Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 11
Heimili Kristjáns og Marjorie á Gimli. Fyrir framan húsið blakta f.v. fánar Manitoba-fylkis, Kanada og íslands. Húsið ber ekki sérstakt nafn, en sumarbústaður þeirra heitir hins vegar ,,Tjörn“, eftir Tjörn í Svarfaðardal. Marjorie sem Fjallkonan á 100 ára af- mæli íslendingabyggðarinnar á Gimli, sem haldið var hátíðlegt 1,—3. ágúst 1975. Hún var í aðalstjórn Þjóðrækn- isfélagsins í 4 ár. Aðalstarf hennar nú er við ferðaskrifstofu þeirra hjóna, „Viking Travels". aðist þessi ráðagerð. Ári seinna, í nóvember 1948, giftumst við og þá hefst hin sameiginlega saga okkar. Við keyptum eitt elsta húsið sem uppi stóð í Gimli. Það voru hvorki frárennsli (skolplagnir), né rennandi vatn í Gimli í þá tíð og öll hús hituð með eldiviði eða kolum. Þetta voru gífurleg viðbrigði fyrir unga eiginkonu, sem vanist hafði þægindum borgarlífsins. Fjórum árum seinna, 1952, reistum við okkur nýtt hús með öllum nýtískuþægindum. Fyrstu 10 árin vorum við svo lánssöm að eignast þrjár fallegar og hraustar dætur. Á þessum árum hafði Marjorie nóg að gera heima við kringum börn og bú. Hún saumaði öll föt á stúlkurnar, starfaði fyrir kirkjuna og skautaklúbb- inn sem dætur okkar voru í. Eftir 16 ára dvöl á Gimli seldum við hús okkar þar og fluttum til Winnipeg. Þar tók ég upp samstarf við 3 bræður mína í byggingaiðnaðinum. Fyrirtæki okkar nefndist „Arnason Construction“. Verkefni okkar fólust einkum í ýmiss konar pípulögnum, bæði í húsbyggingum og undir ár og í vötn. Við buðum í öll verkefni þar sem áhætta var mikil. Þetta gaf mest í aðra hönd. Þau 15 ár sem ég starfaði við byggingafyrirtækið dvaldi ég langdvölum að heiman. Við unnum um allt Manitoba-fylki, í Saskatchewan og víða við Hudson-flóa. Þetta hafði það hlutskipti í för með sér fyrir Marjorie, að hún þurfti að ala stúlkurnar upp að mestu einsömul. Á þessum árum tókst henni að vinna hlutastarf úti og sjá um heimilið samtímis. Árið 1974 seld- um við hús okkar í Winnipeg og fluttum til Gimli, en þar höfðum við reist nýtt hús, sem við búum í núna. Ég er fædd í Winnipeg, en ólst upp í Riverton, gekk þar í skóla og sótti framhaldsnám í Winnipeg í verslunar- fræðum við „Success Business College". Móðurafi minn, Eyvindur Jónasson Doll, hafði mikil áhrif á líf mitt. íslenska var töluð heima og ég skildi ekki annað tungumál, þangað til ég fór ískóla. Eftir að afi dó var ég hins vegar ekki ítengslum við íslenskuna þar til ég hitti mannsefnið mitt, Kristján T. Árnason. í föðurhúsum hans talaði fólk íslensku. Ég hef þjálfast mikið í því að halda uþpi samræðum á íslensku ítíðum heimsóknum okkartil fslands hin seinni ár. Faðir minn var af skoskum ættum og verður ættar hans ekki nánar getið hér, en íslenskur uppruni minn í móðurættina er svona: Móðir mín var Egilsína Guðlaug Doll. Móðuramma mín var Sesselja Jóhannsdóttir, sem fæddist á Akureyri 21. nóv. 1879. Foreldrar Sesselju voru Jó- hann Einarsson (Daníelssonar) og Kristín Eldjárns- dóttir (Sveinssonar). Hún var afkomandi sr. Hallgríms Eldjárnssonar á Grenjaðarstað eins og Kristján heit- inn Eldjárn forseti. Móðurafi minn, Eyvindur Jónasson Doll, fæddist í Hrossholti í Eyjarhreppi á Snæfellsnesi 22. 3. 1858. Foreldrar hans voru Jónas Eyvindsson (Gíslasonar), bóndi þar, og Kristín Jónsdóttir (Jónssonar), frá Höskuldsstöðum íLaxárdal, Dalasýslu. Heima er bezl 7

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.