Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 9
/ ,,Lénharði fógeta“ 1945. Mótleikari Sigríðar er Jón
Norðfjörð.
en fluttum síðan upp í Litlu-Hlíð sem er fyrir ofan Akur-
eyri. Helgi hafði fengið þá bakteríu í vöggugjöf að hafa
áhuga á búskap, vildi eiga og umgangast skepnur. Hann
keypti Litlu-Hlíð af pabba sínum, túnið og þær skepnur
sem þar voru. Tengdapabbi hafði haft þarna heilmikinn
búskap, bæði með kýr, hesta og hænsni. Hann rak bak-
arí og notaði afurðir þessa bús í brauðgerðina. Þarna upp-
frá settumst við sem sagt að en þar hafði ég ekkert hljóðfæri
og því fór mér aftur um tíma. í Litlu-Hlíð bjuggum við í
þrjú eða fjögur ár og á þeim árum fór ég að leika með
Leikfélagi Akureyrar; í Gullna hliðinu, Skálholti og Lén-
harði fógeta. Frá Litlu-Hlíð fluttum við okkur niður í
Búðargilið, áttum efsta húsið í gilinu, en seldum helming-
inn af túninu. Þar vorum við í um tvö ár, eða þangað til við
fluttum fram í Hólshús í Hrafnagilshreppi. Helgi vann í
lögreglunni á Akureyri, líkaði illa og vildi komast burtu.
Hann var alltaf að tala um það, að við skildum fara að búa
út í sveit. Ég var heldur á móti því, hélt að þá yrði ég út úr
allri leiklist og tónlistarlífi. Þegar Hólshús voru auglýst
slógum við til, ég hélt nú reyndar að hann myndi guggna á
þessu, en hann var þaulsætinn.... Þú heyrir þetta Helgi
minn,“ kallar Sigríður til manns síns. Jú, Helgi heyrir.
„Eftir að ég kom fram í Eyjafjörð fékk ég hljóðfæri og
yarð organisti í þremur kirkjum og fór að æfa kóra og fleira
sem ég hafði áhuga á. Þarna eins og víðar vantaði organista
og núna er þetta orðið enn alvarlegra. Unga fólkið í sveit-
unum virðist ekki hafa neina rænu á því að læra að spila
svo hægt sé að hafa einhverja tónlist í kirkjunum. Þarna
fremra var ég líka í leiklist, þannig að þú sérð að það var við
nóg að vera. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að leika og
hef enn í dag.
Þegar okkar eini sonur, Reynir, komst upp, giftist hann
Þuríði Thorlacius, flutti til Akureyrar og vann þar í verslun.
Helgi vildi að hann flytti frameftir og kæmi til liðs við
I ,,Skrúðsbóndanum“ 1966.
búskapinn og buðum við honum því hálfa jörðina ef hann
vildi koma og búa með okkur. Það varð úr og býr hann nú á
Hólshúsum. Yngsta dóttir okkar, Valgerður, býr einnig í
Eyjafirði, á Rifkelsstöðum, gift Gunnari Jónassyni. Þegar
hún var í Menntaskólanum flutti ég til Akureyrar og vann
fyrir henni, mér fannst ónauðsynlegt að ég og tengdadóttir
mín þyrftum báðar að vera í sama eldhúsinu á Hólshúsum.
Þriðja barn okkar, Margrét Anna, býr hér á Húsavík, gift
Árna Sigurðssyni. Eftir þetta var ég í Reykjavík við
kennslu, kenndi börnum tónmennt í fjóra vetur, kom heim
á sumrin og um hátíðir.
Á hverju ári, nú hin síðari ár, hef ég farið á námskeið á
vegum kirkjunnar í kirkjutónlist, en þessi námskeið hafa
oftast verið haldin í Skálholti og einu sinni á Akureyri.“
„Hvers vegna þessi áhugi á kirkjutónlist, fremur annarri
tónlist?"
„Jú, sjáðu til. Þegar ég kom í Eyjafjörðinn var svo mikil
þörf og það hefur sennilega orðið til þess að ég einbeitti
mér að þessu. Til þess að vera góður kirkjuorganisti er ekki
nóg að geta spilað skammlaust á orgel, maður þarf að vera
klár á messuforminu og mörgum reglum, sem kirkjugestir
verða aldrei varir við, þeir halda flestir að þetta komi af
sjálfu sér. En þarna má engu skeika ef ekki á illa að fara.“
„Hvað kom til, að þú fórst til Húsavíkur?“
„Það var auglýst eftir organista þar og fyrst í stað fannst
mér fráleitt að huga að þessu. Síðan kom svolítið upp á,
sem varð til þess að ég fór inn á Akureyri og hringdi í
Ingvar bóksala og spurði hann hvort búið væri að ráða í
starfið. „Það á að gera það klukkan sex í dag,“ sagði Ingvar.
„Ef þú ert að hugsa um að sækja um, þá skalt þú senda
símskeyti núna strax.“ Ég gerði það og fékk starfið. Fyrsta
veturinn minn á Húsavík var ég ein, en Helgi kom annað
slagið og var hjá mér. Það varð síðan úr, að við seldum
Reyni syni okkar Hólshús, nema hvað við eigum þar enn
Heima er bezl 81