Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 13
Það var hins vegar á Winnipeg-árunum sem við fórum í fyrstu heimsóknina til íslands. Árið var 1968 og í þessari heimsókn hittum við marga ættingja okkar, þótt einn standi hjarta okkar næst, en það er hún Sesselja Eldjárn. Við vorum að innbyrða súpuna við kvöldverð á Hótel KEA, þegar það var ákveðið að Sesselja Eldjárn skyldi koma með okkur til Kanada í heimsókn. Hún bjó hjá okkur mánaðartíma, og til þessa dags hefur hún treyst þau ein- stæðu bönd, sem við höfðum tengst ættingjum og vinum á íslandi. Síðan þetta var höfum við komið 20 ferðir til Is- lands og tekið á móti mörgum gestum þaðan á heimilum okkar, bæði í Winnipeg og Gimli. Við höfum alltaf trúað því staðfastlega, að framlag manns í líf annarra skili sér aftur í eigið líf að lokum. Okkur hefur verið sannað þetta ótal sinnum með frábærum og hlýlegum viðtökum þeirra sem á íslandi búa. Það er gaman að rifja upp nokkra gesti okkar vestra á árunum 1968-74: Sesselja Eldjárn, Vladimir Askenazy og Þórunn Jó- hannsdóttir, Hallfreður Örn Eiríksson og Olga Franzdóttir, Lúðrasveit Reykjavíkur, Ríó-tríóið. Það var árið 1971 sem við hjónin vorum beðin að mynda nefnd, sem átti að sjá um heimsókn Lúðrasveitar Reykja- víkur til Manitoba. Þetta gerðum við svo ásamt ýmsu öðru fólki. Manitoba-heimsókn hljómsveitarinnar tókst prýði- lega og hún var góður fulltrúi lands síns hér í Kanada. Hljómsveitarfólkið er enn afar kærir vinir okkar. Árið 1974 var heimsókn okkar til íslands sérstaklega spennandi. Við vorum viðstödd hátíðahöldin á Þingvöllum vegna 1100 ára afmælis íslandsbyggðar, tókum þátt í skrúðgöngu alls þess fólks, sem komið hafði frá Ameríku til hátíðarinnar og bárum fána „The Icelandic National League of North America“ eða Þjóðræknisfélagsins, eins og samtökin eru kölluð á íslensku. Auk þess var gengið undir fánum íslands og Kanada. Þessa yndislega dags munum við alltaf minnast. Það var í þessari heimsókn til íslands sem ég hvatti Is- lendinga mjög til þess að heimsækja okkur vestur til hátíðahaldanna vegna 100 ára afmælis byggðarinnar þar. Þetta hreif og um 1500 manns urðu við áskoruninni. Marjorie og ég vorum með Olla og Stefan Stefansson ásamt fleirum í stjórnunarnefndinni, sem sá um húsnæði og að- búnað handa mörgum þessara 1500. Unnt reyndist að koma fólki fyrir í heimahúsum alls staðar í byggðum kringum Gimli og Winnipeg. Þar eð ég var forseti Íslandshátíðarinnar í Manitoba 1975 voru margir undirbúningsfundir haldnir á heimili mínu. Þar lögðum við á ráðin um móttöku allra þeirra gesta og virðingarmanna, sem komu og héldu upp á afmælið með okkur. Fyrst allra mættu í janúar 1975 Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra og kona hans frú Erna Finnsdóttir, Haraldur Kröyer ambassador og frú, ásamt opinberu fylgdarliði þeirra. Þetta fólk gisti á heimili okkar og þar var líka opin- ber móttaka fyrir þau að viðstöddum 50 gestum. Meðan hátíðin stóð yfir voru forseti íslands dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra gestirokkar, ásamt fylgdarliði sínu. Hjónin gestrisnu við dyr heimiiis síns í Gimli. Þarna hafa heilu kórarnir og hljómsveitirnar ,,að heiman" gengið inn, embættismenn, listafólk og ferðamenn frá íslandi. Þegar Kristján og Marjorie komu hingað á Þjóðhátíðina 1974, ferðuð- ust þau víða og buðu hvarvetna til 100 ára afmælis byggðar í Gimli 1975. Þau bjuggust við 200—300. Raunin varð sú, að 1500 íslendingar tóku boðinu, og sumir þeirra urðu svo hrifnir, að þeir hafa síðan flutt búferl- um vestur. Kristján hefur aðstoðað milli 5 og 10 íslenskar fjölskyldur við að flytja til Kanada og fá störf. Við það hefur reyndar þurft dálitla kænsku. Skylda er að auglýsa stöður um allt fylkið, en í Kanada er ætlast til að allir tali 2 tungumál. Til þess að tryggja að ís- lendingar fengju ákveðnar stöður voru þær auglýstar þannig, að það var gert að skilyrði að viðkomandi tal- aði ensku og íslensku. Af þessu uppátæki m.a. hefur Kristján hlotið viðurnefnið „Unofficial Immigration Officer“, eða „óopinber innflytjenda- stjóri“. Kristján á bæjarskrifstofunum ásamt nánasta samstarfsmanni sínum, Doris Lloyd, sem er ritari og gjaldkeri þarábæ. Heima er bezt 9

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.