Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 14
ættinni, 5. liður frá ættföðurnum Jóni ísleifssyni, lögréttumanni í Selkoti. Bjuggu forfeður hans mann fram af manni undir Eyjafjöllum og í Mýrdal: Sveinn, faðir Sigurðar bjó í Skarðs- hlíð, en Sigurður afi hans, Bjarnason, bjó i Sólheimahjáleigu. Sigurður Sveinsson lést 24. júní 1920. Þau hjón, Jakobína og Sigurður bjuggu allan sinn búskap á Rauðafelli og eignuðust þau 11 börn. Eru nú 3 þeirra á lífi: Guðlaug og Ragnhildur í Reykjavík og Árni Sveinbjörn Kjart- an í Vestmannaeyjum. Ég þekkti Skæring móðurbróður minn mæta vel. Hann var myndar- legur á velli og bar mikla persónu. Hann var verklaginn og góður smiður og hafði yndi af söng og mannfagnaði og var afskaplega hjálpsamur og greiðvikinn að eðlisfari. —Við vorum saman heilan vetur á heimili Elínar systur hans í Vestmannaeyjum. Það var 1944-45. Þá var hann hættur bú- skap og búinn að ganga í gegnum mikil og alvarleg veikindi. Á þessum árum var ég vegalaus, ef svo má segja. Móðir mín missti heilsuna og ég varð heimilislaus. Það mátti því segja að það væri jafnt á komið með okkur frændum hvað þetta varðar, og lík- lega hafa þessar aðstæður fært okkur nær hvor öðrum. Ég hafði mikið til hans að sækja, unglingurinn. Hann var um sextugt, lífsreyndur og vitur. Ég stend í mikilli þakkarskuld við hann. Skæringur lést 27. febr. 1973 og liggur við hlið konu sinnar í Eyvind- arhólakirkjugarði. Þegar Kristín og Skæringur hófu búskap var það fyrst í Hrútafellskoti, en þau fluttust mjög fljótlega að Rauðafelli, þar sem þau bjuggu svo alla sína búskapartíð. Þau eignuðust 14 börn og eru 10 þeirra á lífi nú. Ég mun hér telja upp nöfn barna þeirra í réttri aldursröð ásamt fjölda lifandi barnabarna. Hefði verið gam- an að geta nefnt nöfn allra afkomenda þeirra hjóna eða geta greint frá fjölda þeirra. Til þess treysti ég mér ekki vegna aðstöðuleysis. 1. Sigriður (dó ung). 2. Sigurþór, fyrrum bóndi á Rauða- felli, nú búsettur í Þorlákshöfn. Hann var kvæntur Bergþóru Auðunsdóttur, sem nú er nýlátin. Börn þeirra eru 5 á lífi. 3. Aðalbjörg, búsett í Reykjavík, gift Hermanni Guðjónssyni. 3 börn. 4. Einar, búsettur í Reykjavík. Kvæntur Guðríði Konráðsdóttur. 2 börn. 5. Ásta Ragnheiður, búsett í Reykjavík. 1 barn. 6. og 7. Baldvin og Georg, tvíburar. Kona Baldvins er Þórunn Elías- dóttir og búa þau nú í Mosfells- sveitinni. 9 börn. Kona Georgs er Sigurbára Sigurðardóttir og búa þau í Vestmannaeyjum. 6 börn. 8. Jakob (lést fulltíða maður). 9. Sveinborg Anna. Búsett í Reykjavík. 10. Rútur, kvæntur Guðbjörgu Jóns- dóttur. Þau búa í Vík í Mýrdal. Börn 3. 11. Guðfinna (dó ung). 12. Guðmann, kvæntur Ósk Alfreðs- dóttur. Búa í Hafnarfirði. Börn 2. 13. Andvana fætt barn. 14. Kristinn, kvæntur Þorbjörgu Jóhannesdóttur. Búa í Kópavogi. Börn 4. Eiríkur Eiríksson. Oft Dar leyndist ' ítið stef Eins og lesendum er kunnugt þá er Dægurljóðaþáttur Eiríks Eiríkssonar hættur. Margir munu eflaust sakna Dægurljóða Eiríks, enda var Eiríkur laginn við að finna skemmtileg og fáséð ljóð, einnig tókst honum að gæða ljóðin lífi með frásögnum tengdum þeim og hugleiðingum ýmiskonar. Kristbjörg Vigfúsdóttir, Melum, hefur sent blaðinu „lítið bréf til fráfarandi stjórn- anda þáttarins Dœgurljóð“ og þar sem við vitum að hún mælir fyrir munn margra lesenda er okkur sönn ánægja að birta þetta ljóðabréf. Löngum dægur-ljóðin snjöll las ég mér til gleði, þó þau væru ekki öll eftir mínu geði. Oft þar leyndist lítið stef sem ljúfa vakti minning. Þér ég sendi þetta bréf með þökk fyrir góða kynning. 86 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.