Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 8
Hafnarstræti23. Heimili tengdaforeldra Sigríðar á Akureyri.
annað um að ræða en að fara í vist. Ég var lengi á báðum
áttum um hvort ég ætti að gera það, en góð vinkona mín
sagði þá við mig: „Blessuð vertu, þú skalt bara drífa þig,
maður lærir svo margt í góðum húsum, það er alveg eins og
vera á skóla.“ Ég fór svo og var í vist hjá Schiöth-fólkinu í
Hafnarstræti 23. Þá var ekki margt fólk í heimili og ég átti
öll kvöld frí og gat því verið í báðum kórunum eins og áður
sagði. Ég lærði þarna heilmargt til húshalds og matargerð-
ar, sem sumt var mjög frábrugðið því sem þá tíðkaðist í
sveitum.“
„Nú þekkist það ekki lengur að vinnukonur starfi á
heimilum, ekki að neinu ráði að minnsta kosti. Getur þú
ekki sagt mér eitthvað meira af starfi þínu?“
„Venjulegast voru heimilin mannfleiri en nú tíðkast og
því meira að gera. Það var rafmagn, en fá rafmagnstæki,
aðallega var rafmagnið notað til ljósa. í Schiöths-húsinu
var kolavél sem var kveikt upp í á morgnana og svo var
látið deyja í henni eftir hádegið.
Þegar ég byrjaði að vinna þarna spurði ég hvenær ég ætti
að fara á fætur og mér þótti það nokkuð snemmt þegar mér
var sagt, að ég ætti að vera komin á fætur um sjöleytið.
Á þessu heimili var gömul kona sem vann ákaflega mikið
að ýmsum heimilisstörfum. Hún var dóttir fyrsta barna-
skólastjórans á Akureyri, Jóhannesar Halldórssonar, hann
var guðfræðingur en tók aldrei vígslu. Konan var nefnd
Margrét Halldórssen, hún var vel menntuð, hafði verið í
lýðháskólanum í Askov í Danmörku. En síðan geðbilaðist
hún, það var allt saman mjög sorglegt. Hún var á þremur
sjúkrahúsum úti í Danmörku og kom síðast heim í fylgd
hjúkrunarkonu. Þessi sjúkrahúsvist varð ákaflega dýr og
varð að selja hálfa jörð sem hún átti vestur í Skagafirði fyrir
kostnaðinum. Margrét var í vist hjá nokkrum heimilum
eftir að hún kom heim og um það leyti sem Helgi, maður-
inn minn, var nýfæddur voru Axel og Margrét, tengdafor-
eldrar mínir, beðin fyrir hana sem þau og gerðu. Konan var
mjög elsk að barninu og vildi helst hvergi vera nema hjá
því. Húsið, Hafnarstræti 23, er stórt hús og mikið að hirða,
en Margrét sá algjörlega um allar hreingerningar, einnig
um saumaskap og viðgerðir á fötum. Ég var aftur á móti
nær eingöngu við eldhúsverkin, sá um alla matseld og
matargerð, því móðir Helga var alla daga við vinnu upp í
Lystigarði þegar voraði og öll sumur. Helgi var á svipuðum
aldri og ég og felldum við hugi saman. Giftum við okkur
árið 1941. Áður hafði ég farið á kvennaskóla á ísafirði,
kom svo til baka og var á Akureyri í um eitt ár, þar á
eftir var ég aðstoðarráðskona í Kristnesi. Þá fór ég suður til
Reykjavíkur, þar var Róbert vinur minn og kennari og
hann dreif mig í að syngja tvisvar í útvarpið. Þá var ekki um
það að ræða að syngja inn á segulband, heldur varð að
útvarpa því beint. Þetta var að sjálfsögðu mikil stund. Páll
ísólfsson var þá alls ráðandi i tónlistarmálum útvarpsins og
hann þurfti að prófa mig áður. Þetta stúss var allt mjög
skemmtilegt. Dálítið gerði ég að því, að syngja á skemmt-
unum í Reykjavík þennan vetrarpart og fékk svolitla aura
fyrir.
Þegar Reykjavíkurdvölinni var lokið dreif ég mig aftur
norður og við Helgi giftum okkur 9. apríl 1941. Fyrst í stað
vorum við hjá tengdaforeldrum mínum í Hafnarstræti 23,
80 Heima er bezt