Heima er bezt - 01.01.1984, Page 37
Umsagnir um bækur
og notkun tölva er þá og þegar jafnsjálf-
sögð og að kunna stafrofið eða litlu
margföldunartöfluna, og hún hlýtur inn-
an skamms að verða skyldutæki í skólun-
um. Hér hefir Örn og Örlygur gefið út
dálítið leiðbeiningarrit um tölvur með
textum og fjölda mynda, sem vera má
leiðarvísan handa byrjendum í tölvu-
notkun. Ekki kann ég að dæma um hversu
vel hefir til tekist, en hitt er ljóst, að bókin
sýnist vera aðgengileg hverjum, sem vill
lesa og skilja, og er því hin þarfasta og ætti
að vera ekki óvíðar til en stafrofskverið.
Gæfa, kjarkur
og hugkvæmni
Guðjón Friðriksson:
TOGARASAGA MAGNtJSAR
RUNÓLFSSONAR.
Rvík 1983. örn og örlygur.
Söguhetjan Magnús Runólfsson, reyk-
vískur togaraskipstjóri og síðar hafnsögu-
maður, rekur hér sögu sína allt frá því
hann er barn í Vesturbænum þar til hann
hefir sest í helgan stein inni í Kleppsholti.
Á manndómsárum sínum var hann einn
hinna dugmestu og aflasælustu skipstjóra
flotans, sigldi skipi sínu til Bretlands öll
styrjaldarárin og hlekktist aldrei á, en
tókst með áhöfn sinni að bjarga hundruð-
um manna úr brennandi skipi.
Saga hans einkennist af kjarki og hug-
kvæmni. Hún er fjörlega skráð og gefur
sýn á lífið í togurunum í upphafi togara
aldar og raunar einnig síðar, en mestur
styrkur bókarinnar er í hinni ágætu lýs-
ingu af Vesturbænum í Reykjavík í æsku
höfundar og aðbúðinni og æfinni á tog-
urunum. Hver skyldi annars trúa því, að
Vesturbærinn hefði raunar verið eins og
sveit í bemsku manna sem enn lifa. En
fyrir bragðið er Togarasaga Magnúsar
merk menningarsöguleg heimild, sem
ekki verður framhjá gengið í lýsingum af
þessu tímabili. Áuk þessa er bókin
skemmtileg aflestrar. En betur hefði mér
þótt fara á því, að Magnús hefði sparað sér
hnúturnar til fiskifræðinganna. Þeim get-
ur skjátlast eins og öðrum, en verða ekki
sniðgengnir. Þarft hefði verið að skýra
nokkur orð úr togaramáli, sem fyrir koma,
þau eru lítt skiljanleg okkur landkröbb-
unum.
Þróunarsaga mann-
legs samfélags
MANNLÍF Á JÖRÐU.
Rvík 1983. Bókaklúbbur Almenna
bókafélagsins.
Þetta er mikil bók og merkileg og raunar
harla nýstárleg í íslenskum bókaheimi, en
her er um að ræða geysivíðtæka landa-
fræði, eða þó öllu heldur þjóðafræði, því
að lítið er sagt um náttúrufræði landanna
og enn minna um staðfræði. Nöfn eru því
af skornum skammti af því tagi, sem vér
eigum mest að venjast í landfræðibókum.
Eins og titill bókarinnar segir til um er það
mannfólkið í allri sinni fjölbreytni, sem
hér er fjallað um. Þar er lýst þjóðum og
þjóðflokkum, lifnaðarháttum og um-
hverfi, sem þeir mótast af, trúarbrögðum,
þjóðtrú og þjóðsögnum, svo og þeirri
byltingu, sem tækniþróun nútímans hefir
valdið. Lesandinn fær þar innsýn í þró-
unarsögu mannlegs samfélags allt frá
steinaldarstigi til hins háþróaða nútíma
þjóðfélags.
Bókin skiptist í tvo hluta: Yfirsýn um
alla jörð og Þjóðir heims. I fyrri hlutanum
er rætt um kynstofna, tungumál, fæðuöfl-
un allt frá söfnunarstigi til hins vélvædda
nútímabúskapar, rætt er um einstakling-
inn frá vöggu til grafar að kalla má, sam-
félagsmyndum, trúarbrögð, heimsveldis-
stefnur og alþjóðleg samskipti, svo að hið
helsta sé nefnt. í síðari hlutanum er horfið
að því að gera grein fyrir einstökum
þjóðum og þjóðabrotum eftir búsetu
þeirra í heimshlutunum. Smár er þó hlut-
ur vor íslendinga í því þjóðahafi, þótt
nefndir séum á nafn. Eins og nærri má
geta þar sem um svo víðtækt og yfirgrips-
mikið efni er að ræða, verður víða farið
fljótt yfir sögu, en þó gegnir furðu, hve
miklu efni er þarna fyrir komið á að-
gengilegan hátt, enda hefir mikill hópur
sérfræðinga verið hér að verki. Geysimik-
ið er af myndum og uppdráttum efninu til
skýringar og uppfyllingar, eru þær svo
mikilvægur hluti bókarinnar, að lesand-
anum er nauðsynlegt að kynna sér þær vel
ekki síður en lesmálið, ef hann á að hafa
full not bókarinnar.
Naumast verður sagt að bókin sé auð-
lesin, til þess svo megi vera er efnið alltof
mikið og fjölþætt, og ókleift er með öllu
að lesa alla bókina í belg og biðu ef um
gagnslestur er að ræða. Léttast og væn-
legast til árangurs er að lesa kafla og kafla
og kynna sér hvern þeirra til hlítar áður en
lestur hins næsta er hafinn. En ef svo er að
farið fer varla hjá því, að lesandanum
aukist ekki einungis þekking heldur einn-
ig skilningur á þjóðum heims og mörgum
þeim vandamálum, sem mannkynið á nú
við að stríða. í stuttu máli sagt, þetta er
stórfróðleg bók og menntandi. Þýðandi er
Bjöm Jónsson.
í átt til ljóssins
Guðmundur Kristinsson:
HEIMUR FRAMLIÐINNA.
Selfossi 1893. Ámesútgáfa.
Hér segir sitthvað frá miðilsstarfi Bjargar
S. Ólafsdóttur og sýnum hennar. Margir
hafa áreiðanlega heyrt hennar getið, því
að hún hefir um langt árabil starfað með
Sálarrannsóknafélagi Islands, og er gædd
merkilegum dulargáfum. Höfundur skrif-
ar nokkur formálsorð þar sem hann lýsir
starfi Bjargar lítilsháttar og getur þeirra
manna, sem flutt hafa þann fróðleik í
miðilssambandi hennar, sem hér er birtur.
En það eru þeir prestamir Kristinn Daní-
elsson og Jóhann Þorkelsson ásamt Einari
Loftssyni kennara. Hvort sem menn vilja
trúa frásögnum þeirra eða ekki, eru þær í
flestu athyglisverðar, og eitt er þeim öllum
sameiginlegt, þær benda í átt til ljóssins,
og benda mönnum á þá ábyrgð, sem því
fylgir að lifa, og væri vissulega margt betra
í heimi vorum, ef menn fylgdu þeim boð-
skap og hugsuðu til, hvað þeirra bíður í
framhaldslífinu.
En þó að margt sé athyglisvert í þessum
ræðum, og maður lesi þær með áhuga,
þykir mér þó mest koma til þess kafla
bókarinnar, sem nefndur er Sex landa sýn.
Annars vegar er sálför Bjargar til land-
anna áður en sex landa ferðin var farin,
svo að hún þekkti hvem stað, sem komið
var á, og þó einkum sýnir þær, sem fyrir
hana bar í ferðalaginu. Þar er hvorki til að
dreifa nokkru, sem dulist hefði getað í
undirvitund hennar, né hugsanaflutningi
frá samferðafólkinu. Merkilegar eru
einnig sýnir hennar við dánarbeði. En
Heima er bezt 33