Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 22
ÞORGILS GJALLANDI:
„Kjarni ígrasi
og þróttur ívíði“
5 sendibréf
til Finns Jónssonar
Varðveitt í Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn
Þorgils
gjallandi
(Jón
Stefánsson)
Finnur
Jónsson,
prófessor
Jón Stefánsson, sem ritaði undir höf-
undarnafninu Þorgils gjallandi, fædd-
ist 1851, lézt 1915. Foreldrar hans
voru hjónin Stefán Helgason frá
Skútustöðum og Guðrún, rituð Ólafs-
dóttir framan af, laundóttir séra Jóns
Þorsteinssonar ÍReykjahlíð. Jón var
eina barn þeirra hjóna, sem upp
komst. Þau bjuggu við fátækt.
Þegar Jón Stefánsson var 11 ára
gamall, missti hann móður sína. Með
þeim mæðginum hafði verið afar kært,
enda talin skaplík. Nokkrum árum fyrr
hafði hann misst bróður, sem var yngri
og mjög hændur að honum. Stefán
bóndi giftist aftur, en drukknaði í Mý-
vatni eigi löngu síðar. Þá stóð Jón einn
eftir, 16ára unglingur, sviptur foreldr-
um og eina bróðurnum.
Einstæðingsskapurinn svarf fast að
honum. Hann varð einrænn og rýninn
á umhverfið. Þar sem efni voru engin,
stóð hann hallara fæti en fjöldi jafn-
aldra hansog félaga. Honum varð því
misskipting veraldargæða einnig
snemma Ijós. Líf hans varð beiskju-
blandið. Varanlegust áhrif mun þó
móðurmissirinn hafa haft á hann og
sennilegt, að hann hafi ráðið miklu um
lífsviðhorf, eins og þau síðar birtust í
ritum hans.
Fyrir Jóni lá vinnumennska, þótt
námfýsi og útþrá brynnu íbrjósti hans.
Allt slíkt byrgði hann í barmi um sinn.
Hann réðst til föðurbróður síns, Hjálm-
ars Helgasonar íVogum. Síðan lá leið-
in í Gautlönd. Þar komst hann að
marki íkynni við bækur. Hann segir
m.a. svo í bréfi:
,,Bækur fékk ég, bæði þáog
áður, með fúsu geði hjá Jóni Sig-
urðssyni, enda reyndi eg að fara vel
með þærog vera skilsamur, því
það mat Jón mikils. “
Á öðrum stað lýsir Jón sjálfum sér
svo á þessum árum:
,,Að eðlisfari var eg helzt gefinn
fyrir fornfræðagrúsk, en síður fyrir
búnað. . . Ódæll og fjörugur íæsku,
óhagstæður og eigi hlífinn íorðum.
Blóðheitur og hneigður til
nautna. . . “
18 Heima er bezl