Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 38
Pennavinir Bókahillan Umsagnir um bækur þegar þetta hefir gerst, getum vér þá kinnroðalaust neitað tilveru annars heims og hljóta þá ekki líka frásagnir hinna framliðnu, sem þama eru tilfærðar að eiga sér stoð í veruleikanum? Vér spyrjum og leitum og svörum eftir því sem skynsemi vor og samviska býður. Ég vil að lokum taka undir niðurlagsorð síra Jóns Thorar- ensens í ávarpi fremst í bókinni: „Þessi bók er skýr vottur um þá stöðugu leit manna, sem aldrei dvín og andlega þrá eftir því að „eitt er nauðsynlegt". St. Std. Óska eftir bréfaskiptum við íslenska stúlku eða pilt á aldrinum 15-16 ára. Skrifaásænsku. LenaWasströne Bryggars SF-10360 Svartá Finland. Óska eftir bréfaskiptum við íslenska stúlku eða pilt á aldrinum 16-17 ára. Skrifa á sænsku og ensku. Yvonne Westerlund Pávalsby SF-25700 Kimito Finland. Áramóta andvaka ... Framhald af bls. 2 án þess að nokkrum væri sorfið? Á þetta vitanlega ekki einungis við um atvinnurekendur, heldur hvarvetna í hálaunastéttum þjóðfélagsins, sem vér vitum vel að eru allfjölmennar allt frá ráðherrum og bankastjórum og hamingjan má vita hvað. Þessir ágætu menn gætu áreiðanlega sparað við sig svo um munar, og þó notið marg- faldra lífsgæða á við þá, sem minnst hafa handa á milli, og sparnaðarráð- stafanir ríkisvaldsins koma harðast niður á, svo sem öryrkjum, lífeyris- þegum og lægst launuðu starfsmönn- unum i hvaða flokki eða stétt, sem þeir eru. í ávörpunum til þjóðarinnar hvetja forystumennirnir hana til að herða sultarólina, en hvernig væri ef þeir gengju á undan, og sýndu eitthvað meira en orðin tóm? Til þess þarf þegnskap, og ef til vill skortir oss ekkert meira en þann þegnskap. Vér getum öll eggjað og hvatt aðra til að taka á sig byrðar, ef vér einungis leggjum sem minnst af þeim á oss sjálfa. Oft er talað um að jafna kjörin með lagaboðum. Ég hefi takmarkaða trú á þeim, til þess að þau komi að haldi mega ekki smugurnar vera of margar. Hið eina, sem að gagni kemur er sameiginlegur þjóðarvilji, þegn- skapur hvers og eins. Hvemig væri t.d. ef ráðherrar, alþingismenn, banka- stjórar og hæst launuðu forstjórarnir gengju fram fyrir þjóðina og afhentu henni nokkurn hluta launa sinna? Afsöluðu sér bílafríðindum og öðrum hlunnindum, sem löngum eru notuð til að hylja eyðsluna, og segðu: „Hér sjáið þið, — við erum reiðubúnir. Með þeim skerf, sem við leggjum fram er unnt að bæta kjör þeirra, sem verst eru settir.“ Og í rauninni tapa þessir menn engu, stilla einungis kröfum sínum í hóf. Með slíkri aðferð mundi í einu vetfangi létt af tor- tryggninni, togstreitunni, og samhjálp væri komin í stað tortryggni og öf- undar. Ég býst við að hér sé ég kominn út í hinn óraunhæfa æfintýraheim. Það þarf meiri gerbyltingu hugarfarsins, en vér getum vænst, til þess að eitt- hvað gerðist í þessa átt, enda þótt það sé ef til vill eina raunverulega lausnin á vandanum. En vér skulum halda oss við jörðina eins og hún er. Ég gat þess áður, að ef til vill væri mesta ógnin við tilveru vora, að fiskistofnarnir væru á þrotum. Gegn því verðum vér að Óska eftir pennavinum á aldrinum 25-65 ára. Áhugamál: Útivera, ferðalög og garðyrkja. Guðmundur Guðmundsson, Pósthólf 310 Kópavogi. Óska eftir pennavinum á aldrinum 17-70 ára. Karl Þorsteinsson, Pósthólf 7002 Reykjavík. verjast. Fyrst af öllu ber að hlýða ráðum fiskifræðinganna, þeirra manna sem best vita, þótt ekki séu þeir óskeikulir. Veiða ekki meira en þeir telja ráðlegt. Það er blöskranlegt að sjá og heyra hversu ráð þeirra eru sniðgengin eða jafnvel fyrirlitin, og svo er raunar um alla sérfræði, sem segir eitthvað fyrir öðruvísi en brjóst- vitið eða gróðavonin vill vera láta. Afleiðing þeirrar stefnu blasir við, fiskimiðin þurrausin vegna ofveiði og gróðurlandið upp urið af hóflausri beit. Og hvernig verður þeirri þjóð bjargað sem svo fer að? Það er ljóst að minnkuðum fiskiafla fylgja minnkaðar þjóðartekjur, nema unnt sé að gera afla þann, sem í land berst verðmæt- ari en nú er. En ennþá höfum vér þann frumstæða hátt á að fleygja kynstrum af því, sem í land berst, sem þó er hægt að breyta í verðmæta út- flutningsvöru. En einhvers staðar verður að stað- næmast. Andvökuefnin eru nóg. En enginn vinnur sigur með því að krjúpa og vola. Vér verðum að treysta á þegnskap þjóðarinnar til að axla byrðarnar eftir því sem kraftar hvers og eins leyfa, og vér verðum að treysta á, að þekking og vitsmunir verði látin stjórna í stað handahófs og gróða- fíknar. Þá mun vel fara. St. Std. 34 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.