Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 21
rétt við bæjardyrnar. Gengur hann þá inn og inn í baðstofu. Hann kveikir þar ljós og sér að klukkan er að verða tvö. Taldi hann að það hefði tekið sig um klukkutíma að finna dyrnar. Ekki sagðist hann hafa orðið hræddur, en nokkur óhugur hefði gripið sig, er hann gat ekki fundið dyrnar, enda fannst honum myrkrið þá svo óeðlilegt og kolsvart. Svipað atvik sem þetta heyrði ég að hefði komið fyrir næsta ábúanda á eftir okkur, sem þarna var búsettur í nokkur ár. Honum gekk þó ennþá verr að finna innganginn og mun hafa verið að þvælast í kring um húsin í nær því tvo tíma og ætlaði þá að fara að halda til byggða, er hann allt í einu sá að hann var staddur rétt hjá dyrunum, og gekk því rakleitt inn án annarra truflana eða fyrirbæra. Ég tel mig aldrei hafa verið það sem kallað er myrkfælinn. En líklega hef ég þó ekki að öllu leyti verið laus við hana, eða að svo myndu a.m.k. sumir álíta eða álykta. Stundum hafa gripið mig hræðsluónot, og það oft án þess að mér hafi fundist nein ástæða til, við nánari athugun. Ég fór á mínum yngri árum oft mikið i myrkri bæði úti og inni, og ég varð þessa þá stundum var. En það hamlaði mér þó aldrei frá því að fara allra minna ferða, ef ég þurfti þess með. Ég bjó í sveit fram um fertugs aldur og var þá búinn að vera á sjö bændabýlum. Á þeim öllum varð ég þessara hræðsluónota var, en þó nokkuð mismunandi þ.e. meira á ein- um bænum en öðrum, en aldrei varð ég þó fyrir þeirri reynslu er saga mín greinir frá í upphafi þessara skrifa. Aldrei nema í þetta eina skipti. Frá þessu sem nú hefur verið sagt, er þó ein undantekning. Síðustu fimm árin sem ég bjó í sveit, var ég á prestsetri, þar sem um aldir höfðu búið prestar. Þar var kirkja og gamall kirkjugarður. Þar varð ég aldrei neins þess var er ylli mér geig né hræðslu. Ég fór þó þar sem annarsstaðar allra minna ferða í myrkri sem björtu eftir því sem með þurfti, bæði úti og inni, t.d. út í kirkju og um kirkjugarð. í kirkjunni stóðu stundum lík uppi sem biðu greftrunar, en það hamlaði á engan hátt ferðum mínum þangað út. Ég var um tuttugu ára skeið bú- settur í nágrenni þessa kirkjustaðar, og búsettur þar seinustu fimm ár mín í sveitinni, sem fyrr segir. Um tvítugs- aldur minn byrjaði ég að taka grafir þar í garðinum með föðurbróður mínum, sem búsettur var í næsta ná- grenni, og var fæddur 1874. Það þótti oft gott að ná til kunnugra manna, sem voru búsettir þarna í nágrenninu og höfðu nokkra þekkingu á leiðum í garðinum. Þessi garður var gamall og það var búið að grafa mikið af fólki í honum og hann virtist hafa haldið sinni stærð án breytinga um langan aldur. Það þurfti því bæði þekkingu og kunnugleik til þess að taka grafir þar sem líklegast var um gamla graf- artöku. En um þetta leyti var þó garðurinn stækkaður á einn veg og gerði það nauðsynlega hagræðingu um þetta. Fólki úr fjarlægð í kirkju- sókninni var mikið mál að grafir væru tilbúnar á jarðarfaradag og þá á þeim stað, er það taldi sig ánægt með, þ.e. í nálægð við skyldfólk eða vini hins látna. Þær voru því, er búsetu minni lauk þarna í nágrenni og á kirkju- staðnum, orðnar allmargar grafirnar er ég hafði tekið í þessum kirkjugarði. Ég var einnig orðinn þar nokkuð kunnugur og þekkti flestar þúfurnar, þ.e. leiðin. Var það að mestu fyrir fræðslu og ábendingar frá frænda mínum, sem búinn var að starfa þarna í garðinum og fylgjast þar með öllu um 50 ára skeið og sagði mér þar um allt sem hann vissi, en mest af þessu var ómerkt, en margt vel upphlaðið. En nú er flest af þessu gleymt, enda hef ég vart komið þar síðan ég fluttist þaðan burt fyrir nær fjörutíu árum. En mér leið vel þarna í garðinum, svo og okkur frændum báðum. Þeir fram- liðnu voru okkur vinsamlegir, og við vildum og reyndum að sýna þeim vinsemd og virðingu. Það kom alltaf nokkuð upp af beinum, við söfnuðum þeim öllum saman og létum þau öll vel og snyrtilega aftur í hina nýju gröf með hinum nýja félaga, sem þar var verið að grafa. Ég var þarna lengi í næsta nágrenni við tvo presta, er bjuggu þar. Ég kynntist þeim og fjölskyldum þeirra all náið. Og alltaf þykir mér vænt vænt um a.m.k. annan þeirra, en hann fermdi mig. Hann var einstakt prúð- menni og elskulegur maður. Aldrei heyrði ég þessa presta né fólk þeirra tala um að það yrði þarna nokkurs þess vart, er óhreint var kallað. En þegar prestar hættu að búa þar og fluttu í þorpið, þá fóru aðrir að búa þar og voru a.m.k. tveir bændur búnir að vera þar á undan mér. Ekki fannst þeim eða a.m.k. öðrum þeirra allt með felldu þar, og talaði mikið um alls- konar reimleika. Ég held að hann og hans fólk hafi þar aldrei þorað um þvert hús nema í björtu eða með ljós í hendi. En þetta var nú innskot, sem mér datt i hug útfrá því hversu áhrifin geta verið misjöfn, er fólk verður fyrir. Ég hef aldrei séð neitt eða orðið neins þess var, sem dularfullt má kallast nema þetta eina sinn, sem hér að framan er sagt frá. Mér hefur hinsvegar oft fundist eitthvað ósýni- legt í nálægð minni og mér hefur oft meira en fundist það, áhrifin hafa verið greinileg en oft ærið misjöfn. Því tel ég nokkra vissu fyrir því að við mannanna börn erum ekki ein á ferð hér í þessum heimi, þar er einnig fleira á ferð, sem okkur er dulið. Þessi duldu öfl eru oft að verki meðal okk- ar. og þau valda okkur stundum ýms- um óþægindum í lífi og starfi. En aft- ur og oftar eru þau okkur jákvæð og veita okkur þá styrk og traust, trú og huggun. Heima er bezt 17

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.