Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 6
Áramótin 1983-1984 eru nýliðin hjá. Forystumenn allra stjórnmálaflokka hafa látið sín pólitísku ljós skína í fjölmiðlunum, og fjöldamargir aðrir, sem framarlega standa í röðum at- vinnurekenda og verkalýðs á flestum sviðum þjóðlífsinS hafa skýrt sjónar- mið sín fyrir almenningi. En allt um orðaflauminn, tölurnar og tilvitnan- irnar er samt sífellt eitthvað, sem vantar. Hver sæmilega hugsandi maður sér, að spilin eru ekki lögð hrein á borðið. Einhverju er skotið undan, og þar sem tölur eru kallaðar til vitnis ber þeim illa saman um sömu efni. Hver hagsmunahópur gefur sér sínar forsendur og reiknar eftir þeim, og vænir enginn þá um að kunna ekki að leysa úr tölunum eftir því sem for- sendurnar, sem hann hefir gefið sér, hljóða. Þetta minnir mig óneitanlega á það, sem hagfræðingur einn sagði mér endur fyrir löngu, að raunar væri hægt að sanna hvað sem væri um fjárhagsmál með aðferðum hagfræð- innar, ef menn kynnu að beita þeim réttilega, málstað sínum til fram- dráttar, og vildu nota niðurstöðurnar til að slá ryki í augu almennings. Og ekki fer hjá því, að menn trúi þessari fullyrðingu þegar þeir heyra og sjá það, sem rætt er og ritað um þessi mál frá hærri stöðum í þjóðfélaginu. Ég nefni hér eitt dæmi, sem hver maður, ekki síst launþegar, í landinu þekkir. Ríkisstjórn og talsmenn hennar þrástagast á, að verðbólgan, þessi ófreskja, sem ógnað hefir þjóð- inni árum saman og flest illt verið kennt, hafi nú látið verulega undan síga á nýliðnu ári, en á sama tíma berast heimilunum reikningar fyrir hækkaða þjónustu á öllum sviðum, og flestar nauðsynjar matvörubúðanna eða fataverslananna hækka í verði, eða standa í stað í hæsta lagi, og naumast nokkur vara lækkar nema óverulegir hlutir og ómerkilegir eins Áramóta andvaka og t.d. hljómplötur, sem söluskatti hefir verið létt af. Einhvers staðar þama er reikningslist ofar höfðum vor fákænna almúgamanna. Af þessum reikningskúnstum leiðir að ótal margir þættir í öllu framtali þjóðar- búsins valda tortryggni og vantrú á þá, sem með málin fara, og hljóta um leið að tálma því, að einhugur skapist meðal þjóðarinnar um að snúast af alefli gegn aðsteðjandi vanda. Þau eru fleiri skattsvikin í þjóðarbúskapnum en þau, sem í framtalsskýrslunum eru, og enginn efast um. Hvernig væri t.d. ef ráðherrar, alþingismenn, bankastjórar og hæst launuðu forstjórarnir gengju fram fyrir þjóðina og af- hentu henni nokkurn hluta launasinna? Tortryggnin í þessum efnum veldur því einfaldlega, að menn vita ekki hvert beina skuli vörninni, og sú trú skapast, að meðal þeirra, sem ráðin hafa og úrslitin, séu hópar, sem vinna ótrauðlega að því að velta vandanum yfir á bak náungans, en standa sjálfir beinir í baki. Þeirri tortryggni verður ekki útrýmt, nema gert sé hreint borð. En upp úr öllu því kófi, sem á þjóðinni dynur stendur þó, að mikill og margvíslegur vandi er fyrir hönd- um, ef til vill enn meiri en vér almennt gerum oss ljóst. Nokkur atriði blasa þó við ógrímuklædd. Erlendar skuldir eru ægilegar, og nokkur hluti þess fjár hefir verið hreinn eyðslueyrir á liðn- um árum. Atvinnuleysi er meira en verið hefir um mörg ár, og virðist fara vaxandi. Ýmis atvinnurekstur er stundaður með tapi, og ber þar hæst sjávarútveginn, en landbúnaðinum haldið uppi með niðurgreiðslum og útflutningsbótum. En uggvænlegast af öllu er þó, að allt bendir til þess, að þorskurinn og aðrir nytjafiskar, sem skapað hafa velmegun þjóðarinnar og eru sá höfuðstóll, sem framtíð vor hvilir á, séu að ganga til þurrðar, ef ekki verður tekið harkalega í taum- ana, og óvíst þó hversu dugar. En þó að útlitið sé uggvænlegt, þá dugir lítt að leggja árar í bát og gefast upp meðan nokkur von er um bjartari framtíð. Enda verður ekki sagt, að á skorti um hvatningar til þjóðarinnar að snúa bökum saman og ekki ein- ungis verjast vandanum, heldur hefja sókn til nýrrar velgengni. Ekki skortir á, að ýmislegt hefir verið reynt til að greiða fram úr ríkis- rekstrinum, enda þótt margar sparn- aðartillögur hljóti að orka tvímælis, svo sem að leggja nýtt gjald á sjúkl- inga á sjúkrahúsum. Má þar segja að riðið sé á garðinn þar sem hann er lægstur. Mestum umræðum og úlfa- þyt hefir þó stöðvun launahækkana valdið. Ekki skalt því mótmælt að þar hafi nauðsyn brotið lög, en hitt er þó öllum ljóst, að eins og þar hefir verið staðið að, hafa slíkar aðgerðir komið harðast niður á þeim, er síst skyldi og ekkert mega missa í sívaxandi dýrtíð. Ég gat áður um tortryggnina í þjóðfélaginu. Margar þær aðgerðir, sem framkvæmdar hafa verið, auka hana fremur en minnka. Hvernig er það t.d. um hinn margumrædda tap- rekstur útgerðar og fleiri atvinnu- rekstrar. Hefir nokkumtíma verið gerð viðhlítandi grein fyrir, hvað lagt er á fyrirtækin, annað en hinn beini rekstrarkostnaður, sem við blasir? Hver eru í rauninni laun og hlunnindi forstjóra og eigenda, væri ekki unnt að lækka eitthvað á þeim liðum, fækka einkabílum, draga úr skemmtiferðum til útlanda og minnka kostnað við heimilisrekstur og íbúðir, Framhald á bls. 34. 2 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.