Heima er bezt - 01.03.1982, Page 30
Ekki vantaði kjötið þó oft væri hér margt um manninn. Það
var lógað hér um 60-70 kindum, mest sauðum og geldum
ám. Það var kallaður 1 skurður að drepnir voru 12 sauðir
tveggja vetra og stundum um 20 i skurði. Það þótti þægi-
legra að hafa ekki meira í einu.
Kaupstaðarferðir
Ég fór 9 ára að fara í kaupstað til Vopnafjarðar með
fullorðnum manni til að standa undir og höfðum við Einar
Bjömsson, nú bóndi á Eyvindarstöðum, sem þá var hér
búherra hjá föður mínum (eða vinnumaður á lélegri ís-
lensku). Við vöktum miskunnarlaust, lögðum saman nætur
og daga.
Það var fyrst áð á Arnarvatni, sem þá var kallaður
Skálamór. Þar var sprett af öllum hestum og hvílt lengi. Svo
fórum við áfram út í Ytri-Hlíð eða Vakursstaði. Það var
ánægulegt að koma þar á brúnina að morgni þegar farið
var að rjúka. Og sjá Sigurjón Hallgrímsson, þennan fjör-
lega og snyrtilega gestrisnuhöfðingja koma brosandi upp-
fyrir garðinn til að taka niður og spretta af öllum hestunum.
í ullarferðinni sem kölluð var, voru oft þungar klyfjar 4
pokar á hesti, troðnir af ull eða þá 2 rúgsekkir sem vógu 70
kíló á hest. Þá spillti nú ekki þegar inn í bæinn kom til
húsfreyjunnar, Valgerðar Guðfinnu Helgadóttur, sem var
ættuð úr Mývatnssveit, glæsileg kona og myndarleg á allan
hátt. Þar var ennfremur önnur kona við eldhúsborðið, glöð
og góð, sem Guðlaug hét, af Krossavíkurætt, náfrænka
konunnar minnar. Og þá var ekki síðra að koma í Vakurs-
staði, fyrstu árin mörg, til heiðursmannsins Vigfúsar Jóns-
sonar og Amþrúðar systur hans. Þá var þar ennfremur
Björn Pálsson, gullsmiður, sá ágæti og skemmtilegi snill-
ingur, sem bjó þar mörg ár með Vigfúsi. Ef að eitthvað kom
gott á Vopnafjörð, sem menn höfðu ekki haft, þá var það
oft ef Vigfús á Vakursstöðum var í kaupstað, og búinn að
taka út á hestana, þá skildi hann eftir bundnar klyfjarnar.
Því þá þurfti hann að færa honum Birni eða honum Sig-
urjóni af þessu ágæti. Vigfús var óvanalega mikill höfðingi
í öllum viðskiptum og þannig að það þótti öllum vænt um
hann. Og ef einhverjir vesalingar voru sem fáir vildu hafa,
þá tók Vigfús þá, var ekki verið að hrekja þá burtu aftur
fyrr en í kistuna. Yfirleitt var óvanaleg gestrisni á báðum
þessum bæjum, bæði með veitingar og hestlán, og svo að
hjálpa okkur að búa uppá hestana.
Á vetrum í ekiferðum kom það oft fyrir að (dalurinn)
Vesturárdalur var auður og þurfti þá að fá hesta til að flytja
á uþpá brún utan af Vopnafirði. Þegar maður bað Vigfús
um hesta, var hann stundum vís að segja: „Fjöllungar eru
nú alltaf með það,“ því hann var svo hreinskilinn og
elskulegur gagnvart öllum mönnum og skepnum. Þetta var
auðvitað alveg satt og rétt gagnvart hestunum. En svo sagði
hann strax á eftir: „Taktu hann Jökul, taktu hann Brún“.
Svo sendi hann einn eftir þeim, svo mátti maður hafa þá
eftir það, þar til allt var komið uppá brún vestan Vestur-
dals, og aldrei um borgun að ræða með neitt hjá Vigfúsi og
þeim frændum Sigurjóni.
Einnig var okkur tekið afar vel ætíð á Vopnafirði þar sem
við héldum til í það og það skiptið, allsstaðar sami höfð-
ingsskapurinn. Vopnafjarðarsveit er yfirleitt mjög mikil
gestrisnissveit, þó það sé auðvitað eitthvað ögn mismun-
andi. Nú, þegar þetta er skrifað, er bílvegur kominn út
austursveitina og gestanauðin því komin meiri þeim megin,
í Burstarfell, Teig, Hof og Ásbrandsstaði.
Á seinni tíð eða á eftir Vigfúsi á Vakursstöðum bjuggu
þar Elísabet Sigurðardóttir, bróðurdóttir hans og Pétur
Ólafsson maður hennar, og ekki var rausnin minni hjá
þeim, þau voru hvort öðru elskulegra við gesti sína, og
greiðvikin með afbrigðum. Elísabet býr þar ennþá og er
alltaf söm við sig. Sama íslenska höfðingslundin, sama
aðalsblóðið og í gamla Vakursstaðafólkinu. Þakka ég þeim
öllum lífs og liðnum er móti mér tóku.
Vetrarferðirnar voru oftast erfiðar og mjög leiðinlegar
eins og allar kaupstaðarferðir, ætluðu mann lifandi sundur
að slíta, og er ekki rétt að segja neitt af hverri sérstakri, það
yrði of langt mál.
Að endingu langar mig að minnast á eina kaupstaðar-
ferð, þá ég fimmtugur unglingur var. Þá lét ég fara 30 hesta
í kaupstað á Kópasker, alla undir ull. Með lestinni voru 3
menn fullorðnir og dóttir mín, rúmlega fermd, 16 ára. Þeim
þótti ævin ill, og allt vildi af göflum ganga, og var þó mest
allur reiðskapur nýr og í ágætu lagi, en það fór ört niður
samt. En það var gaman að sjá flotann, 4 hestum var riðið
með og 7 voru heima, en einn var aðkominn — tamninga-
hestur.
Fjárrekstrar á haustin
Þá voru nú fjárrekstrarnir á haustin ekki betri. Þeir
gengu of illa og ganga illa ennþá t.d. síðastliðið haust
(1950) varð svo ægilegur kostnaður við að flytja féð á bíl-
um, að verðið þeirra fór mest í að borga bílana og fóður-
vörur sem á þeim voru. Svo kom þessi fellisvetur sem ætlaði
að verða, hefði ekki flugvélar, snjóbílar og ýtur bjargað.
Mitt á milli vöggunnar og hjónarúmsins
Veturinn þá ég var á 13. árinu passaði ég fyrst einn öll
lömbin hérna, um 170 lömb. Þar af voru nálega helmingur
geldingar. Þeim gaf ég alltaf einu hneppi meira en
gimbrunum og veitti ekki af. Eyjólfur Marteinsson sem þá
bjó að Rangalóni hér næsta bæ, gaf mér þann vitnisburð að
lömbin væru vel pössuð og ágæt á hold, en þó furðu lítið
gefið.
Fór fyrst að heiman
Haustið 1893 lét Hróðný Einarsdóttir föðursystir mín
reka allt sitt sauðfé frá Amórsstöðum norður að Hálsi í
Fnjóskadal. Því séra Einar Pálsson sonur hennar hafði
fengið veitingu fyrir staðnum, þann 7. maí um vorið.
Hróðný og ráðsmaður hennar, Jón Kjartansson, og 3 börn
hennar, Helga Pálsdóttir, Jón Pálsson og Björn Pálsson
fluttu öll norður að Hálsi til þeirra hjóna, Jóhönnu
Katrínar Kristjönu Eggertsdóttur Briem og séra Einars
Pálssonar, og voru öll hjá þeim til dauðadags. Föður-
102 Heima er bezt