Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 25
Veiðisögur Sigtryggs Símonarsonar: Qveniuleg veiði Það var haustið 1937. Um sumarið hafði ég verið í kaupavinnu yfir hey- skapartímann hjá Jóhanni Valde- marssyni á Möðruvöllum, sem þá bjó þar, en gerðist síðar bóksali á Akur- eyri og er nú búsettur í Reykjavík. Ég vann hjá honum einnig um haustið við kartöfluupptöku, fór í göngur og sinnti yfirleitt þeim störfum er til féllu yfir sláturtíðina. Er Jóhann hafði ekki þörf fyrir vinnu mína lengur sömdum við svo um að hann seldi mér fæði fram að nýári, því að ég hafði hugsað mér að vera minn eigin húsbóndi þann tíma. Auk þess að rækta leti mína hafði ég ákveðið að stunda rjúpnaveiði þegar veðrátta leyfði. Skotfærabirgðir mínar voru tak- markaðar og til að ráða bót á því brá ég mér til Akureyrar, svo að stórveiði mín skyldi ekki bregðast vegna vönt- unar á þeim, enda vafalaust átt fleiri erindi. Kominn heim að kveldi lýsti ég því yfir að nú færi ég til rjúpna daginn eftir. Ekki man ég hvoru megin mán- aðamóta okt. — nóv. þetta var, en nokkrum dögum fyr gerði töluverða snjókomu og dró í skafla í giljum og dældum. Sauðfénað höfðu bændur þegar hýst og var ekki vitað um kindur á þeim slóðum er ég hugðist athuga, nema hvað Pál Guðmundsson, sem löngum var kendur við Seljahlíð, en bjó þá í tvíbýli á Helgastöðum, vant- aði örfáar ær. Hann var þá nokkuð roskinn, aldrei léttfættur, enda hafði hann enga leit gert að skjátum sínum. Ég fór að sofa seint um kvöldið og minnir mig að þá væri lítilsháttar snjókoma, en næstum kyrrt veður. Um nóttina hvessti, með talsverð- um fannburði, og þegar ég vaknaði seint að morgni var hvasst af norðri og mikið renningskóf, ekkert veiðiveður. Það var nokkuð jafnsnemma að Jóhann bóndi kom inn frá gegningum og ég drattaðist að morgnunverðar- borði. Það var glettni í Jóhanni og hann spurði hvort ég hefði ekki verið búinn að ráðgera veiðiferð og kímnin leyndi sér ekki, er hann lét hógvær- lega í það skína að ekki virtist vera mikill asi á mér. Ég tók því, að sjálf- sögðu, vel og kvaðst ekki myndi hika við för, er ég hefði lokið morgun- saðningu. Að henni lokinni bjó ég mig til ferðar, tók byssu mína og rölti af stað. Veður var tekið að lægja lítilsháttar og snjókoma nær engin. Byljótt var þó og þá var renningskófið svo mikið að ég sá lítið meira en niður fyrir fætur mér. Þess á milli rofaði nokkuð til, en reyndar hvaða fáviti sem var hefði getað sagt sér sjálfur að engrar veiði var von. Ég vissi það fullvel og þegar ég rambaði upp Möðruvallatúnið, áleið- is til fjalls, undraðist ég með sjálfum mér að ég skyldi láta glettni Jóhanns siga mér af stað. Auk þess vissi ég að grínið myndi varla verða minna er ég kæmi fenglaus úr ferð. Ofan við fjallsgirðinguna nam ég staðar augnablik og hugleiddi hvernig haga skyldi ferð. Reyndar skipti engu máli hvert haldið var í slíkri flanferð, en ég ákvað þó að ganga upp syðri gilbarm bæjarlækjar Möðruvalla, upp undir Mörðuvallahnjúkinn og afráða þar hvað gera skyldi. Ekki man ég eftir að ég gerði mér neina grein fyrir því hversvegna ég valdi þá leið, sem ég fór aldrei endranær, en dettur í hug að þar um hafi ef til vill einhverju ráðið að í norðurbarmi gilsins var allmikil fönn og jafnvel smáhengjur í brún, en suðurvangur þess nær snjólaus. Því réði hvassviðrið, sem sópaði snjónum suður af brún norðurbarmsins en hreinsaði því betur til i syðri barmin- um. Auðvitað vissi ég — sjálf rjúpna- skyttan — að rjúpur fengu fæðu sína þar sem jörð var auð, en ekki þar sem djúpur snjór huldi gróðurland. Ef til vill hefi ég vonast eftir að einhverjir þessara gullfögru fugla væru nú að seðja hungur sitt í næstum auðum suðurbarmi gilsins. Bæjargilið er mjög grunnt neðan til, dýpkar smátt og smátt, þá ofar dregur, svo að það nær nokkuð margra metra dýpt, en hvergi illgengt. Ég silast áfram, þvi að mér liggur ekkert á, og er nú kominn spölkorn upp með gilinu, sem hér er farið að dýpka allverulega. Stormkóf þýtur yfir og ég stansa meðan það ríður hjá, en að því loknu svipast ég um. Hið fyrsta sem ég sé er kind, sem stendur í miðju Möðru- vallalækjar. Þó ber hana svo hátt, í snjónum, að ég er hálfvegis hissa því að djúpur snjór hylur botn gilsins. Ég sé að það er útilokað að skepnan komist, af sjálfsdáðum, yfir í auðan reit andspænis og skunda henni til hjálpar. Kominn á staðinn sé ég tvennt samtímis. Þetta er roskin ær, sjálfsagt margra Iamba móðir, en hvað hana bar hátt fyrir sjónum mínum orsakast af því að hún stendur uppi á stórum steini í miðjum læknum. Jafnsnemma sé ég gat á snjóþekjunni, sem er yfir lækn- um, í vari við steininn og niðri í gatinu er önnur ær, með alla fætur í vatni. Ég dreg hana tafarlaust upp úr og ber hana í fangi til syðri gilbarms og legg hana þar frá mér og bíð andartak eftir viðbrögðum hennar. Hún er ákaflega dauf og reynir ekki að rísa á fætur. Ég reisi hana á fætur, en hún getur varla staðið óstudd og ef hún reynir að hreyfa fætur veltur hún um koll. Ég læt hana eiga sig og sæki kynsystur hennar, sem er mun betur á sig komin og bar hana einnig í fangi til betri lífs- viðhorfa. Svo tek ég til við að nudda vatnsblautar og ískaldar fæfúr hinnar, sem er harla dauf í dálkinn. Ekki man ég eftir, en þykir einkar líklegt, mál- venju minnar vegna, að ég hafi haldið dálítinn fyrirlestur yfir henni jafn- Heima er bezl 97

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.