Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 10
íbúðarhús og Helgi flutti einnig til Húsavíkur og fór að
starfa hjá Kaupfélagi Þingeyinga.
Hér á Húsavik er margt gott söngfólk og gömul
sönghefð, fólkið er einstaklega jákvætt og duglegt. Strax
og ég var komin var farið að æfa fyrir aðventukvöld og mér
þótti þetta alveg stórkostlega gaman, nú var ég loksins
komin á rétta hillu. Síðan hefur þetta gengið mjög vel og
kórinn hefur fengið lofsamleg ummæli. Samhliða kórnum
kenndi ég við Tónlistarskólann, var reyndar fyrst og fremst
ráðin til þess. Nú í haust hætti ég kennslunni og hef bara
kórinn. Mér þykir lítið við að vera þessa dagana, en það er
þó gott að geta tekið lífinu í ró og næði þegar ég er orðin
svona fullorðin.
Eitt sinn á héraðsfundi Eyjafjarðarprófastsdæmis, átti að
byrja á messu og ég var búin að undirbúa mig mjög vel,
bæta við kórinn og æfa hann betur en venja var til.
Nokkrum mínútum áður en messan átti að byrja birtist
Róbert Abraham, minn gamli góði vinur og kennari, en þá
var hann orðinn söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Ég varð
dauðskelkuð, að þurfa að bera á borð fyrir hann mína
tónlist, sem ég áleit ekki nógu góða og var með hálfgerða
minnimáttarkennd. Eftir messuna kom hann til mín og
sagði við mig: „Mér datt ekki í hug að þetta væri svona gott
hjá þér.“ Það var mér nokkur uppreisn. Það hefur alltaf
Sigríður Guðmundsdóttir,
Robert Abraham
Viðfangsefni:
1. Haendel (1685—1759) .... Aria úr ,yiessias“
2. Gluck (1714—1787) ......... Aria úr „Orpheus“
3. Mozart (1756—1791) ..... Canzona
úr „Brúðkaup Figaros“
4. Mozart .................... Fantasia c-moll
5. Tvö þýzk þjóðlög ......... Raddsett af Brahms
6. Páll ísólfsson ........... „í dag skein sól“
7. Árni Thorsteinsson ....... „Þess bera menn sár“
8. Mendelssohn (1809—1847) .. Sorgargöngulag
9. Brahms (1833—1897) ....... Staendchen,
Féldeinsarrikeit.
10. Wolf (1860—1903) ....... Der Tambour,
Das verlassene Maegdlein.
11. Schubert (1797—1828) .... Fischerweise,
Die Post,
Wandrers Nachtlied.
Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar. 1940.
Prógrammið. Það varðveitir Sigríður sem dýrgripur vceri.
í hlutverki Þórdísar í Hlíð. Maður og kona var sýnt í
Laugarborg 1959.
82 Heima er bezt