Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 11
verið þannig, að það sem ég hef tekið að mér, hef ég gert
eftir bestu samvisku. Ég gæti varla risið undir því að gera
alvarlega skyssu í guðshúsi, ég ber það mikla virðingu fyrir
athöfninni.“
„Þú hefur mikinn metnað....“
„Metnað hef ég, já. Ég vil ekki leggja nafn mitt við neitt
annað en það sem vel er gert. Það er nokkuð ríkt í okkur
systkinunum að vera trú yfir því sem okkur er falið og gera
það vel.“
„Nú er svo komið að varla sést nokkur kirkjugestur
syngja í messu, aðeins kórinn syngur. Er þetta ekki miður?“
„Það eru rök bæði með og móti þessu. Það er mikið um
þetta rætt og alltaf verið að reyna að fá fólkið til að syngja.
Sum lög eru ágætlega til þess fallin, þau sem eru á milli-
tónum, en stór hluti af kirkjutónlistinni er þannig að það er
ekki viðlit að almenningur geti sungið hana alla. Það er
ekki nema fyrir afbragðs góða söngvara að syngja slík lög.
Ég hef prófað stundum að láta kórinn syngja einraddað, og
það hefur þau áhrif að kirkjugestir taka frekar undir.“
Afskipti Sigríðar af tónlistarmálum hafa skilið víða eftir
sig spor, bæði i Eyjafirði og Húsavík. Eitt sinn starfaði hún
einnig að sérstöku verkefni í Húnavatnssýslum.
„Árið 1974, þjóðhátíðarárið, voru öll héruð með sínar
sérhátíðir eins og mönnum er kunnugt. Um veturinn var
haft samband við mig úr Húnavatnssýslum og ég beðin að
æfa kóra, sem áttu að syngja um sumarið. Ég þeyttist um
Fjölskyldan. F. v. Reynir, Helgi, Valgerður, Sigríður og Margrét.
tvær sýslur, þverar og endilangar, til að æfa kirkjukórana,
sömu lögin hjá öllum kórunum. Að lokum var æfing, þar
sem allir kórarnir komu saman á Blönduósi í páskavikunni.
Einnig tók ég að mér að æfa þjóðdansa og því varð þetta
heilmikil vinna, sem fór hálf illa með mig, því ég fékk snert
af astma. Um sumarið, vikuna fyrir þjóðhátíðina, var ég
orðin svo aum, að ég lá fyrir alla daga, en hafði æfingar á
kvöldin. 8. júlí þegar þjóðhátíð Húnvetninga var lokið, fór
ég aftur heim í Eyjafjörð aðframkomin. Morguninn eftir
var ég lögð inn á sjúkrahúsið á Akureyri, en mér tókst þó að
ljúka mínu verkefni, ég stóð mína plikt.
Mér hefur fallið vel við fólkið hér á Húsavík og til gam-
ans ætla ég að segja eina skemmtisögu frá mínum fyrstu
dögum hér.
Þegar fyrsta söngæfingin hófst hér í kirkjunni, er ég var
nýkomin, var ég búin að heilsa söngfólkinu og eitthvað var
búið að syngja. Þá kemur vasklegur maður inn á söng-
loftið, heilsar mér og hélt ég að þar væri einn síðbúinn
söngmaður, spyr hann því, hvort hann syngi tenor eða
bassa. Svarar hann að bragði, að hann sé nú aðalein-
söngvarinn í þessu húsi. Rak þá fólkið allt upp skellihlátur,
því þetta var þá blessaður sóknarpresturinn, sr. Björn H.
Jónsson, sem ég þekkti ekki í sjón. Hefur okkar samstarf
verið með ágætum þessi ár, sem ég hef verið hér.
Fólkið í Eyjafirðinum var mér líka mjög gott, hélt mér
heiðurssamsæti á sextugsafmæli mínu og gaf mér dýrar og
Myndin er tekin rétt fyrir 1960.