Heima er bezt - 01.01.1984, Blaðsíða 10
Við „Hvíta steininn“ á Víðinestanga.
Foreldrar Kristjáns, Guðjón Árnason
og Petrína Baldvinsdóttir Anderson,
ásamt Marjorie og Kristjáni við stein-
inn sögufræga á Willow Island, þar
sem íslendingar stigu fyrst á land 21.
október 1875 að kvöldi til. Þama er
upphafið á sögu þeirra, og í hléi við
„Hvíta steininn" fæddist fyrsta bam
íslendinga á þessum slóðum, 22. okt-
óber 1875, Jón Ólafur Jóhannsson.
Nú er svæðið í eigu Kristjáns og
bræðrahans.
Faðir minn hét Guðjón Árnason, og var ættaður í báðar
ættir úr Villingadal í Eyjafirði, en fæddur í Kanada, eins og
móðir mín. Hún hét Petrína Baldvinsdóttir Anderson, en
hennar fólk kom úr Saurbæjarhreppi og Svarfaðardal í
Eyjafirði. Ég er sem sé af annarri kynslóð íslendinga sem
fæðst hafa í Kanada, en vísa að öðru leyti nánar til um ættir
mínar og konu minnar í viðbæti aftan við þessa frásögn.
Margt hefur á dagana drifið síðan ég sleit barnsskónum
fyrir 65 árum. Ég fæddist og ólst upp á Espihóli í Mín-
erva-héraðinu, kippkorn fyrir sunnan bæinn Gimli. Það
þarf vart að taka fram, að þrjár systur og sjö bræður, sem
ólust upp saman, lærðu að deila hvort með öðru.
Faðir minn var bóndi og reri líka til fiskjar. Móðir mín og
systkinin sáu um störfin heima við, meðan hann stundaði
fiskimennskuna. Þegar ég man fyrst eftir mér var vélvæð-
ingin lítil hjá okkur, og hestaverkfæri notuð í allan heyskap
og aðra landbúnaðarvinnu. Þetta var mjólkurkúabúskapur
hjá okkur. Við vorum með um 100 nautgripi og venjulega
um 50 mjólkandi kýr. Þar af leiðandi var unnið í heyskap
allt sumarið og mjaltavinnan batt okkur allt árið. Þar sem
nú eru steinlagðar hraðbrautir voru þá kerruvegir og stígar
í kjarrinu. Við fórum sjaldan í ferðalög, nema þá í heim-
sóknir til nágranna og í kaupstaðarferðir til Gimli. Pabbi
var afburða snjall veiðimaður og sá vel fyrir heimilinu.
Mömmu vannst aðdáunarlega úr því sem hann lagði til.
Þegar fjölskyldunni óx fiskur um hrygg eignuðumst við
aukið land. Við Espihól bættust þá jarðirnar Grien Mork
og Meirum. Fjölskyldan lagðist á eitt og henni tókst að
skapa eina bestu jörðina í sveitinni. Mér er skylt að geta
þess, að í kreppunni á fjórða áratugnum svarf aldrei að
okkur með neitt matarkyns, við höfðum alltaf meira en nóg
að bíta og brenna. Við veittum því þeim, sem óheppnari
voru en við.
Seint á fjórða áratugnum hafði ég með eldri bræðrum
mínum haslað mér völl í fiskiðnaðinum. Við veiddum fisk,
verkuðum hann og sendum beint til Bandaríkjanna. Þegar
lýst hafði verið yfir stríði af hálfu okkar Kanadamanna í
síðari heimsstyrjöldinni gekk ég í konunglega kanadíska
flugherinn og var í þjónustunni hálft fimmta ár.
Eftir stríðið varð ég eins og margir aðrir að leita mér að
vettvangi til starfa á friðartímum. Ég stofnaði þá með tveim
bræðrum mínum rafverktakafyrirtæki, sem við kölluðum
„Arnason Electric“. Ég lauk prófi í rafvirkjun eftir 4 ára
nám. Fyrirtækið okkar tók að sér verkefni í öllu Manitoba,
meðan unnið var að rafvæðingu fylkisins. Þetta voru jafnt
litlir og stórir samningar, sem við gerðum.
Þegar við vorum að störfum í bænum Riverton hringdi
Marjorie Doll í fyrirtækið okkar og lagði á ráðin um að fá
rafmagn í hús fjölskyldu hennar. Ég var svo lánssamur að
vera verkstjóri þarna. Marjorie vann í Winnipeg, en það
var ljósmynd af henni í stofunni.
Þegar ég hafði um stund dáðst að þessari ljósmynd af
henni gerði ég upp hug minn og ákvað að þessa konu skyldi
ég hitta. Ég fékk heimilisfangið hennar og upplýsingar um
fyrirtækið sem hún vann hjá. Næst þegar ég átti leið um
Winnipeg hófst ég handa um leitina. Þar eð ég hafði þegið
nokkuð af veiðimannseðli föður míns í vöggugjöf heppn-
6 Heima er bezt