Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 25
3 1908 Litluströnd 20. sept. 1908. Háttvirti málkunningi. Kœra þökk fyrir alúðlega og góða viðkynning og bréf yðar 29. 2. þ.á. Um leið og Védís mín skrifaryður og sœkir um hannyrðaskólann hripa ég þessar línur til þess að biðja yður fyrst og fremst að fylgja því máli sem best og síðan gefa þœr upplýsingar og leiðbeiningar er yður virðist við þurfa ef til fararinnar þarf að búast. Sumarið hefir hér — í Þingeyjarsýslu reynst hið besta, bæði með grasvöxt yfirleitt og góða nýting heyanna. 1 dag er hásumarblíða og þerrir með heitu sólskini. Menn eru góðu vanir eftir þessa löngu og blíðu daga; hœtt við að nokkuð þjóti annan veg í fjöllonum þegar harðviðri og vetrargaddur fœrist yfir. Mikil bót er samt góður og venju fremur mikill heyfengur — hér norðanlands, vona ég megi segja, og helst um landið allt. Sundurlyndi um allt land og dylgjur og viðsjár manna á meðal. Fréttir um þingkosningar að koma þessa dagana og órói og við- búnaður mikill í herbúðum hvorutveggja. Niðjar Sturlunga sverja sig í œttina, að mörgu leyti. Sundrungin deyr ekki hjá tsl. þótt karlmennskan þverri og þekking fjöldans vaxi nokkuð. Einhver leysing er að fœrastyfir líf og háttu þjóðarinnar — nú má vaka á verði um þjóðerni og tungu nœstu árin og áratugina. Með virðingu og vináttu er ég yðar Jón Stefánsson. 4 1909 Litluströnd, 12. maí 1909. Kæri prófessor. Ég sendiyður þenna seðil með Védísi dóttur minni, sem nú leggur í langferðyfir hafið, tilykkar í Kaupmannahöfn. Mér, sem aldrei auðnaðist að skyggnast neitt um annað en part af fjórðungshögonum, finnst nú, á efri árum, sem þetta sé mikilferð og aðýmislegt geti orðið á veginum torsótt ogógreitt. Og því vil ég óska eftir liðveislu yðar og hollum ráðum fyrir Védísar hönd; svo sem kunnugur veiti ókunnum, þroskaður œsku- manni, reyndur lítt reyndum og ráðhoUur borgarbúi stúlku úr örœfasveit. Eg ber svo gott traust tilyðar i þessu efni, að ég kvíði ferðinni lítið, af því að Dísa mín er líka gælin stúlka og þétt í skapi. Skóli þessi, sem hún œtlar að sækja, tel ég víst að geti menntað og frœtt vel, en tíminn er stuttur og má því ekki til stórvirkja œtlast. Viðkynning og reynsla ferðalagsins held ég komi sér vel fyrir alla, sem vilja sjá og heyra; og á yngri árum hafði ég mikinn hug á að komast útyfir „þessa tjörn“, þótt aldreiyrðiþað meira. Með vináttu og virðing er ég yðar Jón Stefánsson. 5 1910 Litluströnd 28. 4. 1910. Kœri prófessor. Eg þakkayður innilega fyrir alúðlegar viðtökur og leiðbeiningar til handa Védísi minni. Slíkt finnst best af þeim, sem stendur einn meðal ókunnra manna. Elísabet Madsen er söm við sig; tómlát og ekki föst við loforðin; það á sér stað hjá fleirum en „Mörlandanum“ og er óþarfi að fara mörgum orðum um það í þessu bréfi. Hér norðanlands hefir verið ódæma langur og harður vetur og kafaldshríð er enn ídag. Heyþröngin sverfurfast að mönnum nú hér í Þingeyjarsýslu, sem vonlegt er, því þótt heyin vœri mikil í haust reyndust þau heldur létt afgjafa og timinn orðinn lengri en elstu menn muna, sem inni hefir verið gefið. Samt vona ég eftir því ennþá, að ekki verði hordauði, sízt af öllu almennur, en þröng hlýtur þetta að verða efnahag og framsókn manna. Að minnsta kosti er það auðséð, að seint muni vora og seint taka þela úr jörðu. Fjárþrot og brask eru meiri í landinu en líklegt mætti þykja. Það sýnist svo, sem bankarnir hafi leitt marga á hálan ís og er því um að kenna, að mennirnir reisa sér ás um öxl og kunna ekki að sníða stakk eftir vexti. Lifa fram yfir það, sem efnin leyfa. Kauptún, fiskiver og sjóþorp eru aumlegast stödd og ábyrgðirnar koma víða við, upp til sveita og fram til dala. Af þessari hríð þarf þjóðin að lœra hyggni og hæfilega sparsemi. Ég vona það verði, þess þarf ef manndómur og sjálfstœði á ekki að þverra. Nú er áríðandi að mannast og þroskast og lœra að kunna fótum sínum forráð. Mörg eru veðrin í lofti um þessar mundir og flest ótryggileg. Ósamlyndi og sundrung meðal manna, skammir og lygar í blöðum, enginn skyldi trúa þeim til fulls, ekki láta þau leiða sig langt á eyronum. Svo birtir þó aftur, ekki verður þetta Þorfinns él. Þjóðin rís upp og verður þjóð meðal þjóða, þrifin og föst á velli, fœr um að berjast til sigurs við hverflynda náttúru og snœsamt land. Hér er þó kjarni í grasi og þróttur í víði. Fyrirgefið karli rausið og sitjið í sóma og góðu gengi. Með virðing og vinsemd Heimaerbezt 21

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.