Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 13
Fáein orð um heiðurshjón Það hefur komið í minn hlut að skrifa hér örlítinn þátt um hjónin Kristínu Ámundadóttur og Skæring Sigurðs- son og nánustu ættmenni þeirra. Aldrei hefur það þótt glæsileg byrjun á grein, að fara með afsakanir, t.d. vegna ónógs undirbúnings, sem gæti hafa stafað af tímaleysi, eða að- stöðuleysi til öflunar heimilda o.s.frv. Ég sleppi afsökunum. Hitt mega þó allir vita, að allt það, sem ég nefndi hér að framan, á við um þessa grein mína. Til að gera þvílíku efni sæmileg skil, þarf góðan tíma og aðstöðu til að nálgast heimildir og að vinna úr þeim. Hvorttveggja þetta skortir mig, en það breytir ekki því, að ég vil svo sannar- lega minnast þeirra heiðurshjóna, Kristínar Ámundadóttur og Skærings Sigurðssonar á Rauðafelli. Flest af þvi, sem hér er tínt til af staðreyndum um þau hjón, er komið á blað með hjálp minnar góðu frænku, Aðalbjargar, elstu dóttur þeirra hjóna, — og er ég henni afskaplega þakklátur fyrir. Kristín húsfreyja á Rauðafelli var fædd 15. apr. 1886, að Bjólu i Holtum. Var hún dóttir hjónanna þar, Ragn- heiðar Eyjólfsdóttur, Björnssonar flutt á ættarmóti í Skógum undir Eyjafjöllum 18. júlí 1981 bónda í Þorlákshöfn og Herdísarvík, Oddssonar bónda að Þúfu i Ölfusi og Ámunda bónda hennar Filipussonar, Þorsteinssonar Vigfússonar, einnig bónda í Bjólu, sem í heimildum frá harðindaárunum 1780-88 er nefndur „víðkunnur heiðursmaður“. — Kristín var þannig af bændafólki komin í báðar ættir. Heyrt hef ég sagt að ættfólk Ámunda hafi verið og sé áberandi myndarlegt fólk og konur margar sérlega fríðar sýnum. — Ekki skal ég leggja neinn dóm á þau orð, en hitt veit ég að Kristín Ámundadóttir var afar fríð kona. Ég var aðeins á 5. aldursárinu, þegar Kristín lést, en ég man samt vel eftir henni. Þá var hún rúmliggjandi sjúklingur heima á Rauðafelli og barðist við „hvítadauða“, vonlausri baráttu. Hann lagði margan í gröf á þeim árum. — Hið föla, fagra andlit stendur mér enn ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Hún var aðeins hálf fimmtug að aldri. Mér er einnig minnisstæð jarðarför Kristínar fyrir þá sök, að mér var leyft að fara með til kirkjunnar og allt var svo framandi og undarlegt í augum heimalningsins unga, að atburðurinn hefur grópast inn í minnið. Kristín Ámundadóttir lést 29. sept. 1932 og var jarðsett að Eyvindarhól- um. Skæringur, bóndi á Rauðafelli, var jafnaldri konu sinnar, fæddur 14. mars 1886. Var hann 3. barn hjón- anna á Rauðafelli, Jakobínu Stein- varar Skæringsdóttur og Sigurðar Sveinssonar. Jakobína Steinvör, móðir Skærings, var fædd 8. ágúst 1858, dóttir hjón- anna í Skarðshlíð, Guðlaugar Eiríks- dóttur frá Húsagarði á Landi, sem var af hinni svonefndu Bolholtsætt, og Skærings Árnasonar, bónda hennar. Jakobína lést 8. febr. 1917. Sigurður, faðir Skærings, var fæddur 10. ágúst 1851ogeru þvíþessa dagana nákvæmlega 130 ár frá fæð- ingu hans. Sigurður var af Selkots- Heima er bezt 8 5

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.