Heima er bezt - 01.03.1982, Side 15

Heima er bezt - 01.03.1982, Side 15
Frá Grænlandi Eftir Steindór Steindórsson 5. grein Á rústum Brattahlíðar En œttjarðarböndum mig grípur hver grund sem grœr kringum íslendings bein. Svo kvað Stephan G. fyrir löngu, er hann hugsaði til legstaða íslenskra landnema inni á meginlandi Ameríku. Likar tilfinningar hljóta að vakna meðal Islendinga, er þeir ganga um rústir Brattahlíðar, eða annarra fornrústa á Grænlandi. Þær eru óhrekjandi, sýnilegur vitnisburður þess, að þarna lifðu og störfuðu menn af íslenskum ættstofni öldum saman. Þarna eru handaverk þeirra, sem þreifa má á. Forn heimildarrit segja oss sögu þeirra i brotum að vísu, uns tjaldið fellur allt i einu, og þögnin umlykur þessa fámennu þjóð frænda vorra. íslenska nýlendan á Grænlandi hélst þar við í meira en fimm aldir. Fólkið þar varð því Grænlendingar en ekki íslendingar fremur en vér töldum oss Norðmenn á siðskipta- tímanum. Danir og aðrar þjóðir eftir þeim hafa gefið þjóðinni nafn- ið Norsemen eða Nordboer, þ.e. Norðurbyggjar. Þetta er álíka rétt- mætt og þegar Norðmenn reyna að eigna sér fornrit vor, og bæði þeir og aðrir reyna að svifta oss heiðrinum af að hafa ort Eddukvæðin, er þetta ávöxtur aldagamallar lítilsvirðingar á oss og þjóð vorri. Landnámsmenn- irnir voru íslendingar, en niðjar þeirra, þjóðin sem þar bjó voru Grænlendingar, og svo verða þeir kallaðir hér. En þar sem nauðsyn krefur að greina þá frá nútímaþjóð- inni verður skeytt „forn“ framan við þjóðarheitið. Sagan hermir að landnám hæfist á Grænlandi 885, er Eiríkur rauði sigldi frá Vesturlandi til Grænlands með allmiklum skipaflota, en áður hafði hann kannað landið í þrjú ár. Ljóst er af sögunum, að þar vestra reis upp blómlegt þjóðlíf. Grænlendingar tóku við kristni nær samtímis íslendingum. Þing var sett í Görðum, og þar reis upp biskupsstóll, sem stóð um aldir. Ekki vitum vér um andlegt líf þeirra, en tvö voru þar klaustur, og trúlegt, að þar hafi verið stunduð bókiðja nokk- ur, og eitt Eddukvæða, Atlamál in grænlensku er eignað Grænlend- ingum. Vitað er að þeir kunnu rúna- ristur og trúlegt er að eitthvað hafi þeir skráð á bókfell. Lifnaðarhættir hafa verið líkir og á íslandi og víða verið stórbú, t.d. hefir fjósið á biskupssetrinu rúmað 100 kýr, og tún hafa þeir ræktað all stór, girt þau grjótgörðum og sums staðar t.d. bæði í Brattahlíð og Görðum sjást minjar um áveitur fornar. En miklu hafa Grænlendingar verið háðari sjónum og sjávarafla en íslendingar. Ekkert varð komist að kalla mátti nema á sjó, og veiðiskapur varð mikill þáttur í lífi þeirra. Og svo fast sóttu þeir sjóinn, að þeir fóru á sumrin norður í Norðursetu er þeir kölluðu svo, mörg hundruð kílómetra leið og þangað sóttu þeir verðmætustu út- flutningsvörur sínar, náhvals- og rostungstennur, rostungshúðir, bjarn- arfeldi og jafnvel lifandi bjarndýr. Grænlendingar gerðust snemma sjómenn miklir, en hápunktur afreka þeirra í því efni var fundur Vínlands og tilraunir þeirra til að nema þar land á austurströnd Ameríku. Það sem nú er sagt og margt fleira getum vér lesið um í fornsögum vor- um, en órækustu vitnin um hina fornu byggð eru bæjarústir þær, sem enn er hvarvetna að finna á þessum slóðum. Þegar vér skoðum þær og berum saman við sögurnar verður sú spurn- ing áleitin, hvernig þessi þjóð hefir horfið úr sögunni með öllu, svo að ekkert sé kunnugt um örlög hennar og endalok. Vér vitum þó að hún háði lífsstríð sitt hér í meira en fimm aldir, og framan af stóð hagur hennar með blóma. Þar eru mannvirkin órækust vitni. Áður en gerð verður grein fyrir til- gátum manna um eyðingu þjóðarinn- ar skal stuttlega rætt um byggðina sjálfa, rústir og fornleifarannsóknir Dana á Grænlandi. Frá upphafi voru tvö byggðarlög á Grænlandi, er hétu Eystri byggð og Vestri byggð, enda þótt Syðri og Nyrðri byggð hefði verið eðlilegri nöfn. Milli byggðanna er óraleið, fjarlægðin milli Qakortoq og Nuuk, sem liggja ekki fjarri miðju byggð- anna er um 500 km loftlína, og um 100 km frá Qakortoq suður í Nanortalik, og þá enn drjúgur spölur suður á Herjólfsnes og syðstu býlanna þar. Staðir þeir, sem nefndir eru liggja allir úti við ströndina, og drjúgur spölur Heima er bezt 87

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.