Hún er fædd 3. febrúar 1914 að Lómatjörn í
Höfðahverfi við Eyjafjörð, tíunda barn foreldra sinna,
þeirra Valgerðar Jóhannesdóttur og Guðmundar Sæ-
mundssonar.
„Ég fæddist og ólst upp í baðstofu, eins og títt var á þeim
árum, til tólf ára aldurs. Foreldrar mínir fluttust í Lóma-
tjörn vorið 1903, höfðu áður átt heima á Grenivík, þar sem
faðir minn hafði byggt hús, fengið hluta úr landi Greni-
víkur og nefnt það „Hlaði“. Þar bjuggu þau í átta ár og
eignuðust fjögur börn. Á Grenivík hafði afkoman mest
byggst á sjósókn, en faðir minn átti um tíma tvo stóra
árabáta, sem róið var til fiskjar. Um það leyti voru vél-
bátarnir að koma til sögunnar og faðir minn treystist ekki
til að leggja í þann kostnað, að kaupa vélbát, svo hann seldi
Hlaði og flutti í Lómatjörn. Mun það hafa verið mikið
vegna móður minnar, sem alltaf var hrædd um pabba á
sjónum og einnig var hún hrædd um litlu börnin sín fyrir
sjónum. Þó fór hann einstöku sinnum í róður með mönnum
á Grenivík, til að fá fisk til heimilisins.
Á Lómatjörn eignuðust foreldrar mínir sjö börn til við-
bótar, svo mannmargt var alla tíð heima. Þau höfðu alltaf
7 6 Heima er bezt