Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.03.1982, Blaðsíða 20
ísjakiá Eiríksfírði. miklu fremur má ætla að þeir hafi borgið lífi hinna síðustu þeirra. En þó að vér getum skapað oss þessa mynd af eyðingu Eystri byggðar verður ráðgátan um örlög Vestri byggðar samt óleyst, eftir því litla sem lesa má af frásögn ívars Bárðarsonar. Af henni má ráða að byggðin hafi eyðst snögglega, án þess menn í Eystri byggð hafi haft hugmynd um en af því að fregnir höfðu borist um einhverjar skærur við Eskimóa, hafi sú ályktun verið dregin að byggðarmenn hafi farist með tölu í bardögum við þá. Á það hefir verið drepið, að slíkt er í rauninni fjarstæða ein. Víst er að versnandi árferði hefir drjúgum spillt högum vestri byggðar, og það að öll- um líkindum allmiklu fyrr, en afleið- inga þess tók að gæta í Eystri byggð. Árið 1932 sá danski grasafræðingur- inn J. Iversen, að fiðrildislirfa skyld grasmaðkinum, hafði herjað svo á gróður í Vestri byggð, að hann mátti heita uppetinn með öllu á stórum svæðum. Við rannsókn á jarðvegs- sniðum í mýrum og túnum forn- manna kom í ljós að um þær mundir, sem talið var að fornbyggðin hyrfi hafði gengið yfir lirfuplága, lík þeirri, sem Danirnir nú voru vitni að. Af þessum rökum kom Iversen fram með þá tilgátu, að lirfuplágan hefði eytt öllum gróðri í byggðinni, svo að fólkið hefði séð fram á að ekki mundi takast að afla heyja, og því hefðu þeir flúið út á veiðistövarnar við ströndina, en slátrað miklu af búpeningi sér til matar. Þegar út í veiðistöðvarnar kom, hefði komið upp skæruhernaður milli þeirra og Eskimóa, og hefði forn Grænlendingarnir þá verið næsta vanbúnir gegn þeim, og Eskimóarnir hefðu gjöreytt þeim. Nú er alkunnugt að gróður nær sér ótrúlega fljótt eftir grasmaðks árásir, svo að fé það sem eftir var gat vel hafa gengið þar sjálfala og fjölgað nokkuð á þeim tíma, sem leið þangað til Ivar Bárðar- son heimsótti Vestri byggð, og saga hans því trúverðug. Öll tilgáta Iver- sens er sennileg nema eitt, það er nær óhugsandi að Eskimóarnir hefðu út- rýmt Grænlendingum með öllu. Vér vitum ekkert nema þeir hafi komið aftur eftir heimsókn Ivars Bárðar- sonar, og þá ef til vill í fylgd með Eskimóum, sem þeir höfðu dvalist með í veiðistöðvunum. En einnig er hugsanlegt, að þegar tók að harðna í ári inni í byggðinni, og grasmaðks- plágan þá átt sinn þátt þar í, að Grænlendingar hafi verið farnir að taka upp þann sið Eskimóa að flytja sig til veiðistöðvanna á sumrin, en hverfa aftur til bústaða sinna er vetur nálgaðist. Þess vegna fann ívar ekkert fólk í Vestri byggð. En svo má líka ætla, að sjórán hafi rekið smiðshöggið á eyðingu byggðarinnar, þegar fólk- inu var tekið að fækka og það dvaldist yfir sumartíman úti við ströndina. Þætti mér það trúlegast. Það sem nú hefir verið rakið er fjarri því að vera vísindaleg rannsókn á örlögum Grænlendinga hinna fornu, heldur er það að stofni til hug- leiðingar, sem fram komu er ég reikaði um rústir Brattahlíðar, þar sem hin fomu mannvirki blasa við augum, og myndir sögunnar ryðjast fram í hug- ann eins og kvikmyndir á tjaldi. Þegar svo hugleiðingarnar voru skráðar var það með hliðsjón þess, sem ég átti aðgang að af ritum um sögu hinna fornu Grænlendinga. En vissulega er það lítið af öllum þeim kynstrum, sem um málið hefir verið ritað. En því hefi ég skráð þessar hug- leiðingar, að það mætti gera les- endurna nokkru fróðari um örlög hinnar horfnu þjóðar, en um leið vekja skilning á því, að sú þjóð, sem nú byggir Grænland á skilið vináttu vora og samúð. Og allur greinaflokk- urinn á að minna oss á þá skyldu að kynnast hinu tröllaukna landi, sem er næsti nágranni vor og fylgjast með þjóðinni, sem þar byggir, hvort sem hún er meira eða minna skyld oss í ættir fram. Mjög margt hefir verið ritað um sögu Græn- lendinga hinna fornu. Ég vil til fróðleiks benda á nokkur mjög aðgengileg rit um það efni. Daniel Bruun: Erik den Röde og Nord- bokolonierne i Grönland. 2. útg. Kbhavn 1931. Finnur Jónsson og Helgi Pétursson: Um Grænland að fornu og nýju. Khöfn 1899. Jón Dúason: Landnám og landkönnun Is- lendinga í Vesturheimi. Rvík 1941. Knud J. Krogh: Erik den rödes Grönland. Kbhavn 1967. íslensk þýðing af nýrri útgáfu þessarar bókar er væntanleg áður en langt líður. Ólafur Halldórsson: Grænland í miðalda- ritum. Rvík 1978. Poul N örlund: Fornar byggðir á hjara heims. Þýðing Kristján Eldjárn. Rvík 1972. 92 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.