Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 17
fólksins. Forn-Grænlendingar hafa
því efalaust stundað veiðar af kappi
frá fyrstu tíð, bæði heima fyrir, því að
fiskur var nægur í fjörðum og ám, og
þar var einnig gnótt sela, og hreindýr
var þar einnig að fá. En einnig sóttu
þeir veiðiskap um óraleið til Norður-
setu, m.a. til að afla sér dýrmæts
gjaldeyris eins og fyrr var getið. Með-
an gnótt var slíkrar vöru var verslun
þeirra við Evrópu fjörug, enda þótt
þeir hafi naumast siglt þangað eigin
skipum að nokkru ráði, nema ef til vill
fyrstu aldirnar, en norrænir kaup-
menn töldu ekki eftir sér að sigla til
Grænlands til að sækja slík dýrmæti
og þar var að fá.
Það sem nú hefir verið rakið gefur
oss nokkra hugmynd um grænlensku
þjóðina. Þar hafa verið gildir bændur,
sem ráku stórbú og kunnu vel til
verka, svo sem húsagerð þeirra sýnir,
en vera má einnig, að þar hafi erlendir
byggingamenn verið að verki. En
Grænlendingar voru einnig djarfir og
harðgerðir sjósóknarar, sem ekki
töldu eftir sér að fara upp undir þús-
und kílómetra leið norður frá byggð-
unum, og hafa þar vetursetu í kulda
og myrkri heimskautanæturinnar, til
að afla nauðsynlegs kaupeyris og
trjáviðar.
Þegar vér hugsum um hina þrótt-
miklu þjóð og virðum oss hin miklu
mannvirki, verður spurningin um
eyðingu þessa samfélags enn áleitari
og harmurinn yfir örlögum þess sár-
ari. Margs hefir verið til getið um það
efni, og skal drepið á hið helsta.
Fyrstu og raunar einu skjalfestu
harmafregnina fáum vér um miðja 14.
öld. Þá sat norskur maður, fvar
Bárðarson sem ráðsmaður á Garða-
stóli um 1341-1362, en biskupslaust
virðist hafa verið eitthvað af þeim
tíma. Einhvern tíma á þessum árum
var hann sendur ásamt fleiri mönnum
af lögmanni til Vestri byggðar „á móti
Skrælingjum, að reka þá brott úr
Vestri byggð. Og þá er þeir komu þar
fundu þeir enga menn hvorki kristna
né heiðna, nema gnótt villifjár og
sauða.“ Með öðrum orðum, Vestri
byggð er þá eydd af mönnum. En svo
mætti ætla af hinni fáorðu frásögn, að
þeim í Eystri byggð hefði verið
ókunnugt um það, en haft fregnir af
einhverjum skærum milli Eskimóa og
byggðarmanna. Ekkert sýnir átakan-
legar, hversu samgangurinn milli
byggðanna hefir þá verið orðinn lítill.
Síðasta trausta heimildin um
Grænlendinga er frá árinu 1409. En
þá voru gefin saman íslensk hjón í
Hvalseyjarkirkju „að mörgum dándi-
rnanni áheyrandi bæði útlenskum og
innlenskum.“ Útlendingarnir hafa
sennilega eingöngu verið fslendingar
þeir, sem þar voru þá staddir, og
sigldu næsta sumar til íslands. Nokk-
ur málarekstur varð út af brúðkaupi
þessu og eru bréf um það geymd og
gefin út í íslensku fornbréfasafni.
Síðan þetta vitum vér ekkert um hvað
gerst hefir þar í byggðunum, en ráða
má það af bréfinu að enn hafi ekkert
lát verið á byggðinni þar, þótt meira
en hálf öld væri liðin frá eyðingu
Vestri byggðar. Vér vitum því ekkert
um hvað gerst hefir, hvernig byggðin
hafi eyðst og hvenær, eða hvað hafi
orðið um fólkið. Fáeinar óljósar
sagnir erlendra sjófarenda um að þeir
hafi séð fólk þar með norrænu yfir-
bragði eru til. En erfitt er að henda
fullar reiður á þeim, enda þótt þær séu
engan veginn ósennilegar. En mætti
taka mark á þeim, er trúlegt, að þar
hafi einhver byggð haldist að minnsta
kosti út 15. öldina og sennilega lengur.
Ein merkilegasta sögnin er frásagan
í Grænlands annál af Jóni nokkrum,
er kallaður var Grænlendingur, af því
að hann hafði þrisvar farið til Græn-
lands, er hann var með þýskum
kaupmönnum. í einni þeirri ferð
vörpuðu þeir akkerum við útey litla
„þar voru naust manna og verbúðir
nokkrar og margir grjóthjallar eins og
hér á landi. Þar fundu þeir einn mann
dauðan. Hann hafði hettu á höfði vel
saumaða en hafði klæði bæði af vað-
máli og selskinni. Hjá honum lá
tálguhnífur boginn og mjög for-
brýndur og eyddur, þann hníf höfðu
þeir með sér til sýnis.“ Þetta telja
fróðir menn, að muni hafa gerst um
1550. Þó að hér sé um munnlega frá-
sögn að ræða, sem Jón lærði hefir
tekið í annál sinn, er eins og Ólafur
Halldórsson segir: „aðalatriði hennar
virðast trúverðug, og ekkert bendir til
að þar sé farið með staðlausa stafi.“
Aftur mun ég víkja að síðasta Græn-
lendingnum og forbrýnda hnífnum
hans.
Eyðing fornbyggðarinnar á Græn-
landi, hvort sem hún gerðist 100 árum
fyrr eða seinna, hefir löngum verið
mönnum ráðgáta, síðan þeim varð
kunnugt um hana og þá vitanlega
ýmsu til getið.
Margt hefir komið fram við hinar
umfangsmiklu fornleifarannsóknir
Dana á Grænlandi en ekkert, sem taki
af tvímæli um örlög nýlendunnar, og
naumast nokkuð, sem gefi greinilegar
bendingar í þá átt.
Lengi var því haldið fram, að Eski-
móar hefðu útrýmt fom Grænlend-
ingum í einskonar skæruhernaði.
Studdist sú skoðun einkum við frá-
sögn ívars Bárðarsonar um Vestri
byggð svo og grænlenskar þjóðsögur.
En raunar verður engin örugg ályktun
dregin af frásögn ívars og þjóðsög-
urnar mjög vafasamar, þótt einhver
sannleikskjami kunni að vera í þeim.
Þannig er sögn um það, að Eskimóar
hafi brennt fjölda Grænlendinga inni
í Hvalseyjarkirkju. En fullyrða má, að
aldrei hefir eldur verið að henni bor-
inn, eða hryllileg manndráp hafi átt
sér þar stað. Og yfirleitt munu hvergi
hafa fundist minjar þess, að bæir hafi
verið brenndir. Fæstir munu nú vera
þeirrar skoðunar, að Eskimóar hafi
eytt byggðina að mannfólki, enda þótt
einhverjar skærur hafi orðið milli
þeirra og forn Grænlendinga, og
menn þá fallið fyrir örvum þeirra eða
öðrum vopnum. Jón Dúason hefir
hrakið þá kenningu rækilega, hvað
sem annars verður sagt um skoðanir
hans. En hann heldur því fram að forn
Grænlendingar hafi haft stöðugar
samgöngur við Ameríku, stofnað þar
fjölmennar nýlendur, blandast þar
frumbyggjum og að lokum flust
þangað allir með tölu, aðrir en þeir,
sem blandast höfðu Eskimóum og
tekið upp siði þeirra og lifnaðarhætti.
Telur hann að Eskimóar Ameríku og
Grænlendingar nútímans séu fram
komnir við kynblöndun við hina
fornu Grænlendinga og Grænlend-
ingar nútímans afspringur þeirrar
blöndunar og harla ólíkir Skræl-
ingjum þeim, sem fornsögur vorar
skýra frá. Eftir þeirri skoðun eru
Grænlendingar nú frændur vorir í
Heima er bezt 89