Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 26
framt blóðrennslisörvunartilraunum mínum. Til dæmis: Hve hún yrði sér til skammar ef hún færi nú að drepast hér, komin á þurrt land, eftir að vera búin að þrauka margar klukkustundir í klóm dauðans, í von um áframhald- andi vesælt líf. Og þá hefi ég vafalaust einnig sagt henni að þó að hún virtist nokkuð roskin væri áreiðanlega ekki loku fyrir skotið að hún gæti ennþá eignast snoturt afkvæmi, sem gæti aukið ánægju hennar á ellidögum. Ég vil ekki fullyrða að svo hafi orð mín fallið, en það man ég að ég masaði stanslaust við hana, á meðan ég reyndi að koma blóðrás á hraðari ferð í gegnköldum limum hennar. Hvort hún hefur skilið mig og skapharka hennar, fóstruð við óblíð æfikjör, bannað henni að gefast hér upp, eða tilraunir mínar að koma lífi í kulda- stirðnaða limi hennar hafa ráðið hér úrslitum veit ég ekki, en hvort heldur sem var gat hún staðið þegar ég loks- ins reisti hana á fætur og riðaði þó svo á fótum að ég þorði ekki að yfirgefa hana fyrr en eftir nokkra stund, er hún virtist dálítið farin að styrkjast. Ennþá lagði ég leið mína upp gil- barminn, en nú var allur veiðihugur horfinn mér. En fyrst að þessar kindur höfðu hrakist í gilið hlaut sú spurning að vakna hvort ekki gæti skeð að fleiri hefðu farið sömu leið. Þó man ég að mér fannst ósennilegt að ég yrði fyrir fleiri höppum í þessari ferð. Ég var samt ekki kominn langt upp með gil- inu, er ég sá lamb á beit í syðri barmi gilsins og næstum samtímis kom ég auga á ærhöfuð upp úr snjónum, ofarlega í nyrðri barminum. Þar slútti dálítil snjóhengja fram, uppi yfir. Ég fór á svig við lambið sem var gimbur, til þess að styggja það ekki, komst til rollunnar með tals- verðum umbrotum, því að þarna var snjórinn ansi djúpur og dró hana svo eftir slóð minni yfir gilið, spölkorn niður gilbarminn, þangað sem lambið var og sleppti henni þar. Og ennþá reikaði ég af stað upp með gilinu. Ég á skammt ófarið að rótum Möðruvallahnjúks er ég kem auga á fimmtu kindina. Þetta er ær norðan við gilið, sem þarna grynnist verulega. Ærin er á örfárra fermetra auðum bletti, en norðan hvassviðrið ásamt snjókomunni hefur gert sér til gamans að byggja snjóvegg kring um hana. Hann er hringlaga, um það bil tveggja metra hár brekkumegin, en lækkar undan brekkunni og er þó ríf- lega meters hár þar sem hann er lægstur. Ég hafði heyrt menn tala um svona fyrirbæri og þeir kölluðu þetta „svif“, efalaust vegna þess að vissar aðstæður skipuðu svo til að vindsog myndaðist í miðju blettsins og varði hann snjó- komunni. Ég hafði jafnvel, er ég var krakki, heyrt um það talað að kindur hefðu fundist innilokaðar í „svifi“. Sjálfur hafði ég séð svona staði og sá þó fleiri síðar á æfi, en þetta „svif“ er það lang myndarlegasta sem ég hefi nokkurn tíma séð. Ég hraðaði mér yfir í „svif- ið“ og handsamaði rolluna, sem var einkar auðvelt verk þar eð hún hafði lítið undanfæri. Ég kom henni þangað sem ég hafði skilið við lambið og á nr. 3 og rak svo þessar kindur niður með gilinu þangað sem ég hafði skilið við fyrstu ærnar. Mér til miklar ánægju var sú fótkalda farin nokkuð að hressast, en var þó fremur bágræk er ég rak þennan hóp niður að Möðru- völlum. Ég lét þessar kindur inn í Sveinshús, en það voru fjárhús er stóðu nær efst í túninu á Möðruvöll- um. Þar hafði Jóhann bóndi kindur og þar var mjög hlýtt, sem efalaust hefur komið sér vel fyrir fótkalda vesaling- inn. Svo arkaði ég heim og hefi vafa- laust borið hala minn hátt. Meðan á þessu æfintýri stóð hafði veður sífellt farið batnandi og mátti kallast gott við ferðalok, enda nokkuð liðið á dag. Stuttu fyrir rökkur fékk ég aðstoð vinnumanns Jóhanns, vinar míns, Friðjóns Jóhannessonar, að reka þessar kindur út að Kálfagerði því að mark Jóns Sigfússonar, er þar bjó þá, var á gimbrinni. Ærnar átti Páll á Helgastöðum og Jón tók að sér að koma þeim til skila og réði mestu um að við fórum ekki með þær alla leið að sú fótkalda var ennþá lítt fótfrá, þó að greina mætti framför. Gimbrina kvaðst Jón ekki eiga þar sem hann væri búinn að kollheimta. Hann auglýsti eftir eiganda mjög fljótt og veit ég ekki hvort nokkur gaf sig fram. Þrátt fyrir það vildi hann endilega greiða mér fundarlaun fyrir lambið, sem mér tókst þó að komast hjá að taka við, með eindregnum mótmælum. Þar gerði Páll mér mun léttara fyrir, er við hittumst stuttu síðar, því að hvorki þakkaði hann mér né heldur skammaði mig fyrir að koma rolluskjátunum í húsaskjól. Engra þakka þurfti ég með, því að svo einlæg var ánægja mín yfir happa- sælum feng í þessari fábjánalegu veiðiferð. Frost herti um kvöldið og ærin sem stóð í læknum hefði örugg- lega ekki lifað nóttina af. 98 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.